Mánudagur, 12. maí 2008
Lukka yfir lögreglu
Það var mikil lukka yfir lögreglunni á Blönduósi, að ná þessum manni sem dró að sér athygli vegna hraðaaksturs, vonandi nást fleiri sölumenn dauðans.
Samt sárt að það er sölumaður dauðans sem kemur upp um sig sjálfur, hefði viljað sjá að ábending hefði komið upp um hann, það sýndi samstarf og þátttöku almennings í baráttunni gegn þessu liði.
Mikið magn fíkniefna fannst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 29.11.2024 Gott að hafa tölur réttar
- 29.11.2024 Ég borga ekki
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 106182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er svona lukkulegt við að ná kannski einu prósenti af þeim fíkniefnum sem eru í umferð?
Það er sko ekkert lukkulegt við það, það hækkar verð á fíkniefnum og býr til gróða fyrir sölumenn fíkniefna.
Þessi stefna bókstaflega drepur fíkniefnaneitendur, í Sviss fá sprautufíklar fríar sprautur og afleiðingin af því er 60% minni glæpir engin tekið of stóran skammt í 13 ár og engir smitsjúkdómar að dreifast með óhreinum nálum því spítalinn útvegar alltaf sama skammt og hreinar nálar.
Andri (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 09:13
Andri
Viltu þá láta dreifa sprautum frítt og hætta að hindra dreifingu fíkniefna vegna kostnaðarauka sem neytendur kom til með að bera.
Hvernig halda annars sprautunálar verðinu niðri fyrir neytendur.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 09:18
Ég vill að sprautufíklar fái skammtinn sinn frítt á sjúkrahúsi með hreinni nál og skammti sem hefur alltaf sama styrkleika, þetta heldur sprautufíklinum frá sjúkdómum, dauða af of stórum skammti og frá afbrotum til að fjármagna eigin neyslu.
Þetta kerfi er notað í Sviss og hefur gefist mjög vel, 60% færri glæpir, engin dáið af of stórum skammti í 13 ár, sprautufíklum hefur fækkað um 80%.
heymildir og fleiri staðreyndir um skaðsemi núverandi stefnu má finna á www.leap.cc
Andri (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 09:28
Andri, ekki þekki ég ástandið í Sviss en ég þekki hvað gerðist í Hollandi og sérstaklega Amsterdam eftir að þessi stefna var tekin upp.
Það er einmitt hægt að nota sömu tölur og þú notar hér að ofan nema þar hefur ofbeldisglæpum tengdum fíkniefnum fjölgað um 62%, sprautufíklum hefur fjölgað um 75% og engin merkjanleg hlutfallsleg fækkun hefur orðið af dauðsföllum af of stórum skömmtum.
Miðborgin er undirlögð af útúrsteiktum fíklum sem kunna ekki mun á réttu og röngu og er skítsama um allt og alla, bara ef þeir fá skammtinn sinn. Þér til fróðleiks og yndisauka er íbúð til leigu á annari hæð í horni Nicolasstraat og Nieuwndijk. Gaman væri fyir þig að búa þar í svo sem eitt ár eða svo.
Prófaðu svo að skrifa aftur það sem þú settir inn hér að ofan. Ég hlakka til að sjá það.
Sveinn Ingi Lýðsson, 12.5.2008 kl. 10:26
Líst vel á þetta kerfi að sumu leiti Andri, en samt ekki fyrr en búið er að lögleiða fíkniefnin og taka til sölu hjá t.d Á.T.V.R.
Sé ekki að samfélagið eigi að greiða fíkniefni ofan í neytendur og taka ábyrgðina á lífi þeirra yfir á sínar herðar, það hlýtur hver manneskja að vera ábyrg gerða sinna og athafna, einnig að taka afleiðingunum.
Verði fíkniefnin lögleidd, held ég að gæðaeftirlit á þeim sem hverju öðru lyfi, verði tekin upp og gæði og styrkleiki þannig tryggð.
Vill ekki fara hálfa leið Andri, vill frekar ganga alla leið, eða ekki stíga skref í þessa átt.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 10:31
Þorsteinn, það er einmitt það sem ég myndi vilja sjá, lögleiðing á öllu og selt af ríkinu eins og áfengi og tóbak.
Ég veit það er súrt að greiða dóp ofaní sprautufíkla, en sérðu ekki sparnaðinn í Svissneska kerfinu, einn skammtur kostar kannski 500kr
hvað kosta innbrot og þjófnaðir sem fjármagna neysluna samfélagið?
Sveinn, Ég er að reina segja að refsing er ekki alltaf rétta leiðin, Sviss er gott dæmi um það. Amsterdam er ekki með sömu stefnu gagnvart sprautufíklum og Sviss, því ertu að bera þetta saman þá? Ég sagðist ekki vilja sama kerfi og í Amsterdam.
Andri (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:04
Andri
Það er í mínum huga hræsni og tvískilningur að banna sum fíkniefni en selja önnur í gegn um Á.T.V.R.
Mér finnst að Tóbak, Eiturlyf og Áfengi eigi allt að vera flokkað sem ávanabindandi fíkniefni, sem á annað hvort að banna og berjast gegn með öllum ráðum, eða leyfa og reyna þá að draga úr skaðseminni með öllum ráðum, eins og að tryggja hreinleika efnanna og auka fræðslu um skaðsemina.
Reykingar drepa þúsundir, áfengi leggur líf þúsunda í rúst, eiturlyf gera það sama og áfengi og tóbak, en eru tekin út úr myndinni vegna efnahagsáhrifa iðngreinarinnar meðal ríkja heims.
Ég spái því að einn dag verði þessi efni öll sett undir sama hatt, og tekið verði á málefninu sem samþættu, en ekki verið að aðskilja þetta, veruleikaflóttinn og sýndarmennskan sem veldur upphaflegu ásókninni í þessi efni er hið raunverulega vandamál, sem takast þarf á við.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 11:32
Hér er smá frétt um skaðsemi núverandi laga. http://www.youtube.com/watch?v=LnCf4vBOD6M
Andri (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:57
Ja, hér, ég vona að ég lifi það ekki að fíkniefni verði lögleidd hér á landi. Get hins vegar fallist á að þeim hópi neytenda sem er í harðri neyslu á götunum séu útvegaðar hreinar og nýjar nálar og sprautur líkt og víða erlendis. Um leið skapast tækifæri til að fylgjast með fíklunum og etv. hafa einhver áhrif á gang mála.
Samfélagið þarf að koma að málum með með mun virkari hætti en raun ber vitni. Það virðist tíðkast að menn líti í hina áttina eða stingi hausnum í sandinn þegar þeir verða varir við fíkninefni og neyslu í kringum sig, því miður. Lyfjaakstur orðinn daglegt brauð, hve mörg skyldu slysin verða þegar upp er staðið?
Þörf ábending Þorsteinn
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:30
Það var/er virkilega áhugavert að lesa þessar rökræður...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 17:52
Það er mjög jákvætt að dreifa sprautum og nálum til þeirra sem á annað borð sprauta sig. Vissulega er tvískinnungur fólginn í því að banna sum fíkniefni en leyfa önnur s.s. áfengi og tóbak. Næg eru vandamálin vegna ofneyslu þeirra þá kannabis og hörð efni bætist ekki við.
Það er aldrei lausn að gefast upp fyrir vandamáli heldur að reyna að leysa það. Alls staðar þar sem gefið hefur verið eftir hafa vandamálin aukist gífurlega (náði ekki í neitt varðandi Sviss, kannski er það undantekningin sem sannar regluna) og víða í USA eru yfirvöld að reyna að snúa við blaðinu sbr. Zero Tolerance sem sums staðar hefur verkað (ekki alls staðar) auk þess að beina sjónum að þeim félagslegu aðstæðum sem leiða unglinga í fíkniefnaneyslu.
Tek því undir með Guðrúnu Jónu að ekki megi stinga hausnum í sandinn. Akstur undir áhrifum fíkniefna hefur stóraukist. Mætti ætla að hann minnkaði við lögleiðingu? Ökumaður í kannabisvímu er gífurlega hættulegur í umferðinni og annað sem er verra; þó víman sé af honum runninn er aksturshæfni hans mjög skert næstu daga og jafnvel vikur á eftir, allt eftir neyslumynstri og magni THC (virka efnið í hassi) í heilaberki hans.
Einu sinni hélt ég að með lögleiðingu og skipulegri sölu t.d. í ATVR væri hægt að ná utan um málið. Frá þeim degi eru liðin mörg ár og með aukinni þekkingu og reynslu hef ég komist á aðra skoðun.
Sveinn Ingi Lýðsson, 12.5.2008 kl. 18:54
"þó víman sé af honum runninn er aksturshæfni hans mjög skert næstu daga og jafnvel vikur á eftir, allt eftir neyslumynstri og magni THC (virka efnið í hassi) í heilaberki hans."
Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Virka efnið THC er farið innan við sólahring eftir neyslu.
Til eru 2efni sem heita THC. Þú ert að tala um óvirka THC efnið sem situr í líkamanum allt að mánuð eftir neyslu.. Lestu þig til.
Stebbi (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:00
Við vitum öll að neysla áfengis, lyfja, og annarra efna sem valda breytingu á skynjun og viðbrögðum, eru hættuleg stjórnendum ökutækja sem og annarra vélknúinna tækja, því væri aldrei hægt að leyfa slíkt, en fólk brýtur víst lög.
Barátta gegn efnum sem valda ofskynjunum og skertri dómgreind verður að vera markviss, það er ekki gáfulegt að taka til dæmis áfengi út úr dæminu sem löglegri verslunarvöru með blessun ríkisins en flokka marijúana sem ólöglegan vímugjafa og eiða mannafla lögreglunar í að eltast við neytendur.
Skaðsemi til dæmis Tóbaks er samkvæmt mörgum rannsóknum meira en marijúana, svo ekki sé talað um áfengi.
Áfengi og neysla þess veldur mörgum mannskæðum dauðsföllum á hverju ári, en við seljum það sem löglega neysluvöru.
Það verður að flokka þessi skinvilluefni niður eftir skaðsemi við neitendur þeirra, og hættuna sem hugsanlega getur stafað frá hegðun neytenda gagnvart öðrum eftir neyslu, við höfum hugsað þetta út frá þörfum iðngreinanna tveggja, áfengis og tóbaksiðnaðarins, frekar en með hag neytenda í huga.
Ég held að það eigi að henda þessu kerfi öllu sem ónýtu, og endurskoða viðhorfið til þessara efna allra, út frá þeirri þekkingu sem við höfum um þessi efni, Tóbak, Áfengi og hin ýmsu skinvilluefni, við eigum að flokka þau niður eftir skaðsemi við neytendur og banna það sem banna þarf, en gefa hitt frjálst.
Sprautunálum finnst mér allt í lagi að dreifa frítt, en ég vill líka dreifa smokkum frítt.
Ég tel hinsvegar að rót vandans sé það sem ráðast þarf gegn, þörfinni fyrir veruleikaflótta.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.