Mánudagur, 13. október 2008
Að tapa engu
Hún er svolítið spaugileg þessi umræða um tapið á peningunum sem aldrei voru til.
Tapið virðist að mestu vera á hlutabréfum sem voru uppreiknuð í samræmi við þær væntingar sem fólk gerði til fyrirtækjanna, ekki raunverulegra eigna í fyrirtækjunum, heldur hugsanlegra framtíðareigna og gróða sem kannski kæmi seinna. Fólk og fyrirtæki fengu lán til að kaupa hlutabréf á verði sem var bara bull, sjóðir keyptu líka hlutabréf og svo skuldir þeirra sem höfðu keypt hlutabréf, svona valt öll vitleysan áfram og allir voru að fá ofsagróða af væntanlegum ofsagróða.
Ég er bara svona karl af gamla skólanum og get ekki séð hvernig einhver Banki myndi lána mér út á væntanleg ofurlaun í framtíðinni, án þess að ég geti fært tryggingar fyrir láninu og rökstuðning fyrir fullyrðingunni um ofurlaun framtíðar.Eða tekur Bankinn virkilega væntanleg ofurlaun sem næga tryggingu?
Nú sit ég hér og hugsa um Háskólamenntuðu bullukollana sem seldu glópagull og settu Norðurljósin sem tryggingu, og hina sem gleyptu agnið í græðgi væntinganna. Sárnar samt svolítið að vera einn af þeim sem borga reikninginn, en ég mun láta þá sem raunverulega bera ábyrgðina gjalda, þá sem buðu til veislunnar og settu reglurnar.
Alþingismennirnir og konurnar sem við treystum fyrir landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Athugasemdir
... ég áttaði mig t.d. ekki á því að við, þjóðin, værum veðsett fyrir útrásinni... og það væri hægt, sem og er verið að gera... að láta okkur borga brúsann ef illa færi... ég verð að segja eins og er... að þetta held ég að hafi aldrei nokkrun tíman komið fram...
Brattur, 13.10.2008 kl. 19:31
Það kom heldur hvergi fram að svo væri, enda var það undirstaðan fyrir lánstraustinu erlendis, að Bankadrengirnir gátu veðsett Ísland.
Og nú rembast Alþingismenn við að koma sökinni yfir á alla aðra en sjálfa sig, að vísu eru sumir svo óforskammaðir að þeir vilja nýta tækifærið og afsala sjálfræðisréttinum undir Evrópu Kóngana.
Það á að taka til í stjórnun landsins, en ekki eftir pöntun spunameistara, heldur samkvæmt þeirri ábyrgð sem hver og einn á að bera stöðu sinnar vegna.
Þetta námskeið í trausti og viðskiptum er þjóðinni svo dýrt, að við verðum að fara vel yfir námsefnið til að skilja hin raunverulegu mistök, en jafnframt að sjá hvað gekk vel.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.10.2008 kl. 07:44
Tapið fellst í því að það virðist vera hægt að búa til fullt af mínuspeningum á fullu án þess að við höfum nokkuð um það að segja!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 05:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.