Alls ekki að gefast upp

Ísland hefur talið vini sýna undanfarnar vikur og daga, þar hefur enginn Breti fundist og varla nokkur Bandaríkjamaður, né einhver frá öðrum aðildarlöndum NATO.

Við höfum ekkert að gera í NATO eða ESB, við eigum að taka okkur stöðu sem óháð þjóð frá öllum klíkum og bandalögum, þjóð sem býður upp á griðastað fyrir þá sem vilja setja niður deilur sýnar á hlutlausu svæði, þar sem friður ríkir og öryggi.

Við eigum strax að segja okkur frá Schengen samningnum, sem opnaði Ísland fyrir glæpaliði Evrópu.

Finnst líka bráðliggja á að halda þingkosningar, til að geta hent út þessu 63 manna liði sem ýtti einkavæðingunni úr vör, án þess að setja skynsamlegar reglur fyrir kappsama útrásarvíkinginkanna, og leifa þeim að hafa allt Ísland sem vegnesti, til að veðsetja að þörfum og vild.

Þessir 63 seku verða að axla ábyrgð, þeir ætla sér að skrifa Hvítbók og velja sannleiksnefnd úr eyin röðum, til að skrifa söguna um eyin sök og afglöp.

Við þurfum að losa okkur við.

Fólkið sem gerði Ísland að safni Öreyga.

Fólkið sem gaf sjálfu sér rífleg eftirlaun, og eys árlega tuga miljónum úr sameyginlegum sjóðum þjóðarinnar til reksturs flokkana, og til að fjármagna blekkingarnar sem þessi þjóð hefur fallið fyrir aftur og aftur.

Fólkið sem hefur komið sér upp vopnaðri sérsveit, til að verja sig og sýna, sérsveit til að gasa og berja á varnarlausu fólki eins og hundum.

Fólki sem gaf örfáum útvöldum sameiginleg fiskimiðin, eikavina væddi bestu fyrirtækin og sjóði landsmanna.

Þessu fólki ber að fara frá, og hleypa nýju fólki að stýri þjóðarskútunnar, sem þessir ömurlegu stýrimenn hafa siglt á hvert skerið eftir annað, það er löngu kominn tími á að sópa út því spillta og siðblinda safni, sem sjálfu sér skammtar ríflega úr okkar vasa, og hefur nú brennt upp framtíð barna okkar.

Við verðum sjálf að taka til höndum, það kemur enginn ríkur frændi frá útlöndum, hingað flykkjast bara hrægammar sem vilja okkur í sig rífa, og svo gjamma hugleysingja sem vilja landið undir erlenda umsjón, því þeir hafa ekki kjark til að standa á eigin fótum hjá sjálfstæðri þjóð.

Angry


mbl.is Bretar sjá um varnirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill sem á full erindi til okkar allra. Það fer víst ekki á milli mála að við verðum sjálf að taka til höndum, sagan sýnir það með óyggjandi hætti. Tiltektir hér innanlands hafa oft verið brýnar en nú algjör nauðsyn. Það verður hins vegar enginn öfundsverður að taka við skútunni.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband