Sunnudagur, 19. október 2008
Er svörun komin fram
Ég hef oft varað við nýjum starfsaðferðum lögreglu og þessari auknu hörku sem þeir hafa sýnt almenningi, ástæðan er sú að lögreglan hefur verið að tapa stuðningi almennings með þessari framgöngu, að gasa og berja varnarlausa vörubílstjóra við Rauðavatn er líklega byrjað að skila sér.
Lögreglan er of oft búin að stilla sér upp sem andstæðingur hins almenna borgara, en ekki sem verndari og friðarstillir.
Það verður að gangast í að breyta þessari ímynd sem Lögreglan hefur verið að koma sér upp, að Lögreglan sé samsafn svartklæddra hrotta sem vilja bara stofna til átaka og eru að áreita fólk og espa til að hafa afsökun fyrir hrottaskap gagnvart almenningi.
Það er vont að geta ekki vænst stuðnings frá hinum almenna borgara á ögurstundu, og þar er vont að vera búin að stilla sér upp sem skotmark fyrir reiðu fólki.
Ef yfirmenn Löggæslumála vilja ekki að það komi til virkilega illskeyttra átaka á næstu árum, verður að gangast í að stórbæta samskipti embættanna við almenning.
Menn eru komnir ofan í holu, og ættu að hafa vit á að hætta að grafa.
Schengen samningurinn sem var mikið ógæfu spor og á að rifta sem fyrst, opnaði fyrir frjálst flæði glæpamanna á milli Evrópulanda, hann hefur skapað nýtt landslag og án stuðnings almennings mun baráttan gegn þeim glæpalíð sem hefur hingað flætt, tapast.
Lögreglumenn áhyggjufullir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að vera erfitt að vera svona fróður um lögregluna. Það hefur tekið þig langan tíma í að verða þér uppi um upplýsingar og kynna þér starfshætti lögreglunar. Kannski ætti þú að fara kenna í lögregluskólanum og vera í valnefnd. Kannski ættir þú að taka vaktir og kenna lögregluþjónum landsins hvernig á að vinna þessa vinnu. Ég held að ég yrði öruggari í miðbænum um helgar ef þú værir á vakt. Einnig myndi eiturlyf, dópsalar og handrukkarar hverfa þegar þú ert kominn á vaktina. Guð blessi þig og þína visku. Takk fyrir mig.
Árni Pétur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:09
Það er fólk eins og þú sem stillir lögreglumönnum upp sem óvinum að fyrra bragði. Varðandi Rauðavatn voru það þínir vörubílstjórar sem áttu upptökin af öllum átökum. Þið hélduð virkilega að þið kæmust upp með ítrekuð lögbrot og að fólkið myndi standa með ykkur.
.....og ef lögreglumenn eru ekki hluti af almenningi þá eru vörubílstjórar frá annarri plánetu.
Guðmundur R. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:53
Það er alveg merkilegt hvað mikill Fasismi er ríkjandi í skoðunum margra, þegar reynt er að ræða um Löggæslu.
Ákveðnir aðilar rjúka upp á nef sér án þess að reyna að skiptast á skoðunum, og svo kemur fullyrðingarliðið sem gerir öðrum upp skoðanir og reynir að flokka fólk, niður í kassana tvo sem rúmast innan þeirra eigin hugsana.
Stundum tekst fólki að skiptast á skoðunum, tekst að koma fram með sýnar skoðanir og lesa um skoðanir annarra, oftast fer þetta samt út í almennt skítkast og endalausar tilraunir til að kæfa umfjöllun, í stað þess að sýna almenna kurteisi og virða bæði sjálfan sig sem og aðra, þó skoðanir sé ekki þær sömu, né húðlitur og trú.
Það er nefnilega sterk fylgni á milli þeirra sem virða ekki rétt fólks til að hafa sjálfstæðar skoðanir, og þeirra sem hafa andstyggð á öðrum húðlit, öðrum trúarbrögðum og almennt öðrum skoðunum en eigin stóra sannleik.
Oft áttar fólk sig ekki á því, standandi á meðal trjánna, að það er í miðjum skóginum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.10.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.