Segðu af þér, frekar en ljúga upp á aðra ábyrgð

Össuri væri nær að axla ábyrgð og segja af sér, sem gott fordæmi fyrir hina Ráðherrana, en reyna að gera Davíð ábyrgan fyrir getu og ráðaleysi Samfylkingarinnar, sem virðist ljúga endalaust að þjóðinni í þeim tilgangi að halda í Ráðherrastólana.

Það væri meiri reisn yfir manni sem axlaði ábyrgð, en þeim sem reynir að koma eigin ábyrgð á aðra.

Ríkisstjórnin hefur verið á flótta undan ábyrgð á eigin sofandahætti og aðgerðarleysi, frá upphafi vandans, og Samfylkingarráðherrarnir hafa í blindri andúð sinni á persónu Davíðs Oddssonar, reynt að nota Seðlabankann sem sökudólg og blóraböggul.

Það er ekki mikil reisn yfir mönnum sem raða rýtingum í bak þess sem ekki má verjast.

 


mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvernig veist þú hvort það er Össur eða Davíð og Geir, sem ljúga?

Sigurður M Grétarsson, 18.11.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef aldrei staðið Davíð að því að ljúga, og ekki er hann hluti Löggjafarvaldsins sem ber ábyrgð á því að setja samfélaginu reglur.

Hefði kannski átta að kjósa hann einhveratímann.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband