Laugardagur, 22. nóvember 2008
Halda ró sinni
Það verða allir að halda ró sinni, Lögreglunni ber að virða meðalhóf en halda líka uppi lögum og reglu, til þess er hún og það ber að virða.
Lögreglan verður samt að hafa vit á að egna ekki til átaka eins og hún gerði ítrekað við mótmælendur gegn virkjunum, hér er ekki verið að fást við fámennan hóp krakka.
Það virðist stundum vera stefna Lögreglu að ögra, og vera með ótímabær inngrip, ég vona að þeir sem hafi þroska til hjá báðum aðilum, hafi vit á að stilla til friðar og forðast það sem nú hefur gerst, að snúa reiðinni gegn þeim sem eiga að halda friðinn.
Ég er hræddur um að það skipti engu máli hvort Víkingasveit er til eða ekki, ef fólkið fer að vopnast olíu fylltum flöskum og öðru verra, að hætti erlendra mótmælenda.
Það virðist vera ótti við niðurskurð hjá öllum opinberum aðilum, sé verið að réttlæta hundruða miljóna kostnað við fjölgun lögreglumanna og rekstur sérsveitar, með því að beita sér gegn mótmælendum, er um illa ígrundaða ákvörðun að ræða.
Það þarf ekki mikið til þegar þráðurinn er stuttur, og oft best að halda sig á hliðarlínunni eins og hægt er, því miður er ekki hægt að bakka með handtöku mannsins, fyrst hún er búin á annað borð.
En er nú ekki rétt að tala aðeins yfir þeim innan lögreglunar, sem ákvað þessa tímasetningu.
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lögreglan hefur staðið mjög vel undanfarnar helgar og þeir geta ekki bara setið hjá meðan skríllinn ræðast að lögreglustöðinni.
Kreppa Alkadóttir., 22.11.2008 kl. 18:18
Í dag var alþingi grýtt með tómötum, eggjum og gösflöskum og var rúða brotin í leiðinni þar og ekki aðhafðist löggan neitt á það að vera þannig áfram kannski meðan kveikt verður í hðúsinu?
Kreppa Alkadóttir., 22.11.2008 kl. 18:21
Lestu nú það sem er skrifað.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.11.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.