Ólögleg handtaka er lögbrot

Er þá ekki ráð að sækja þann sem fyrirskipaði handtökuna til saka og vísa úr starfi, er það ekki gert við þá sem brjóta lög, og eru ekki allir jafnir fyrir lögum.

Það virðist vera full þörf á að fjarlægja einhverja þá innanhúss í lögreglunni, sem ítrekað efna til illdeilna við almenning, og að því er virðist til þess eins að geta réttlætt tilvist sérsveitar sem búið er að koma upp til að berja á mótmælendum og verja ráðmenn, sem og þá sem gerðu Ísland nánast gjaldþrota.

Þetta er farið að minna mig á fræga teiknimynd, þar sem dýrin á búgarðinum gerðu uppreisn gegn bóndanum sem var hrotti, og svínin tóku svo við sem enn verri stjórnendur, þau störfuðu í skjóli grimmra hunda sem réðust að hinum dýrunum og jafnvel drápu eftir pöntun svínanna.

Skildi það enda þannig að fólkið mæti með Molokoff kokteila og baseball kylfur til að verjast þeim sem eiga að vernda fólkið, viljum við virkilega að Íslenskt fjölskyldusamfélag endi í bardaga innan fjölskyldunnar og bræðravíga, það eru yfir 40.000 skotvopn í landinu.

Er ekki komin tími á að fjarlægja ófriðarmenn, jafnt innan lögreglu sem utan, áður en stigmögnun endar í skelfingu.

Við börðumst innanlands fyrir mörg hundruð árum, að svo langur tími líði milli átaka, segir meira en mörg orð um þær hörmungar sem slíkt hefur í för með sér.

Höldum friðinn.


mbl.is Engin lagaheimild fyrir handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn ráðamaður er sekur

Þeir segja það Sjálfir

Kveðja

PS ég vil meina annað

Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Senda þarf alla stjórnsýsluna eins og hún leggur sig frá A - Z á Dale Carnegie námskeið á eigin kostnað.

Á Dale Carnegie námskeiðum gefst fólki á að byggja upp hæfileika á fimm sviðum og markmið námskeiðsins er að:

1) Efla sjálfstraustið
2) Bæta hæfni í mannlegum samskiptum
3) Efla tjáningarhæfileikana
4) Þróa leiðtogahæfileika
5) Bæta lífsviðhorf okkar

Víðsýnir og metnaðargjarnir einstaklingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að sýna frumkvæði, búa yfir stjórnunarhæfileikum og geta komið sjónarmiðum sínum skilmerkilega á framfæri til að mæta hinum ströngu og síbreytilegu kröfum í hörðum heimi viðskiptalífsins. Og ná árangri. Á Dale Carnegie‚ námskeiðinu tekurðu þátt í verkefnum sem bæta samskipti þín við aðra, skerpa minnið og gera þig að trúverðugum leiðtoga. Þú þarft reglulega að stíga út úr þægindahringnum en það hjálpar þér að vinna bug á ótta og hræðslu við gagnrýni og losar um hömlur. Sannast sagna má líkja því við að þú kastir af þér gömlum og þungum frakka sem hefur íþyngt þér um áraraðir og finnir hvernig þú öðlast hugrekki og langþráð frelsi til að bera þig eftir framtíðarmarkmiðum þínum.

Á námskeiðinu lærirðu þau grundvallaratriði sem eru lykillinn að allri velgengni og þú kemst upp á lag með að nýta þau í daglegum athöfnum. Í lok námskeiðsins mun þér líða eins og ekkert geti komið í veg fyrir að draumar þínir rætist. Þú hefur öðlast traustan grunn til að öðlast enn frekari þroska og hæfileika til að blómstra á þeim vettvangi sem þér hentar.

Tekið héðan en ég hef áður skrifað um það hérna

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband