Spurning um dreifingu sýkinga

Spurning er í huga mér um dreifingu sýkingar, í landi eru settar upp sauðfjárveiki girðingar til að hindra útbreiðslu sjúkdóma, en hvað er gert til sjós?

Getur verið að síldveiðiflotinn sé sjálfur að dreifa sýkingu með því að nota sömu veiðafærin á öllum veiðisvæðum, er hætta á að verið sé að dreifa sýkingu um allt, með notkun á veiðarfærum sem voru líka notuð á sýktum svæðum við Noreg.

Ég hef ekki næga þekkingu til að geta fullyrt þetta en miðað við það hvernig útgerðarmenn hafa hagað sér á Íslandsmiðum í gegn um tíðina, kæmi mér það ekki á óvart að stundargræðgin réði ferð, sama græðgin og viðheldur frákasti undirmáls afla, sama græðgin og ýtti undir sléttun kóralsvæða á sýnum tíma, sama græðgin sem er nánast búin að leggja fiskimiðinn í rúst til frambúðar.

 


mbl.is Fundur vegna síldarsýkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

líka spurning um hvort að þetta sé að koma í ballestar tönkum eða hreinlega lestum skipa sem að koma hingað til lands erlendis frá, en aftur á móti,, þetta eru náttúrulega getgátur.

Árni Sigurður Pétursson, 1.12.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það hefur ýmislegt verið flutt í gegn um tíðina með þeim hætti, virðist vera afskaplega lítið hugað að þessari auðlind okkar, aðeins reynt að rífa upp sem mest á sem stystum tíma, og án tillits til hins mikla og flókna samspils tegunda í hafinu.

Erum oft eins og hugsunarlausir vargar í eins dags ránsferð, í stað þess að hugsa þetta í áratugum.

Að skoða og skilja á að vera upphafið, ekki endirinn.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.12.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð pæling.. virkilega góð.

Óskar Þorkelsson, 1.12.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband