Kjaftæði erlendra sérfræðinga

Voðalega er leiðinlegt að lesa þetta kjaftæði, það vita allir hver óvinurinn er og hvert vandamálið er.

Ríkisstjórn Íslands er ekkert nema hrokinn og getuleysið, þetta fólk er að fullyrða að aðeins þau geti bjargað klúðrinu sem þau sköpuðu sjálf.

Samfélagið er fullt af fólki sem er miklu hæfara til að leysa vandann en núverandi hrokagikkir í Ráðherraembættum, sem krefjast virðingar vegna stöðu sinnar, virðingar sem ekki hefur verið til unnið.

 Ríkisstjórnin ætlar sér að sitja áfram og mun beita sérsveitinni ef allt annað þrýtur, hegðuninni er sú sama í öðrum einræðisríkjum sem stjórnað er af hagsmunaklíkum, sem beita öllum ráðum til að halda völdum og tryggja aðgang að sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar.

 Í gegn um árin hefur flokksmönnum, vinum og ættingjum verið komið fyrir í nánast öllum helstu embættum Ríkisins, þeir sem ekki bugta sig fyrir stjórnmálastéttinni án efa eru flæmdir úr embættum, og útkoman er embættismannakerfi jábræðra og systra sem eru sem viljalaus verkfæri stjórnmálamanna, og má þar nefna beitingu lögreglu gegn friðsömum Falun Gong meðlimum og öðrum friðsömum mótmælendum, eftir síma pöntunum frá ráðherrum.

Á Alþingi sitja þingmenn sem væla yfir eigin getu og ráðaleysi, svo lengi sem flokkseigendur og flokksvélar þeirra geta alið upp og valið einstaklinga í stjórnmálastéttina, er Alþingi er sem lambakró fyrir heimalninga flokksfélagana, þar sem þingmenn bíða eftir pöntunum frá Framkvæmdavaldinu á lögum sem það vill fá samþykkt.

Alþingismennirnir sem við kusum til að setja samfélaginu reglur, bíða eftir að Ráðherrarnir og embættismennirnir leggi fram lagafrumvörp til samþykktar, og í krafti meirihluta hundshlíðina alþingismanna sem flokksfélöginn hafa valið er forgangur á málum meirihlutans tryggður, þeir fáu þingmenn sem leggja sjálfir fram mál eru settir aftast í röðina til að tryggja að málinn dagi uppi, og ef einhver dirfist til að fylgja ekki röðinni, er stjórnarandstaðan strax farinn að tala um að ríkisstjórnin tali ekki einni röddu, svona eins og til að benda á að einhver er orðin líklegur til óhlýðni.

Valdagræðgi ráðherra sem flokkfélögin hafa valið er auðskilinn, þegar sameiginlegir hagsmunir þeirra, viðskiptafélaganna og flokkseigenda eru dregnir upp á yfirborðið, eins er með getuleysi þingmanna sem eru í starfsþjálfun fyrir hugsanlegt ráðherraembætti framtíðarinnar, hundsleg hlýðni þeirra við flokksfélöginn og sýnilegur óttinn við flokksvaldið er það sem ræður þeirra framtíð.

Ég er eiginlega að vera kominn á þá skoðun að sökum þess hvað spillingin er orðin mikið niðurgrafinn í rætur og undirstöður samfélagsins, sé eina leiði til að ráðast að rótum vandans, sú að endurnýja allan mannskapinn á Alþingi, gera Alþingi af hinum raunverulega handhafa löggjafavaldsins aftur, með því að taka áður framseld völd til baka.

Henda út siðareglum sem gera Alþingi af lélegri eftiröpun af Breskum karlaklúbb, og gera að vinnustað sem krefst agaðra og markvissra vinnubragða, þar sem þingmenn fá sitt sumarfrí eins og aðrir starfsmenn á vinnumarkaði, en vinnustaðnum Alþingi sé ekki lokað á meðan, þingmenn hafa hvort sem er varamenn til að leysa sig af í veikindum og sumarleifum.

Svo getum við farið að laga reglurnar og löginn sem eiga að tryggja heiðarlegt, gegnsætt, rekjanlegt og opið stjórnvald, sem setur hagsmuni samfélagsins ofar hagsmunum flokksfélaga og eigenda þeirra, samfélags sem tryggir einstaklingum framboðsrétt án forvals flokkseigenda.

Bæði Ráðherrum og þingmönnum þessa lands, er hollt að muna þá staðreynd að kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki.

 Mér finnst sorglegt að skrifa svona pistil á fullveldisdeginum 1 Desember, áratugum eftir að við stofnendur Bandalags Jafnaðarmanna, börðumst við sömu draugana og héldum uppi sömu gagnrýni.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ætlar þú að handvelja þetta hæfa fólk sem þú talar um á Alþingi ?

Svona umræða skilar nákvæmlega engu.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.12.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er það ekki þjóðarinnar að kjósa en ekki mitt að handvelja að hætti gömlu flokksvélanna og eigenda þeirra.

Held einmitt að umræða skili miklu en ekki gamla þöggunin á óþægilegum umræðum.

Hvað er annars "svona umræða".

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.12.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband