Fimmtudagur, 4. desember 2008
Davíð er starfsins verður
Davíð er starfsins verður, hann hefur kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir og þor til að ganga gegn straumnum.
Hann lætur ekki getulausa atvinnustjórnmálamenn í vinsældakosningum, komast upp með að nota sig sem blóraböggul.
Fólk verður að nota höfuðið aðeins.
Trúir einhver því að einn af 3 Seðlabankastjórunum sé ábyrgur fyrir öllum ákvörðunum bankans, og að enginn hinna fjölmörgu starfsmanna komi að ákvörðunum.
Trúir einhver því að Bankaráð Seðlabankans sé sofandi á bak við luktar dyr, á meðan Davíð taki allar ákvarðanir og stjórni einn Seðlabanka Íslands.
Halldór Blöndal, Jón Sigurðsson, Erna Gísladóttir, Ragnar Arnalds, Hannes Hólmsteinn, Jónas Hallgrímsson og Valgerður Bjarnadóttir eru aðalmenn í bankaráði.
Halla Tómasdóttir, Birgir Þór Runólfsson, Tryggvi Friðjónsson, Sigríður Finsen, Guðný Hrund Karlsdóttir, Ingibjörg Ingvadóttir og Guðmundur Örn Jónsson eru varamenn bankaráðs.
Í bankanum eru 8 svið, ásamt sviðsstjórum og starfsmönnum, auk fjölda sérfræðinga.
Heldur fólk virkilega að einstaklingurinn Davíð Oddsson sé svo valdamikill, að allir starfsmenn bankans og hans yfirmenn hoppi eftir geðþótta Davíðs.
Er fólk virkilega svona auðtrúa á áróður fyrir greindarskerta, gleypir fólk við hráum áróðrinum um vonda manninn í Seðlabankanum, frá þeim sem eru að bjarga eigin skinni.
Er það ekki Alþingis að setja samfélaginu reglur til að starfa innan, var það ekki það fólk sem var of upptekið við að útdeila sjálfu sér og flokkunum, sjálftökurétt úr fjárhirslum þjóðarinnar, til að hafa tíma til að setja bankakerfinu reglur, eða of upptekið við að skjalla útrásarvíkingana.
Það hefur enginn sannað lögbrot á þessa menn sem settu landið í skuldapytt, þeir virðast hafa starfað innan þess lagaramma sem settur var.
Eða eigum við að segja frekar, sem ekki var settur.
Aldrei kaus ég Davíð Oddsson og hans er þjóðar skömmin vegna Íraks, en maðurinn er samt að vaxa að mínu áliti, og ef hann býður sig fram sem Forseti Íslands, er ég til í að hugsa málið.
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég vil gera athugasemd..
Davíð er starfsins verður, hann hefur kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir og þor til að ganga gegn straumnum.
Hann þorir að gera heimskulegar ákvarðanir þvert á alla skynsemi og gefur skít í alla nema sjálfan sig.. er það það sem þú meinar ?
Maðurinn er óværa og persónugerfingur sjálftektarinnar.
Óskar Þorkelsson, 4.12.2008 kl. 11:52
Seðlabankastjórar eru 3 og starfa undir stjórn Bankaráðs, því á að taka 1 mann út til að hengja fyrir klúður Þings og stjórnar.
Svo eiga Þingnefndir að tala við yfirmennina, í þessi tilfelli við Bankaráð Seðlabankans til að afla gagna, en ekki að eltast við einstaka starfsmenn, við búum ekki í Ameríku.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.12.2008 kl. 11:54
Það á sem sagt að hengja Davíð, hvort sem hann er sekur eða saklaus.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.12.2008 kl. 11:56
Góð bloggfærsla Þorsteinn.
Ég er nú engin Davíðsmaður, en það þýðir heldur ekki að ég sé Davíðs-hatari eins og stór hluti bloggheima virðist vera. Það virðist meira að segja vera í tísku.
Ég er sammála því að Davíð hefði e.t.v. mátt tippla á tánum í kringum viðkæm málefni en það er bara ekki hanst stíll. Það hefur kostað hann mikið fylgistap, en þegar öll kurl verða komin til grafar trúi ég því að hann muni koma betur út en flestir. ´
Smjörþefur (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:07
Verðleikar DO koma þessu máli ekki við, Þorsteinn. Hann á að svara því hvaða upplýsingar hann hafi um orsakir þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslenska banka. Bankaleyndartalið er ekta bull. Viti hann eitthvað mikilvægt og segi ekki frá, eru það LANDRÁÐ. Trúlegast er að hann hafi logið á morgunverðarfundinum fræga og sé nú að reyna að snúa sig út úr því - Brandarakallinn!
Hlédís, 4.12.2008 kl. 12:12
Smjörþefur: Takk, er sammála um að karlinn er stundum of málgefin.
Einar: Hefur þú spurt þig hvers vegna Bankaráð hefur ekkert gert?.
Hlé-Guðm: Landráð er að reyna að koma landinu undir erlend yfirráð, er það ekki það sem ákveðnir stjórnmálamenn eru að reyna alla daga.
Allar stofnanir hafa stjórnskipurit til að fara eftir og starfslýsingar til handa starfsmönnum, ég efast um að í starfslýsingu Davíðs sé klausa um að hann fari með alræðisvald, og það er því Bankaráðs að svara þingnefndum en ekki Davíðs nema Bankaráð hafi beðið hann um að svara.
Auk þess er þetta rétt hjá honum, hann er settur undir lög um bankaleynd.
Er ekki rétt að spyrja sig um tilgang nefndarinnar, með að beina spurningum til tiltekins starfsmanns, er nefndin svona illa upplýst.
Hefur þetta nefndarfólk ekki kynnt sér lög um bankaleynd né þekkir til stjórnsýslunar í landinu.
Hvað er þetta fólk að gera á Alþingi, á það eitthvað erindi þangað inn?
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.12.2008 kl. 12:34
"Davíðs Oddssonar er þjóðar skömmin vegna Íraks", segir þú.
Það er eiginlega kjarni málsins. Davíð er nefnilega dálítill einræðisherra. Það hefur hann oftsinnis sýnt í gegnum tíðina. Því gerir maður ósjálfrátt ráð fyrir að hann sé samur við sig....... nefnilega einræðisherra í Seðlabankanum.
Anna Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 22:41
Og viðbót...... góð kveðja til þín.
Anna Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 22:42
Kæra Anna, held að þetta sé bara dæmi um einelti af grófari gerð, enda Samfylkingarliðið örvæntingarfullt í leit sinni að blóraböggli
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.12.2008 kl. 09:40
Davíð er ekkert skurðgoð fyrir mér, en sama hver á í hlut þá þoli ég ekki einelti gegn fólki.
Það virðist vera eitthvað ást / hatur samband á milli Davíðs og þjóðarinnar, þetta eru líka pólitísk löðurmenni að nýta sér til að koma á einstaklinginn Davíð höggi, og skjótast undan ábyrgð á eigin aðgerðum sem og aðallega aðgerðarleysi.
Atvinnupólitíkusarnir þola ekki að embættismaður skuli svara fyrir sig og benda þeim á þeirra eigin aðgerðar og getuleysi.
Það er djöflast á einum af þrem bankastjórum Seðlabankans, vegna þess að hann svarar rangfærslum Ráðherra sem eru að koma sér undan ábyrgð.
Mér er alveg sama hvort maðurinn sem er einn af þrem bankastjórum heitir Davíð eða eitthvað annað, mér finnst óþolandi að horfa enn einu sinni á stétt atvinnustjórnmálamanna ráðast á embættismann sem þorir að svara, og benda á ábyrgðina sem enginn í núverandi ríkisstjórn vill axla né kannast við.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.12.2008 kl. 10:24
Sammála því Einar, þjóðin á að fá að kjósa er vorar 2009, helst 13 Júní.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.12.2008 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.