Egilsstaðir vakna

Hef gert tilboð í nokkur hús á Egilsstöðum á undanförnum mánuðum, verðlagning á fermetrinn er svipuð og í sumum tilfellum hærri, en til dæmis í Hafnarfirði og á Suðurnesjum.

Verðlagning á leiguhúsnæði er oftast svipuð og á Höfuðborgarsvæðinu.

 Að verðleggja húsnæði út af markaði sem er helfrosin er afneitun staðreynda, en ekki mikil viðskiptavisk, nema vilji sé til þess að keyra allt í þrot til að gera yfirveðsettar eignir seljanlegar aftur.

Miðað við verðfalla á Áli um rífleg 60%, verðfalli í fisksölu um 40%, gjaldþrotahrinu fyrirtækja og atvinnuleysi, samhliða mikils rekstrarvanda hjá gullskipinu Norrænu og gríðarlegrar skuldsetningar sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, þá setur mann hljóðan.

Hljóðan vegna þess að ég skil ekki viðskiptaspekina, hélt alltaf að betra væri að sleppa út úr skuldafeni á sléttu, en éta upp eigið fé og eigur í von um betri tíð eftir áratug.

En það mun birta á ný og mörg sóknarfæri eru til staðar, gagnast samt engum að flýja staðreyndir.


mbl.is 25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að gera tilboð í ný hús eða nýbyggingar?  Þig langar ekki að búa á Reyðarfirði?  Á nýlegt einbýlishús þar sem er í leigu en samt til sölu.  Hafðu samband. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

þú kannski ert ekki að pæla í kostnaði við að byggja !!!   telur þú nýtt einbýli í Keflavík sem kostaði 46 milljónir að byggja eigi nú allt í einu að kosta 34 - 36 milljónir er það reyndin. það eru þúsundir nýbygginga um allt land og jú oft á tíðum allt of hátt verðlag sé litið til nærliggjandi sveitarfélaga, það liggur samt ljóst að þessi lækkun er miklu meiri en nokkurntíman álagning verktaka, hefur þú farið og kynnt þér kostnað við að byggja þ.e.a.s með öllum kostnaði. Ég þekki vel til og allir já allir sem byggt hafa undanfarinn tvö ár geta sagt að það er rándýrt að byggja nýtt hús " og ekki veit ég miðað við hækkanir undanfarið að það hreinlega sé mínus við að byggja" þannig að þótt bjartari tíð sé framundan og þig vanti ódýrt hús á Eigilst-ðum eða Reyðarfirði tel ég ekki viðeigandi að kasta fram svona frétt.

Gunnar Björn Björnsson, 15.12.2008 kl. 08:58

3 Smámynd: Hagbarður

Fasteignamarkaðurinn er venjulega á eftir með verðin. Sveiflast með mislangri töf m.v. hagsveiflur. Oftast er hægt að gera bestu kaupin þegar fyrirséð er að botni hagsveiflunnar er náð. Fasteignaverð á örugglega eftir að taka miklum lækkunum á næstu 24 mánuðum. Hagkvæmara að leigja núna og bíða átekta.

Hlutabréfamarkaðurinn sveiflast öðruvísi. Hann hefur í gegnum fyrri alheimskreppur eða á samdráttarskeiðum tekið að hækka 6 til 12 mánuðum áður en samdrátturinn nær að botna.

Hagbarður, 15.12.2008 kl. 09:02

4 identicon

Og hvað mundir þú telja eðlilegt verð á Eg í dag per ferm.?????  Og hvernig húsnæði ertu að leyta að???

(IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:14

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það sem ég er að benda á, er að engin eign er meira virði en það verð sem markaðurinn er tilbúin til að greiða.

Sé tilkostnaðurinn of mikill fyrir fjárhag verktakans, og hann kemur ekki til með að geta rekið eignina sjálfur ef hún ekki selst, er ráð að byggja ekki fyrr en búið er að selja eignina.

Málið snýst ekki um mínar þarfir, heldur yfirfjárfestingar í framkvæmdagleði sem byggðist á væntingum, en ekki á grunnvinnunni, markaðskönnun.

 Í dag er ráð að stofna félag til að reka og leigja eignir, lækka verð til að losna við skuldir og eða annað það sem þarf til að bjarga sér.

Allavega mun ekki eftir neinu að bíða.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.12.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gunnar

Svona til að svara þér, er ekki of lengi búið að þegja í þessu landi, eins og sést á fólki í fílabeinsturnum sem hefur vaðið áfram með stuðningi jábræðra og systra.

Vinur til vamms segir, en óvinur þegir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.12.2008 kl. 10:07

7 identicon

Ég er sammála Gunnari í því að fasteignaverð má ekki lækka og fara niðurfyrir kostnaðarverð byggingarinnar.  Það er allavega ekki hægt að kalla það eðlilegt verð eða eðlilega lækkun.  Það er kannski skiljanlegt að eldgömul hús við Öldugötu(veit um eitt ca. 140 fm) sem búið er að setja 120 miljónir á, lækki töluvert.  Einnig húsin í Vatnsendahverfi sem eru byggð fyrir 60-70 milljónir en hafa verið að seljast á yfir 100 millj. 

Hús í Keflavík sem kostaði 46 milljónir að byggja má helst ekki seljast undir því verði.  Það er allavega ekki eðlilegt.  Menn hætta þá að byggja úti á landi ef markaðurinn fer að meta húsin þar langt fyrir neðan byggingarkostnað.  Svo er auðvitað annað mál að það er ekki þörf á fleiri nýbyggingum neinsstaðar á næstunni.

Heiðrún (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 11:08

8 identicon

Sæll 

Ég er með 120 fm parhús til sölu á besta stað á Egilsstöðum á sanngjörnu verði. Ef þú hefur áhuga sendu mér þá línu.

Benjamín (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:23

9 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Þetta er hárrétt hjá þér Þorsteinn. Málið getur ekki verið einfaldara.

Rétt kaupverð á ÖLLUM vörum og allri þjónustu er sú upphæð sem einhver er tilbúinntil að reiða af hendi fyrir hana. Það er ekkert mál fyrir mig að verðleggja bílinn minn (sem er '94 módel af Corollu) á svona 2 milljónir vegna þess að hann

sé með svo merkilega sögu. En málið er að það vill enginn kaupa hann á meiri

pening en c.a. 15.000 kall. Þá eru 15.000 krónur rétt verð, en ekki 2 milljónir.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 18.12.2008 kl. 10:18

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Grimmur veruleiki Birgir, er að einkavæðing bankana og innkoma þeirra á lánamarkaðinn var illa hugsuð.

Fjármagn flæddi inn á markaðinn og fasteignasalarnir spiluðu á væntingar og vonir fólks, njótandi % af söluverðinu.

Sveitarfélöginn sem bundin eru af lögum um upphæð gatnagerðagjalda, fóru framhjá lögunum með útboðsaðferðinni, og sprengdu verðið upp fyrir heilbrigða skynsemi.

Byggingaraðilar sem sáu sóknar og gróðafæri í aukinni eftirspurn, brugðust við eins og eðlilegt var, og reyndu að anna eftirspurn, hvattir áfram af fasteignasölum sem töluðu upp verðið, því lánsfé var flæðandi út úr bönkunum.

Kaupendur fasteigna greiddu bara uppsett verð án þess að skoða hvað raunverulegur byggingarkostnaður var orðin lítill hluti verðs, en lóðarverð óeðlilega hár hluti, ásamt álagningu.

Útkoman er yfirverðlagt húsnæði, sem búið er að yfirveðsetja í byrjun gríðarlegs samdráttarskeiðs.

Því miður sé ég ekki annað en þetta endi með fjöldagjaldþrotum byggingaraðila, sem þíðir að eftir afskriftir skulda verða eignirnar loks seljanlegar, eða ára löngu frosti á markaði uns verðbólgan hefur etið upp verðgildi eignanna.

Fróðlegt að sjá hvað fasteignasalarnir, eru margir hverjir fljótir að skipta áherslum í rekstrinum, úr sölumennskunni yfir í Innheimtuaðilann, sem skiptir svo upp þrotabúunum á bak við luktar dyr.

Mér finnst sorglegt að sjá eignir fólks brenna upp, eftir græðgivæðingu stjórnvalda á hinum reglulausa markaði.

Í mínum huga eru Stjórnvöld ábyrg, það er þeirra að stýra samfélaginu í okkar umboði.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.12.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband