Skammist ykkar

Það er skammarlegt að lesa öll þessi skrif um mann, sem hefur ásamt ættingjum sýnum byggt upp viðskiptaveldi sem fjölmargir landsmenn vinna hjá, og hefur fært fjölmörgum landsmönnum meiri kjarabætur en verkalýðshreyfinginn hefur getað gert á áratugum.

Maðurinn hefur mætt hefur fyrir dóm og tekur sýna refsingu út eins og lög gera ráð fyrir, og ég tel hann mæta aftur fyrir dóm ef ákærur berast, hann flýr ekki land eða felur sig, og það ber að virða.

Það getur vel verið að hann hafi verið djarfur í viðskiptum, en hver hefur lagt fram kæru eða sannað á hann sök um hrun bankana.

Fólk sem nær árangri í viðskiptum og starfar innan ramma lagana, er það sem ber uppi þessa þjóð, og að saka það um að setja landið á hausinn eru lágkúrulegar nornaveiðar, til að forða hinum sem raunverulega sök bera, frá ábyrgð sinni.

Við kusum fólk til að stýra landinu og setja því reglur, þetta fólk fór að úthluta auðlindum okkar og sameiginlegum fyrirtækjum til fárra útvaldra, í stað þess að setja viðskiptalífinu reglur til að starfa eftir fyrst, þetta fólk hefur úthlutað sjálfu sér rífleg eftirlaun og ýmsar sporslur úr okkar vösum, þetta fólk hefur ausið miljörðum úr okkar vösum til reksturs stjórnmálaflokkana og í nefndarbitlinga, eða greiðslur fyrir stjórnarsetu í opinberum fyrirtækjum eftir flokkslínum.

Svo eltið þið Bónusfeðga eins og grimmir rakkar sem sigað er á lömb, og fornir heildsala fjendur þeirra feðga kætast yfir lýðnum, sem vill brenna og brjóta niður, þá sem brutu aftur gríðarlegt afætukerfi heildsala fortíðarinnar.

Það er öllum heimilt að stofna fyrirtæki og keppa á markaði, ef ykkur er svona illa við þessa menn þá verið heiðarleg og farið í samkeppni við þá, ef þeir eru svona vondir menn, hlýtur fólk að hætta viðskiptum við þá.

Eða er kannski auðveldara og skemmtilegra, að kasta fram ábyrgðarlausum fullyrðingu um sakir sem byggðar eru á getgátum, slúðri og hálfkveðnum vísum í véfréttarstíl hins kjarklausa baktalara og öfundarmanna.

Ég þekki þessa feðga ekki neitt, en enginn er sekur fyrr en sök er sönnuð, og skammist ykkar svo.


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... eitt veit ég þó af eigin reynslu að þessir menn hafa aldrei þolað samkeppni...beita allskonar bolabrögðum til að stöðva alla samkeppni... og fá aldrei nóg... upp undir 60% markaðshlutdeild á matvörumarkaði nægir ekki, nei þeir vilja meira... fleiri búðir, stærri búðir... og svo þegar þeir verða búnir að drepa alla samkeppni af sér, ráða þeir öllu sem þeir vilja, þar á meðal verðlagi út úr búðunum og hafa framleiðendur og birgja í hendi sér (eins og þeir hafa nú reyndar í dag)... vinnubrögð þeirra og sjónhverfingar varðandi verðkannanir í gegnum tíðina eru óþolandi...

... annars er ég bara til friðs  og gleðilegt ár Þorsteinn Valur...

Brattur, 31.12.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Efast ekki um að þetta eru fantar í viðskiptum og gefa ekkert eftir, en það sem ég er aðallega að benda á, er að á meðan menn brjóta ekki lög teljast viðskiptin réttmæt.

Löggjöfin getur hins vegar verið arfavitlaus og meingölluð, en ramma lagana verður að fylgja uns breyting hefur verið gerð á lögunum.

Maður les endalaust fullyrðingar í bloggheim um glæpastarfssemi þessara manna, en enginn leggur fram ákæru vegna þessara brota, og þangað til eru allar þessar upphrópanir marklausar.

Margt af þessu fólki er líka að skrifa rógburð undir dulnefni, enda virðist það ekki geta staðið við staf af því sem það er að fullyrða.

Það virðist vera sem Alþingi sé búið að vera sofandi undanfarin ár, enda er sú stofnun frekar orðin sem skopstæling af Breskum yfirstéttarklúbb, og afgreiðslustofnun fyrir Framkvæmdavaldið, en löggjafasamkoma í lýðræðisríki.

En gæfu og gleðilegt ár, til þín og þinna kæri Gísli

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.12.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband