Er þetta ekki kosningasvik

Það er ótrúleg upplifun að fylgjast með því hvernig kosningavefir MBL og RÚV hafa hampað L-listanum sem er löngu hættur við framboð og öllum öðrum framboðum en Lýðræðishreyfingunni

Ekki er minnst á framboð Lýðræðishreyfingar með öðrum hætti en sem framboðs Ástþórs Magnússonar eins og hann sé sjálfur í öllum sætum allra kjördæma, er ekki rétt að kynna Sjálfstæðisflokkinn sem framboð Bjarna Benediktssonar til samræmis.

Ekki er settur tengill á heimasíðu XP.IS en það er gert við alla aðra flokka og líka þá sem eru hættir, ef þetta er ekki brot á kosningarlögum þá er löngu komin tími á að skoða þau.

Finnst þetta vera verðugt verkefni fyrir ÖSE nefndina sem var að koma og ég verð að segja að þetta minnir á grófustu dæmi um opinbert einelti sem sést hefur í mörg ár, og jaðrar við skipulögð kosningarsvik að hætti einræðisríkja.

Skoðana myndandi skoðanakannanir eru birtar án þess að minnst sé á tilvist Lýðræðishreyfingarinnar og skipulega er gengið fram í að sverta og vinna gegn hreyfingunni á allan mögulegan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reyndi nú að finna þessa kosningasíðu Rúv, það gekk nú ekki vel. Þannig að skaðinn með þessum tengli getur ekki verið mikill. Annars sammála að menn ættu að gera öllum löglegum framboðum jafn hátt undir höfði... Hlustaði annars á foringja þinn tjá sig á Rás 2. Maður hefði haldið að tíma í útvarpi væri betur varið til að kynna málefnin, en að rífast í útvarpsmönnum! :)

Óli Ágúst (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:11

2 identicon

Jú síðan fannst og tengillinn með! :)

Óli Ágúst (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kæri Óli

Ég er sjálfur minn foringi, Ástþór Magnússon er bara einn af 126 sem eru í framboði hjá Lýðræðishreyfingu og það talar hver fyrir sig, enda hugmyndin að kjósendur raði fólki á listann eða stroki út eftir eigin vali.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband