Að spila á þjóðina

Samfylkingin og Vinstri Grænir eru að spila með kjósendur til að tryggja sér völdin og það virkar, þetta er svona vond lögga góð lögga leikur, annar flokkurinn með ESB en hinn á móti  þannig að þegar atkvæðin verða talin mun vera búið að blekkja þjóðina til að kjósa annað hvort með eða móti en svikamillan er sú að um ESB aðild verður sótt, það er bara verið að tryggja nægan meirihluta þingsæta.

Og eftir að viðræður eru hafnar og ESB fer að verja krónuna mun samningsferlið líða og þjóðinni boðið að vera á móti en greiða þá varnarkostnaðinn fyrir krónuna.

Þetta minnir mig á fiskveiðar þar sem öngullin er aðildarviðræður en beitan er vörn gengis í boði ESB.

Það er ekkert ókeypis í heiminum og við höfum kynnst góðvild Evrópu er við fórum á hnén.


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað vilt þú? Eigum við að segja upp EES samnignum - við uppfyllum ekki skilyrði hans í dag? Viltu fá toll yfir allan okkar útflutning fyrir utan að geta ekki lengur unnið í ESB þegar þú vilt, eða menntað þig, millifært??

Menn verða að ákveða sig. ESB er hagsmunabandalag og skiljanlega gengur það ekki gegn hagsmunum aðildarþjóðanna

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Getur þú þetta í dag, og hver er að tala um uppsögn samnings?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband