Skelfilegt aðgerðaleysi

Það er skelfilegt aðgerðaleysið og að því er virðist ráðaleysi stjórnvalda, vinstri græn og samfylkingin eru að spila með þjóðin í leiknum vond lögga og góð lögga, vinstri græn á móti ESB en samfylkingin með ESB, þannig er verið að sópa saman báðum fylkingum til að tryggja nægan meirihluta á þingi fyrir aðildarumsókn, því engar aðrar lausnir virðast vera í sjónmáli þessa fólks en að grasið sé grænna hinumegin lækjarins sem er í þessu tilfelli Atlandshafið og þar bíða hinir góðu Bretar sem vilja hjálpa okkur inn í ESB og ná þannig aftur því sem þeir töpuðu í þorskastríðunum forðum daga.

Sá hlær best sem síðast hlær.

Hryðjuverkalög og gunguskapur vinstri manna virðist vera blandan sem ESB klúbburinn beið eftir til að geta gert heila þjóð að hælisleitendum hjá ESB.

Eflaust er það mörgum ljúft að kyssa vöndinn en fyrir mér er það sem kistulagning að ganga þess leið, það hafa verið eftirsóttir Íslenskir starfsmenn vegna getu þeirra og frumkvæðis í vinnu og hvergi er jafn mikil grasrót í nýsköpun og hér hefur verið, innan regluverks ESB hefur regluverkið drepið niður nánast allt frumkvæði og mun með tímanum gera það sama hér.

Sé það vilji meirihlutans að ganga þessa vegferð afturábak verður svo að fara en að fórna frelsinu fyrir væntingar er fyrir mér of mikið gjald, við erum búin að fórna eigunum á altari væntinga er það ekki nægt gjald.


mbl.is Fjórfalt fleiri í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu... ég var á Nasa í gær og reyndi að kalla á þig eftir að fundi lauk en þú heyrðir ekkert í mér :)

Ætlaði bara að heilsa upp á þig og segja þér að mér fannst þú standa þig alveg glimmrandi vel

Heiða B. Heiðars, 23.4.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ekki furða Heiða því ég er í Suðurkjördæmi en ekki Reykjavík suður, þannig að það var ekki ég sem var þar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.4.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

úbbbs! hver var þetta?

Heiða B. Heiðars, 23.4.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála.

baráttukveðjur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held að Guðbergur Grétar Birkisson hafi verið þarna

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.4.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband