Þannig fór það

Nú er lokið kosningum þetta árið og þjóðin hefur valið þann málflutning sem henni líkar við og það virði ég að sjálfsögðu, ég er samt ekki sáttur við vinnubrögð RÚV og fleiri sem unnu markvist gegn framboði lýðræðishreyfingar, en fyrir mér var persónan Ástþórs Magnússonar sem var efstur í kjördæminu Reykjavík norður greinilega aðal ástæða þess að starfsmenn RÚV vinna svona til að verja og hefna árása á sinn yfirmann.

Markvisst var unnið að því að gera þessa tilraun til að bjóða fram óraðaða lista 126 einstaklinga sem gætu virkað sem persónukjör, að tortryggilegu framboði á safni furðufugla sem væru leppar hins ofurmagnaða Ástþórs Magnússonar samkvæmt túlkun RÚV.

Greinilegt að við hin 125 á framboðslistunum erum álitin skoðana og viljalausir einstaklingar, einskonar minniháttar manneskjur að mati fréttamanna.

Sjálfur gekkst ég inn á að fara í framboð og kynnti mín viðhorf án þess að sölupakka orðum mínum á neinn hátt, vitandi að annaðhvort fengi ég stuðning eða yrði hafnað eins og kosningar gera ráð fyrir.

127 atkvæði sem er 0,48% atkvæða í suðurkjördæmi telst höfnun á þeim viðhorfum og leiðum sem ég kynnti  sem persóna fyrir kjósendum og fel mig ekki á bak við flokk með samræmdan málflutning, tel mér samt það til málsbóta að þetta var eins manns barátta án fjármagns í kjördæminu.

Ég er að sjálfsögðu ósáttur við útkomuna en fyrir mér var það að kinna nýja leið til uppröðunar á ónúmeruðum framboðslista aðalatriðið og að fá svo fólk til að raða sjálft á lista eða strika út, boðskapurinn um útstrikanir virðist hafa skilað sér en bara verið nýttur á öðrum listum.

En svona virkar kosningakerfið, kjósendur eiga að hafa fjölbreitt val og fréttamenn eiga að starfa sem hlutlausir flytjendur staðfestra upplýsinga til að ákvarðanataka sé byggð á réttum upplýsingum.

Nú hefst vegferðin inn í ESB og við sem töpuðum kosningunum verðum bara að sætta okkur við val meirihlutans og taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er.

Boðskapurinn um uppgjör skulda og uppbyggingu innanlands er greinilega talin rugl og þá tek ég því og held áfram.

Þakka þeim sem kusu mig stuðninginn og óska Borgarahreyfingunni til hamingju með árangurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Sæll Þorsteinn... að mínu viti þá var Ástþór allt of áberandi fyrir framboðið... raddir ykkar hinna hefðu nauðsynlega mátt heyrast...

Í raun leit framboð Lýðræðishreyfingarinnar út sem eins manns framboð... því miður...

Annars góðar kveðjur til þín... það er gott að enn er til fólk eins og þú sem vill skipta sér af hlutunum og stuðla að réttlátara þjóðfélagi...

Brattur, 26.4.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er rétt hjá þér að ákvörðunin um að láta Ástþór vera talsmann í Reykjavík norður gaf fréttamönnum tækifæri til að kenna framboðið við hann og sökum þess að hann mætti of oft sem talsmaður í sjónvarp studdi það við bullið í þeim.

Við hefðum átt að dreifa tíma í sjónvarpi meira á milli talsmanna kjördæmanna.

Það er erfitt að berjast bæði við flokks og blaðamannaveldið á sama tíma, og sérstaklega þegar blaðamannaveldið skilur ekki að hægt sé að vera í framboði án þess að einhver sé kosin formaður eða sameiginlegur talsmaður, þeim hugnast það ekki að hafa margar skoðanir innan sama framboðs.

Allavega er ég sáttur, varð við áskorunum um framboð og get alveg tekið höfnun á skoðunum mínum frá hendi kjósenda.

Hef trú á einstaklingsframboðum innan svona hreyfingar, styrkir lýðræðið og mun drepa flokkseigendafélögin með tímanum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.4.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þorsteinn Valur.

Góður pistill.

Fjölmiðlarnir eru fastir i pytti formannaskilgreiningarinnar sem formerki lýðræðis, það á eftir að breytast að mínu viti, þegar fram líða stundir.

baráttan i þessu efni er rétt að byrja.

góð kveðja. Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.4.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband