Skilningsleysi

Það er merkilegt hvað margur á erfitt með að skilja út á hvað þetta gengur, hreyfingi opnar leið fyrir einstaklinga til að fara í framboð án flokksfjötra og þá geta landsmenn valið sér persónur á þing.

Í dag er fólk að velja af flokkslista og oft þingmenn sem fólk hefur bara séð á mynd og heyrt fara með staðlaða frasa flokksins en í raun ekki heyrt neitt um raunverulegar skoðanir frambjóðanda, og svo þegar frambjóðandinn er kominn á Alþingi og fer að starfa kemur annað í ljós en fólk hélt að það væri að kjósa á þing.

Ég tala um jakkaföt og dragt því er ekki verið að kjósa staðlaða innpakkaða vöru frá flokkunum í raun, en ekki vitað um raunverulegt innihaldið í sölu umbúðunum.

Að velja einn mann úr 126 manna hópi frambjóðenda lýðræðishreyfingarinnar til að ráðast á í sífellu hélt ég að væri einelti og merkilegt hvað víðtæk þátttakan er.

Skilningsleysi fólks á því hvað þetta framboð gerði er undrunarvert, persónukjör er komið á koppinn, margur hefur opnað augun fyrir hlutdrægri og oft skaðlegri umfjöllun fjölmiðla, prófkjörin eru á fallandi fæti, sjálftaka flokkana á almannafé og kostun fyrirtækja á þingmönnum er komin upp á yfirborðið og það má lengi telja upp hvað miklu þetta framtak breytti til hagsbóta fyrir þjóðina.


mbl.is Lýðræðishreyfingin líklega fram á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Þorsteinn Valur.

Spurningin snýst nefnilega um traust.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2009 kl. 02:17

2 Smámynd: Landfari

Það sýnir best hvað Ástþór er sterkur karakter að hann skuli ekki láta bugast af öllu þvþí einelti sem hann hefur mátt þola af ólíklegasta fólki.

Ástþór er sennilega svolítið langt á undan okkur flestum og ég skil hann ekki alltaf. Þó verð ég að segja að hann kom með, að mínu mati, langbestu tillöguna um aðgerðir í atvinnumálum þá loksins hann sást í sjónvarpinu.

Landfari, 28.4.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband