Sök bæjar og sveitarfélaga

Sök bæjar og sveitarfélaga er mikil á þeirri uppspennu lóðaverðs sem átt hefur sér stað undanfarin ár og kominn tími á að loka fyrir græðgivæðinguna með endurskoðaðri lagasetningu um gatnagerðagjöld.

Það er reynsla mín að innan bæjar og sveitarfélaga sé rík tilhneiging til að komast fram hjá lögum sem og öllum hindrunum er löggjafinn hefur sett í gegn um árin, þ.e.a.s ef slíkt hindrar aðgang að tekjumöguleikum eða hindrar kostnaðarfærslur á móti tekjum sem og endurgreiðslur á VSK.

Eitt gleggsta dæmi undanfarinna ára er útboð lóða til að komast framhjá kröfunni um að gjaldtaka sé ekki meiri en framlagður sannanlegur kostnaður við framkvæmdina.

Með því að bjóða út lóðir, tókst bæjar og sveitarfélögum að komast framhjá lögum og afla tekna sem voru langt umfram sannanlegan kostnað við gatnagerð, afleiðingarnar urðu einfaldlega þær að miljónatuga fjárhæðum var velt inn í fasteignaverðið sem rauk upp.

Í dag sitja kaupendur fasteigna eftir með sárt ennið og nánast tómt veskið, því lánin sem voru tekin til að greiða uppsprengt lóðaverð eru komin úr böndunum og svo koma bæjar og sveitafélöginn sem sprengdu upp lóðaverðið í upphafi og krefja um fasteignagjöld, auk þess sem von er á miklum eignaskattshækkunum frá ríkisstjórninni sem þjóðin kaus sjálfviljug yfir sig.

Ég vona að kjósendur krefji bæjarfulltrúa svara við næstu bæjarstjórnakosningar um störf þeirra og láti ekki hefðbundið kosningaskjall og sýndaraðgerðir villa um fyrir sér eða láti hina hefðbundnu uppröðun flokkana á framboðslista samkvæmt ættfræði ráða úrslitum, slík vinnubrögð eru ekkert nema spegilmynd á aðferðum mafíunnar við uppröðun innan eigin raða en Íslenska flokkskerfið er nánast spegilmynd af þeirri starfssemi.

Flokkarnir hafa með ættarröðun á framboðslista tryggt sér atkvæði þó viðkomandi einstaklingar á listum hafi litlar sem engar líkur á að komast til áhrifa, múðurgreiðslur eða kostun fyrirtækja á einstaka frambjóðendum með fjárframlögum sem og allskyns afsláttum, óeðlilegri greiðvikni og boðsferðum er ljótur blettur sem þarf að komast fyrir og fylgir flokkskerfinu.

Við verðum að komast út úr þessu spillta og siðblinda umhverfi sem við höfum látið lifa of lengi með  því að standa fyrir persónukosningum, kannski er samt eina leiðinn að ganga í Evrópusambandið til að komast undan Íslenskum flokksmafíum.

 


mbl.is Engin eftirspurn eftir lóðum sem stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband