Maður verður niðurlútur af skömm

Maður skammast sýn fyrir ráða og getuleysið meðal kjörinna fulltrúa, ég vonaði að þjóðin væri hætt að sætta sig við tungufossa og væntinga sölumenn á löggjafasamkomuna alþingi en þjóðin kaus enn aftur að kjósa yfir sig sömu gömlu ráðalausu einstaklingana.

Svo kemur Eva Jolyn og spyr svona svipaðra spurninga og barnið gerði í ævintýrasögunni um nýju fötin keisarans.

Er hugleysið orðið algert, er búið að rækta upp getuleysi og ákvarðanafælni meðal þeirra sem til ákvarðanatöku eru kjörnir, er hræðslan við flokkinn og flokksvaldið sterkari en eiðurinn sem kjörnir þingmenn sverja að loknum kosningum.

Hvar er æra og heiður þeirra sem sverja þennan eið, en lúta svo flokksvilja í kjölfarið frekar en að halda sinn eið til þjóðarinnar.

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já - því miður er þetta svona og ástæðan er SPILLING.  Sillingin er innan allra flokka, í allri yfirstjórn ríkisins, sveitarfélaganna og einokunarfyrirtækja eins og banka, tryggingarfélaga, skipafélaga útgerð o.s.frv.  Því miður þarf að losna við allt þetta fólk úr kerfinu en það er líklega ógerningur.  Við erum Íslendingar erum einfaldlega búin að koma okkur svona skelfilega fyrir sökum græðgi, siðleysis og heimsku.  Ég efast meira að segja um að Eva geti reddað þessu.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek sannarlega undir lokaorð þín í annars ágætum pistli.

Sigurður Þórðarson, 1.8.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Þorsteinn, því miður virðist sem þú hafir 100% rétt fyrir þér.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar stórt er spurt........

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 12:32

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir góða og þarfa hugvekju!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.8.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér þína hreinskilni, Þorsteinn nafni!

Jón Valur Jensson, 1.8.2009 kl. 18:43

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hárrétt Þorsteinn Valur, mæltu manna heilastur.

Við tvö reyndum í síðustu þingkosningum að opna augu fólks, og bjóða upp á annan valkost, en flokksræðið, fyrir það átt þú minn vinur heiður og þökk.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þakka ykkur öllum lesturinn, lítið bloggað vegna sumaranna við hreinsunar og lagfæringa eftir framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu.

Við tökum bara harðar á þessu næst Guðrún María.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.8.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband