Leyfðu þjóðinni að kjósa

Það eru komnar yfir 53.000 áskoranir um kosningu meðal þjóðarinnar um Icesave samninginn herra forseti.
Leyfðu þjóðinni að kjósa sjálfri, það verður engin friður í samfélaginu án þess og það er undirstaðan fyrir velfarnaði að friður haldist og sátt náist.
Þingmenn okkar hafa persónulega þegið miljónir og sumir miljónatugi frá fyrirtækjum samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunar, ofan á hundruð miljóna sem streyma úr ríkissjóð til reksturs flokkana.
Þetta fólk er rúið trausti og trúverðugleika, því verður þjóðin sjálfa að fá að ákveða örlög sýn til að friður haldist.
mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held, Þorsteinn Valur, að við verðum að samþykkja þá afarkosti sem felast í því að greiða fyrir Icesave sukkið.  Að öðrum kosti förum við mun meiri kollsteypi og náum okkur e.t.v. aldrei á lappirnar á ný.  Ég er sammála þér í því að þetta er ekki réttlátt, en af tvennu illu er það skárra betra.

núll (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er þjóðarinnar að ákveða sýna þungu hlekki en ekki kostaðra þingmanna.

Mín fjögurra manna fjölskylda mun bera 8.616.000 vegna Icesave auk allra annarra skulda sem sveitastjórnir hafa hlaðið upp í mesta góðæri sögunnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.1.2010 kl. 14:02

3 identicon

Forræðishyggja er ekki endilega góð, en í þessu máli gæti ég trúað, án þess að fullyrða að ég viti betur en aðrir, að við verðum að láta hugsa fyrir okkur og samþykkja samningana.  Því miður.

núll (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:38

4 identicon

hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri

1 fullt túngl

2 löng helgi

Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:25

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Núll

Það er óþarfi að hafa svo lítið sjálfsmat að telja aðra þér hæfari til að ákveða framtíð þína, auk þess er rétt að fylgja lögum og greiða eins og þau krefja en ekki annað.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.1.2010 kl. 01:57

6 identicon

Síðasta færsla mín hefur ekkert með sjálfsmat mitt að gera.  Frekar hægt að segja að ég hafi orðað hlutina klaufalega.  Það sem ég á við, er að mér sýnist við vera nauðbeygð að samþykkja þessa samninga, því að fyrri ríkisstjórn gerði í brækurnar og lagði línur fyrir þeim gjörningi sem samningarnir eru.  Samningurinn hefur svosem breyst í meðförum, en er engu að síður staðreynd sem við sitjum uppi með.  Ef við hins vegar ætlum að afneita honum, líða fjölmargir mánuðir án aðgerða og við sökkvum dýpra á meðan, örugglega á botninn og þaðan verður varla aftur snúið....

núll (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:32

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Núll

Þessi þjóð hefur alla burði til að taka eigin ákvarðanir og mun að sjálfsögðu fara að lögum, en það á ekki að samþykkja upp setta drápsklafa til þess eins að komast inn í ESB þó einstaka stjórnmálamanni liggi mikið á að reisa sér mynnisvarða.

Við höfum val og eigum að nota það, enda okkar réttur.

Íslendingar eiga að greiða sýnar skuldir en ekki samþykkja ofurkosti sem munu gera okkur að vanskilaþjóð í framtíðinni og láglaunaþræla fyrir ESB hagkerfið.

Mér þætti svo vænt um það ef þú sýndir sjálfum/ri þér þá virðingu að skrifa undir nafni

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.1.2010 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband