Þó fyrr hefði verið

Hvað lengi lætur liggjandi maður sparka í sig án þess að grípa til varna, er ekki tími til kominn að verjast endalausum árásum á verk í vinnslu og framtíð Suðurnesja.
Það gefur enginn ykkur eitt eða neitt án baráttu, sagan sannar það.

Að loka flugvellinum friðsamlega gefur sterk skilaboð, þó fyrr hefði verið.


mbl.is Hótar að loka leiðum til flugstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Eina sem það gerir er að fá fólk upp á móti málstaðnum og samtökunum, hví á það að bitna á venjulegu fólki sem ekki er að eins og þú segir "að sparka í liggjandi mann" þegar fólki sem er að sparka sleppur alveg með skrekkinn?

Baráttan er ekki réttmæt þegar hún bitnar á saklausum, það á að taka baráttuna til þeirra sem standa að vandamálinu!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.10.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er meira í húfi en tímabundin óþægindi fárra

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 10:17

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Suðurnesjamenn" eru vælukjóar og frekjur. Leggja ekkert annað af mörkum en að betla. Þeir ættu að hypja sig burt ef þetta er svona slæmt hjá þeim. Það kom þeim enginn þangað nema þeir sjálfir. Hrunið lendir á okkur öllum jafnt. "við munum öll við munum öll deyja" svo snúið sé útúr Bubba. Í guðanna bænum lokiði flugstöðinni, það þarf einmitt að flytja alþjóðaflugvöllinn af þessum útnára.

Gísli Ingvarsson, 5.10.2010 kl. 10:59

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er meira í húfi en tímabundin óþægindi fárra

Ekki ef viðkomandi missir af flugi og situr uppi með kostnaðinn!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.10.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband