Vel orðuð hugsun og góð

Ég ætla að leyfa mér að birta hér orð Ómars Geirssonar. 

,,Ég segi bara, velkominn til liðs við Hreyfingu lífsins.

Við vitum hvað við viljum, við viljum lifa, lifa af þessa kreppu sem fólk, sem manneskjur, og við vitum að samúð og samhygð er límið sem heldur samfélögum fólks saman.

Við vitum að maðurinn fæddist frjáls, og vill fá að lifa frjáls þó hann verði að beygja sig undir reglur samfélagsins. En þær reglur eiga ekki að þvinga eða kúga, ofstjórna eða þrúga, þær eiga að snúast um grunngildi og þjóna þeim markmiðum að viðhalda friði og stöðugleika.

Siðaður maður með siðaða lífsskoðun þarf ekki svo margar reglur, hann þekkir muninn á réttu og röngu, og ef athafnasemi hans byggir á þeim gildum, þá fylgir henni gróska og gróandi, öllum til heilla.

Við ofreglum ekki samfélagið til að bregðast við afbrigðilegri hegðun, það er tekist á við hana þar sem hún er, en ekki gengið út frá því að allir séu afbrigðilegir og þurfi hið stranga regluverk.

Það rekur enginn búð sem gengur fyrirfram út frá því að allir sem inn koma séu þjófar, en ekki viðskiptavinir. Vissulega er sú parnója til en henni er sjálfhætt þegar síðasti viðskiptavinurinn hverfur á braut. Vitur búðareigandi tekst á við þjófinn, reynir að verjast hegðun hans, reynir að sjá hann út. En glíman er á milli hans og þjófsins, ekki hans og viðskiptavinarins.

Eins er það heilbrigt samfélag, það gengur út frá því að allt sé í lagi þar til annað kemur í ljós. Það er þjóðfélag réttrar hegðunar en ekki þjóðfélag lögfræðinga, það er þjóðfélag gagnkvæmra viðskipta þar sem báðir hafa hag af, en ekki siðlausra hegðunar þar sem allt er leyfilegt, ef það er ekki sérstaklega bannað.

Sem endar í því að allt má ef af því hlýst gróði.

Hagfræði lífsins segir að rétt ákvörðun á hverju vandamáli sé sú sem veldur ekki öðrum skaða. Einföld hugsun sem opnar nýjar víddir í þróun samfélaga.

Því átakferlin hverfa smátt og smátt þegar hagur allra er að láta samfélagið vaxa og dafna.

Þannig veður þjóðfélag 21. aldar, eða það verður ekkert þjóðfélag.

Því hagfræði dauðans er komin á endastöð, átakaferlin sem hún skapar er komin á það stig að allt er að fara í bál og brand, og enginn sér sér hag í friðnum, allir urra á hvorn annan, vopn eru skekin, skildir brýndir.

Þetta er svo einfalt Óskar, við þurfum aðeins vilja þetta og hitt kemur að sjálfu sér, þar á meðal þessi hugsun orðuð á þann hátt að aðrir skilji.

Ég er aðeins að byrja að orða hana, milljónir eiga eftir að gera það miklu betur, og milljarðar eiga eftir að skilja.

En á meðan þarf einhver að byrja."

Stundum orða aðrir manns eigin hugsun svo vel að litlu er við að bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband