Fordómafullur og Rasisti

Eftir því sem maður les meira um átök milli ólíkra trúarbragða og menningarheima, virðist maður taka eindregnari og harðari afstöðu gegn eða með einhverju málefni eða skoðun, Ein er sú skoðun sem er kölluð af sumum (Navíismi eða bara einfeldnings stefna), aðal einkenni hennar er sögð vera, eftirgjöf Vestrænna gilda um réttindi fólks og aðlögun að menningarheim Múslima, ásamt siðum.

Kannski er þetta raunhæf friðarleið og í anda rómantískra Kristinna gilda draumhyggju, en hér er svona yfirlit um ástandið hjá vinum okkar í Sádi Arabíu : http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=2356

Kannski er ég svona fordómafullur og rasisti, en ég vill ekki aðlagast að þessum viðhorfum né bjóða dætrum mínum upp á svona samfélag.

Það hlýtur líka að vera þannig, að eftirgjöf siða og gilda virki á báða aðila.

Um klæðaburð kvenna : http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1980


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Skoðanir sem byggjast á þekkingu eru ekki fordómar. Jafnvel þótt þær séu ekki þóknanlegar öllum.

Gestur Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 10:39

2 identicon

Ég er að lesa bókina íslam og navíistar. Hún segir svo sem ekki neinn nýjan sannleika fyrir mér því ég bjó í 4 ár í einni mestu arapa borg í Evrópu (Malmö) og maður varð að passa sig úti á götu að vera t.d. ekki að horfa á konurnar þeirra, passa að horfa ekki á þá sjálfa vegna þess að það var misskilið sem fjandskapur og fleira í þessum dúr. Hverfið Rósengord breyttist á þessum stutta tíma úr hverfi sem maður gat gengið um óhræddur í það að vera hverfi sem norðurlandabúar hættu sér ekki inn í eftir að skyggja tók. Ég eignaðist vin frá íran sem bauð mér á árshátið Írana í Malmö, ég þáði boðið en þegar líða tók á skemmtunina þá var mér farið að líða illa. ég var færður til þar sem einhver kona sat of nálægt mér og svo komu að mér nokkrir rétt á eftir og tóku mig á eintal og gerðu mér grein fyrir reglum sem ég bara hreinlega gat ekki sætt mig við og fór.

Valsól (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband