Grín að láni

1. 

Tvær konur eru að bíða á biðstofunni við Gullna hliðið og eru að bera saman sögurnar af því hvernig þær dóu. Sú fyrri segir: “Ég fraus til bana.”
“En hræðilegt,” segir hin, “að frjósa til bana. Það hlýtur að hafa verið kvalarfullt?”
“Ekkert svo,” segir sú fyrri, “þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju. Loks dettur maður bara út. Hvað með þig? Hvað gerðist?”
“Ég fékk hjartaáfall. Mig var búið að gruna manninn minn lengi um framhjáhald og ákvað að koma snemma heim úr vinnunni einn daginn. En þegar ég kom heim, sat hann bara inni í stofu og horfði á sjónvarpið.”
“Nú?” spyr sú fyrri. “En hvað gerðist?”
“Ég var alveg viss um að það væri önnur kona í húsinu, svo ég hljóp um allt að leita. Upp á háaloft, niður í kjallara, inni í alla skápa og undir öll rúm. Ég hélt þessu áfram þar til ég var búin að kemba allt húsið. Þegar því var lokið var ég svo örmagna að ég hné niður, fékk hjartaáfall og dó.”
“Hmm,” segir sú fyrri, “leitt að þú skyldir ekki kíkja í frystikistuna.
Þá værum við báðar á lífi.”

 

2. 

Gamall maður sat á bekk í Kringlunni þegar ungur maður með hanakamb settist hjá honum. Hárið hans var gult og grænt með appelsínugulum og purpuralituðum strípum og hann var með málaðar augabrúnir.
Gamli maðurinn starði í forundran á unga piltinn í nokkrar mínútur. Strákurinn varð órólegur og spurði þann gamla:
Hvað er þetta eiginlega, hefur þú aldrei gert neitt villt um dagana?
Gamli maðurinn svaraði: “Jú reyndar, ég datt einu sinni allhressilega í það og hafði kynmök við páfagauk. Ég var bara að velta því fyrir mér hvort þú gætir verið sonur minn”.

3.

„Hæ, elskan! Þetta er pabbi. Er mamma þín þarna?“

„Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Sigga frænda.“

„En þú átt engan Sigga frænda,“ sagði pabbinn eftir smáþögn.

„Víst, og hann er núna uppi í herbergi með mömmu!“

„Úff, ókei ... mig langar að biðja þig um að gera svolítið fyrir mig. Settu símtólið á borðið, hlauptu upp, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og segðu að pabbabíll sé að keyra upp innkeyrsluna.“

„Allt í lagi, pabbi!“

Nokkrum mínútum síðar kom litla stúlkan aftur í símann og sagði: „Ég gerði það sem þú baðst mig um, pabbi.“

„Og hvað gerðist?“

„Sko, mamma hoppaði allsber upp úr rúminu, hljóp öskrandi um, síðan datt hún um teppi og flaug út um gluggann! Ég held að hún sé dáin.“

„Guð minn góður, en hvað með þennan Sigga frænda?“

„Hann varð voða hræddur og stökk allsber út um gluggann. Hann lenti á botninum á lauginni og hefur verið búinn að gleyma því að það var verið að hreinsa hana og ekkert vatn í henni. Ég held að hann sé líka dáinn.“

Löng þögn. Síðan sagði pabbi: „Sundlaug? Er þetta ekki sími 524-3210?“ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú lagðir eitt grínið inn...... sefurðu með hin tvö undir koddanum ? 

Anna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:11

2 identicon

þessir voru góðir heheh

takk fyrir kveðjuna.

Alltaf gaman að sjá þið fylgist með en kossar og knús austur Villa og villingarnir á Sunny beach

Villa (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.2.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband