Grínið í dag

Grænmeti

1 

Þrír lögfræðingar og þrír verkfræðingar ætluðu með lest á ráðstefnu.

Á brautarstöðinni keyptu lögfræðingarnir þrír hver sinn miða, en verkfræðingarnir þrír bara einn. "Hvernig ætlið þið þrír að ferðast á einum miða?, spyr einn lögfræðinganna. "Við skulum bíða og sjá til", svarar einn verkfræðinganna.

Þeir fara um og lögfræðingarnir setjast hver í sitt sæti en allir verkfræðingarnir troða sér inn á salernir og læsa að sér.

Skömmu eftir að lestin leggur af stað gengur lestarstjórinn um og safnar saman farmiðum.


Hann bankar á dyrnar á salerninu og segir: Miðann, takk. Örlítil rifa opnast og handleggur réttir miðann út um rifuna.

Lestarstjórinn tekur miðann og heldur áfram.

Lögfræðingarnir sjá þetta og fannst þetta að sönnu snjöll hugmynd.

Að ráðstefnu lokinni hugðust þeir feta í fótspor verkfræðinganna, kaupa bara einn miða og spara pening.

Þegar þeir koma á brautarstöðina kaupa þeir einn miða en sjá sér til mikillar furðu að verkfræðingarnir kaupa alls engan miða. "Hvernig ætlið þið eiginlega að ferðast miðalausir, spyr einn lögfræðinganna.

Við skulum sjá til, svarar einn verkfræðinganna.

Þegar þeir koma um borð troðast lögfræðingarnir inn á salerni og verkfræðingarnir þrír inn á annað við hliðina.

Skömmu síðar laumast einn verkfræðingurinn út af salerninu, bankar hjá lögfræðingunum og segir: Miðann takk?

 

2


Lögfræðingur og ljóska sitja hlið við hlið í flugvél, lögfræðingurinn stingur uppá að þau bregði á leik á leiðinni. 

Ljóskan er þreytt og vill frekar sofa, en lögfræðingurinn er þrjóskur og tuðar í ljóskunni.

Hann útskýrir: "Sko, ég spyr þig spurningar og ef þú veist ekki svarið, þá borgar þú mér og svo öfugt." Aftur afþakkar ljóskan og reynir að sofna.

En lögfræðingurinn gefst ekki upp svo hann gerir henni tilboð: "Allt í lagi, í hvert skipti sem þú veist ekki svarið þá borgar þú mér 500kr en ef ég veit ekki svarið þá borga ég þér 50.000kr, ha hvernig líst þér á það." Þetta hljómar vel og ljóskan samþykkir að taka þátt.


Lögfræðingurinn spyr: "Hvað er langt frá jörðunni til tunglsins?" Ljóskan þegir, teygir sig í budduna sína og réttir honum 500kall.

En svo spyr ljóskan:" Hvað fer uppá fjall með þrjá fætur en kemur niður með fjóra?"Lögfræðingurinn horfir á hana alveg kjaftstopp.

Hann tekur upp fartölvuna sína og fer að leita á netinu, mailar á vini sína en allt kemur fyrir ekki.

Eftir klukkutíma eða svo játar hann sig sigraðan og borgar henni 50.000kall, ljóskan tekur peninginn og fer að sofa.

Lögfræðingurinn er nú ekki alveg sáttur við þessi málalok og hnippir í ljóskuna og krefst svars við þessari spurningu.

Ljóskan snýr sér að honum teygir sig í budduna sína og réttir honum 500kall.

3

Kúreki sem var búktalari, kemur gangandi inn í smábæ og sér þar indíána sitjandi á bekk.

Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali við hann?

Indíáni: Hundur ekki tala.

Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það?

Hundur: Ég hef það fínt !

Indíáni: [Undrunarsvipur]

Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]

Hundur: Jamm.

Kúreki: Hvernig fer hann með þig?

Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig niður að vatninu einu sinni í viku og leikur við mig.

Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]

Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?

Indíáni: Hestur ekki tala.

Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?

Hestur: Komdu sæll kúreki.

Indíáni: [Undrunarsvipur]

Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]

Hestur: Jamm.Kúreki: Hvernig fer hann með þig?

Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer reglulega í útreiðartúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.

Indíáni: [Gjörsamlega hissa] 

Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.

Indíáni: Kind ljúga.

 Porn-Magnet

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góðir !  Sá fyrsti bestur. 

Anna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Hagbarður

Góður!

Hagbarður, 28.2.2008 kl. 21:06

3 identicon

Góður, góður og kind ljúga, he he

Valsól (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband