Virkilega hlutdræg fréttamennska og villandi

Þessi frétt er virkilega hlutdræg, villandi og ekki góðri fréttamensku sæmandi, þetta er líkara áróðri en féttamensku.

Þeim orðum mínum bendi ég á til stuðnings eftirfarandi orðalag úr frétt : Hart var barist milli meðlima Hamas hryðjuverkasamtakanna og Ísraelskra hermanna.

Fyrir mér er svona frétt ekkert nema hugsanalaus þýðing á áróðurstilkynningum annars aðilans, og í stað þess að láta lesandanum eftir að mynda sér skoðun út frá kinningu á sjónarhóli beggja deilenda, er annar aðilin kynntur sem hryðjuverkasamtök.

Morgunblaðið ætti að hafa meiri sjálfsvirðingu en þetta, og meiri metnað sem fréttablað.

 


mbl.is Harðir bardagar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé ekki vandamálið ?

Hvað eru Hamas annað en hryðjuverkasamtök ?

Aldrei annað í kortunum hjá þeim nema hryðjuverk.

Live with it !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Birgir

Það er lesandans að taka afstöðu með eða móti, en fréttamannsins að færa lesandanum eins réttar upplýsingar og hann getur fengið, frá báðum deilendum sem og eftir öðrum leiðum.

Sjáir þú ekkert rangt við svona einhliða áróður, þykir mér það leitt, en miðað við þína fullvissu um Hamas samtökin, hefur þú kynnt þér málið mjög vel.

Við hin viljum kannski fá að hugsa sjálfstætt líka.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.1.2009 kl. 10:14

3 Smámynd: corvus corax

Eins og aðrir íslenskir fjölmiðlar hefur Morgunblaðið hvorki sjálfsvirðingu né metnað og hefur aldrei haft ...því miður.

corvus corax, 4.1.2009 kl. 10:25

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Þorsteinn: Auðséð er að um beina þýðingu er að ræða, það eru engin átök milli aðilja, annar er að ráðast á hinn í hemdarskini, Hamassamtökin eru skilgreind af USA sem hryðjuverkamen, og það láta fréttastofur margar hverjar sér duga, mig grunar að átök undanfarinna daga séu aðeins undanfari mikilla átaka fyrir botni Miðjarðarhafs, og að Ísraelar muni varpa sprengjum á Íran með fulltingi Bush áður en yfir líkur.

Magnús Jónsson, 4.1.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tók smá prufu af norskum fjölmiðil við lestur þessa pósts frá þér Þorsteinn.

http://www.nettavisen.no/verden/article2489557.ece

Ekki orð um hryðjuverkamenn , bara talað um hamas sem hamas. 

sömu sögu má segja um aðra skandinavíska fjölmiðla.. enginn talar um terrororganisasjonen Hams , heldur bara Hamas.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 11:44

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ha ? Stóð þetta virkilega í fréttinni upprunalega.

En búið að breyta því núna.

Og já sko, staðreyndin er sú að umfjöllun á Íslandi um atburði þessa (helst undantekning hjá ruv) er ekkert annað en þýðing á fréttatilkinningum frá IDF og það sett fram sem staðreyndir máls og stórisannleikur.

Ísl. fjölmiðlar setja mikið niður við þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2009 kl. 12:37

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Verð samt að hrósa mbl fyrir að lagfæra þessa frétt, það geta allir gert mistök í sýnu starfi og það er bara fólki til vegsauka, að leiðrétta sig.

Ég vona samt að blaðamenn temji sér meiri gagnrýni í hugsun, en sést hefur í fréttaflutningi undanfarinna ára, öðruvísi verður aldrei hægt að byggja upp það glataða traust, sem stéttin hefur uppskorið fyrir óvönduð vinnubrögð fárra, svokallaðra blaðamanna sem frekar hafa verið í hlutverki áróðurs og ímyndasölumanna, og eða verið að misnota traust félaga sinna sem blaðafulltrúar einstakra fyrirtækja.

 Það hlýtur að vera sárt fyrir þá blaðamenn sem starfa af heilindum, þegar örfáir skussar skemma áratuga vinnu við uppbyggingu trausts.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.1.2009 kl. 19:32

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Kona sem búið hefur í mörg ár erlendis sagði mér að samanburður á vinnubrögðum /fagmennsku íslenskra fjölmiðlamanna og kvenna og þeim sem hún kynntist þar sem hún bjó sé ekki þeim íslensku í hag. Þetta var svo sem ekki frekar útskýrt.

Kolbrún Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband