Að vera virk í samfélagi

Það hafa sjaldan ornað sér við eldinn brautryðjendur þeir sem kveiktu hann í upphafi.

Ég hef lengi verið mikill fylgismaður þess að fólk hafi frelsi til orðs sem athafna, og taki þátt í að móta samfélagið sem við búum öll í og berum sameiginlega ábyrgð á er á reynir.

Hvert nýtt framboðið á eftir öðru er nú að gefast upp gegn flokksvaldinu og stjórn flokksvaldsins  á fjölmiðlaumfjöllun landsins er sífellt sýnilegri.

Á meðan fólk missir atvinnuna og heimilin, er karpað um aukaatriði á Alþingi vegna pólitískra hugmynda einstakra hagsmunahópa flokkana.

Mér ofbýður og hef raunar lengi leita að öðrum valkosti við flokksvaldablokkirnar.

Eftir að hafa kynnt mér Lýðræðishreyfingin þar sem við kjósendur getum tilnefnt fólk til framboðs, og svo raðað í sætin á listanum sjálfum í kjörklefanum eða strokað yfir, er fyrir mér sem fundið svar.

Þarna er komin leið til að koma í veg fyrir þetta flokksval og öruggu sætin fyrir gæðingana hverfa, við almenningur getum sjálf stutt beint þá sem við viljum á þing og ekkert flokkaveldi getur hindrað það.

Til að þetta komist á og fari að virka verða einhverjir að stíga fram og gefa kost á sér á framboðslista, ég hef ákveðið að gera það til að leggja mitt fram til betri samfélags fyrir komandi kynslóðir og óska eftir ykkar stuðning ef þið teljið mig hæfan,  ég tel mig raunar hafa mikið fram að færa og mun kynna þær hugmyndir hér á blogginu http://valli57.blog.is

Eflaust verður á mína persónu ráðist og að mannorðinu vegið, en það virðist frekar orðin vinnuregla en undantekning að gera slíkt í fjölmiðlum og læt ég mig þá bara hafa það því Íslandi ann ég.

Sá maður sem lengst hefur verið gerður í fjölmiðlum að ímynd fyrir Lýðræðishreyfingin og er eltur um til að finna höggstað á, er einn af þessum eldhugum sem gefur allt sitt í hugsjón sem hann trúir á og mun eins og aðrir brautryðjendur varla njóta varmans af eldinum sem hann kveikti í upphafi.

Ég er að tala um Ástþór Magnússon sem er einn stofnanda Lýðræðishreyfingin og hefur oftast komið fram sem talsmaður hennar.

Það skiptir engu máli hverjir eru kynntir sem talsmenn fyrir XP í fjölmiðlum því það ná bara þeir kjöri sem kjósendur velja í kjörklefanum og því gætu Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur J Sigfússon og Davíð Oddsson allir verið á framboðslista fyrir Lýðræðishreyfingin, hér er umburðarlindi til staðar.

Í lýðræði hafa allir rödd sem vilja, takið þátt í að móta samfélagið því sagan er að sína okkur enn einu sinni að stjórnmál eru of mikilvæg til að láta atvinnustjórnmálamönnum þau eftir.

Það er komið að aðgerðum í stað orða, takið þátt.

Viltu styðja eða tilnefna frambjóðanda : austurvollur.is

Viltu kynna þér betur málið : lydveldi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband