Gjaldþrot er bull og sóun

Það skapar meiri vanda en það leysir að reka þetta fólk í gjaldþrot, brotið fólk og fjölskyldur er varanlegt samfélagslegt tjón og því röng nálgun á greiðsluþroti.

Skiptastjórar þrotabúa eru lögmenn sem oft á tíðum virðast geta sóað verðmætum af ótrúlegu þekkingarleysi þess sem veit ekkert um verðgildi þess sem honum var falið að selja, maður heyrir endalaust sögur af hálfgerðum gjafagjörningum lögmanna sem virðast geta selt út úr þrotabúum hluti að eigin geðþótta, og oft á tíðum eru þessi vinnubrögð líkari leynimakki og pukri  rekar en faglegum og opnum vinnubrögðum.

Sumar sölurnar eru víst jafnvel til vina og kunningja eða sérvaldra fyrirtækja.

Mér finnst að fólk eigi að standa við skuldbindingar sýnar og greiða með öllum sínum eigum til skuldunauta ef illa fer, en að ganga að öðrum fjölskyldumeðlimum og elta fólk sem sakamenn út í það óendanlega er bara til að auka tjón samfélagsins og drepa niður þá sem hafa haft frumkvæði til athafna.

Að loknu uppgjöri á búi skuldara á málum að ljúka og það er þá bara á ábyrgð hins heimska lánveitanda ef ekki var fengin viðhlítandi trygging fyrir lántökunni í upphafi, það á ekki að fara með manneskjur sem hunda þó það misstígi sig á lífsleiðinni eða lendi í svona hremmingum.

Hvar er kærleikurinn og fyrirgefningin í hinu kristna samfélagi, eru þetta kannski bara orð sem hinn hræsnarfulli notar á hátíðisdögum til að blekkja sjálfan sig og aðra.


mbl.is Þrýstu á um að sleppa við að borga skatta af afskrifuðum skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef þessar fjölskyldur eiga að seppa hvað með útrásarfjölskyldurnar? Mörkin eru skýr menn verða að bera ábyrgð á görðum sínum annað er ekki sæmandi okkar þjóð.

Sigurður Haraldsson, 13.11.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það á jafnt yfir alla að ganga Sigurður eins og stjórnarskrá segir, því er ég sammála en mér leiðast þessar nornabrennur í samfélaginu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.11.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband