Það á allt að koma en ekkert að fara

Það er gott að vita af þessu viðhorfi hjá íbúum Neskaupsstaðar, þeir styðja þá kannski við hugmyndir um flutning á sjúkrahúsinu Neskaupsstað miðsvæðis á Austurlandi til dæmis á Reyðarfjörð.
Það er nefnilega ólíðandi fyrir aðra en íbúa Neskaupsstaðar að þurfa að þvælast alla leið þangað til að komast á sjúkrahúsið, veikt fólk getur nefnilega ekki bara hætt eða læknast í fjarvinnslu ef illa viðrar.

mbl.is Fjölmenni mótmælti flutningi bæjarskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Ef Reyðfirðingar geta sýnt fram á hversu mikill sparnaður það yrði í heilbrigðiskerfinu á Austurlandi sem og þjóðhagslegur ávinningur að flytja nú sjúkrahúsið frá Neskaupstað yfir á Reyðarfjörð þá hljóta menn að taka það til skoðunar.

 Það hefur verið rætt í mörg ár að flytja það yfir á Egilsstaði og enn hefur það ekki þótt físilegur kostur. Því er Því vandséð hvað fæst fram með að flytja það á Reyðarfjörð. 

Kristján Logason, 5.12.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er ekki rétt að gera bara úttekt og láta koma í ljós hvað er gæfulegast en ekki stara á gamlar byggingar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband