Laugardagur, 10. maí 2014
Sala væntinga
Það er stöðugt talað um að verið sé að finna leiðir til að lækna fólk, þar liggur stóra blekkingin.
Erlendur framleiðandi og sölufyrirtæki lyfja stendur að baki og á Íslenska erfðagreiningu, iðnfyrirtæki eru ekki að lækna fólk heldur eru þau að framleiða söluvöru sem haldið er að læknum og fólki en sum hver lyfin eru algerlega gagnlaus eins og nýleg dæmi eru til um.
Það eru læknar en ekki iðnfyrirtæki sem starfa við að lækna fólk.
Vilji fólk gefa erlendum lyfjarisa lífsýni er það bara einkamál hvers og eins, en mér finnst rangt að sigla undir fölsku flaggi og spila á tilfinningar fólks með því að tala um lækningar og beita jákvæðri ímynd björgunarsveitanna.
Orðstír björgunarsveitanna er orðin nokkuð aurugur eftir að bílaleigurnar hófu að nota þær til að klaga erlenda ferðmenn en lengi hafa opinberir aðilar notað sveitirnar sem ódýrt vinnuafl í í ýmiss störf.
Nú er þeim beitt fyrir vagninn af erlendum lyfjarisa og ég óttast að hægt og bítandi sé verið sé að nánast eyðileggja sjálfboðið starf.
Þrátt fyrir þetta ætla ég mér að taka þátt, það skapast störf hér á Íslandi og björgunarsveitirnar fá fé. Áhyggjur af misnotkun upplýsingana skipta líka orðið litlu, því tími okkar virðist fljótlega liðin miðað við óbreytta hegðun mannkyns
![]() |
Grafið sé undan trausti á vísindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt 13.5.2014 kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. maí 2014
Að tapa vísvitandi miljörðum
Hvers virði er starfsreynslan er upp er staðið.
Viðvarandi æsku og skjaladýrkun undanfarinna áratuga virkar sem trúarbrögð frekar en skinsemi er horft er á hvaða verðmæti að baki liggja fyrir atvinnulífið.
Regluleg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012, ef við gefum okkur að við séum 20% af vinnutímanum að læra að fást við verkefni og nýja hluti fara um 80.000 krónur á mánuði hverjum í þjálfun og námskostnað starfsmanns.
Þetta gerir 964.800 á ári sem vinnuveitandinn hefur fjárfest í starfsreynslu viðkomandi starfsmanns.
Starfsmaður sem fer á milli margra vinnustaða er stöðugt að takast á við nýjar aðstæður og fjárfesting í starfsreynslu byggist upp, töluvert af þessari fjárfestingu skilar sér inn á vinnustaðinn eftir því sem starfsmaðurinn miðlar af sinni reynslu og þekkingu til samstarfsmanna.
Er kemur að verkfræði og öðrum þekkingariðnaði er að vísu mun minna um þessa miðlun þekkingar á milli samstarfsmanna að ræða, þar sem andrúmsloftið einkennist frekar af samkeppni en samstarfi.
Á þekkingarsviðinu er starfsreynsla einnig mun kostnaðarsamari sökum hærri launa en starfsmenn hafa einnig sjálfir fjárfest mikið í eigin menntun sem má skoða sem meðlag við ráðningu.
Ef við höldum okkur við mánaðarlega 80.000 krónu fjárfestinguna í meðalstarfsmanninum þá eru atvinnulífið búið að fjárfesta fyrir 9.648.000 krónur í hverjum einstakling eftir 10 ára starf og upphæðin er komin í 28.944.400 er viðkomandi fer yfir töfra aldurinn 50 ár, og jafnvel 30.000.000 ef starfsmaður byrjaði ungur á vinnumarkaði.
Nú bregður svo við að er fjárfestingin fer yfir þennan 30.000.000 krónu múr við lífaldurinn 50 ár, þá virðast flestir vinnuveitendur hætta að átta sig á þeim vermætum sem þeim eru að bjóðast. Atvinnulífið virðist að stærstum hluta trúa því, að með því að henda þessari fjárfestingu myndist bættur hagur í unglegri ásýnd og frískari ímynd.
Bankarnir okkar voru einkavæddir og og fengu unglegri ásýnd og frískari ímynd sem einkennist af reynsluleysi og oftrú á eigin getu.
![]() |
Gráður ekki ávísun á störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. maí 2014
Fyrir hvern eru stéttarfélögin að vinna ?
Væri einhver dugur í verkalýðsfélögum þessa lands þá væru þau fyrir löngu búin að koma sér saman um að lágmarkslaun yrðu neysluviðmið, sem miðaðist við raunverulega framfærslu og væri uppfært á 3 mánaða millibili.
https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/
Er ekki komin tími á að hætta að nota félöginn sem klappstýrur fyrir einstaka stjórnmálaflokka og hækjur fyrir Samtök Atvinnulífsins til að tryggja yfirráð yfir lífeyrissjóðakerfinu.
Félagarnir eiga lífeyrissjóðina sem búið er að féfletta áratugum saman, og sitja eftir með skerta afkomu.
![]() |
Fjölmenni í kröfugöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. maí 2014
Láglaunalögreglan fagnar
Til hamingju með daginn góðir landsmenn.
Í tilefni af degi verkalýðsins munu hin ýmsu félög láglaunalögreglunnar standa fyrir hátíðarhöldum þar sem digurbarkalega verður talað að venju en ekkert gert.
Hér er slóðin að vef ASÍ með upptalningu á dagskrá víð um land: http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/frett/2014/04/30/hatidarholdin-1-mai
Enn einu sinni hefur hið "ábyrga" ASÍ staðið að láglaunasamningum fyrir hönd þeirra sem bágust hafa kjör og má segja að Samtök atvinnulífsins eigi ASÍ mikið að þakka, án aðstoðar ASÍ láglaunalögreglunnar gætu aðrar starfsstéttir og "Elíta" samfélagsins ekki veitt sér veglega kaupauka og tuga prósenta launabætur.
Án ASÍ og aðildarfélaga gætu hinir "Réttu" ekki setið með í stjórnum lífeyrissjóðanna á ofurlaunum og keypt fyrir miljarða hlutabréf af hverjum öðrum eða komist upp með að tapa miljarðatugum af annarra eigum, gott er að vera í góðum félagsskap og ekki skemma sameiginlegir hagsmunir.
Það er nefnilega margt líkt með atvinnurekendum sem lifa á að selja fólki vörur eða væntingar, og stéttarfélögum eða réttara sagt verkalýðsrekendum sem lifa á félagsgjöldum félaga og væntingasölu.
Ég óska landsmönnum þess að nýtt stéttarfélag rísi, þvert á hagsmuni flokka og faglega rekið til heilla fyrir félagsmenn.
![]() |
Hátíðarhöld í 31 sveitarfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. apríl 2014
Mörk misnotkunar og stríðni ?
Fyrir mér er þetta nú alveg á mörkum þess að vera komið út í öfgar, mega ömmur eða konur almenn ekki aðstoða litla drengi framvegis við að pissa standandi til dæmis.
Eru konur nú komnar í sömu stöðu og við karlar sem megum ekki sýna umhyggju né aðstoða börn nema úr fjarlægð, til að eiga ekki á hættu að vera ásakaðir um tilraun til misnotkunar.
Hefur einhver metið þann skaða sem verið er að gera börnum með þessari kröfu um fjarlægð og neitun umhyggju, vegna einhverrar lítillar prósentu brotafólks.
Eru það nú hinir sjúku hugar sem fá að móta og stjórna samskiptum kynslóða.
Hvar er skilgreining á mörkum misnotkunar og stríðni eða aðstoð
![]() |
Amma strauk lim tíu ára drengs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. apríl 2014
Er verið að selja þýfi ?
Að boði ríkisins eru eignir seldar, fjölskyldur bornar út á götu og eða þeim sundrað.
Eignirnar seldar aftur og engin hugsun um annað en bókhaldstölur og hagnað.
Brimöldur félagslegra vandamála rísa og áratugir getu sem þekkingar tapast úr landi.
Ítrekað reyna lögmenn íbúðalánasjóðs að komast hjá dómsmáli um lögmæti verðtryggingar sem er oft á tíðum orsakavaldur greiðslufalls, hvað ef dómur staðfestir ólöglega verðtrygginguna.
Hvernig ætlar ríkissjóður þá að taka á ólöglegri eignaupptöku, bæði eigin sem og annarra með aðstoð sýslumanna
Er hugsun stjórnvalda virkilega ekki lengri en næsta vika, er enginn sem tengir saman athafnir og afleiðingar.
Er hver smákóngur kerfisins bara í sýnu horni, og enginn sem horfir á heildarmyndina ?
![]() |
ÍLS hefur selt 629 eignir á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. apríl 2014
Dulin hlið
Eitt sem fáir mynnast á er það að ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki eru að selja ferðir á svæði í eigu annarra sem og þjóðarinnar. Þessir aðilar berjast gegn gjaldtöku landeigenda sem og krefjast þess að þeir geti ráðstafað skattfé almennings til að styrkja eigin rekstur við sölu ferðum sem ekki eru söluhæfar.
Þar er ég að tala um kröfu þessara aðila á Vegagerðina og sveitarfélögin um þrif, salerni, hálkuvarnir og snjómokstur til að ferðamenn geti upplifað þær ferðir sem þessi fyrirtæki hafa lofað gegn gjaldi við sölu ferða að uppfylla.
Frumvarp Ragnheiðar Elínar iðnaðarráðherra um gjaldtöku er frumvarp um nýja stofnun og aukið flækjustig sem er vísun á vandræði og gríðarlega sóun fjármuna, við eigum að innheimta komugjald á alla farþega og láta Umhverfisstofnun í samráði við ferðaþjónustuna sjá um að útdeila fjármagninu til framkvæmda.
Þannig verður það fé sem fæst með gjaldtökunni best nýtt en ekki með því að fjölga smákóngum í kerfinu, eða hleypa nærsýnum eiginhagsmuna poturum og ættingja hyglurum að verkefninu.
![]() |
Ísland krepptur hnefi um posa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. apríl 2014
Öryggi sjúklinga eða fortíðarþrá stjórnmálamanna?
Og enn styrkjast rökin fyrir því að staðsetja eigi nýjan Landsspítala á Vífilstöðum eða á fyrrum hesthúsasvæði í Kópavogsbæ.
Það hefur verið staðfest með rannsókn að dauðsföllum sjúklinga fjölgar eftir því sem flutningsvegalengdin lengist, yfir 20.000 mann búa við það að vera flutt með sjúkrabílum frá Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi auk þess sem miðsvæði mannfjöldans á höfuðborgarsvæði er nær þessari staðsetningu en við að þrengdar flutningsleiðir í vesturbæ Reykjavíkur.
Hvort skiptir meira máli þegar upp er staðið, öryggi sjúklinga eða fortíðarþrá stjórnmálamanna?
Gamli Landsspítalinn getur tekið við nýju verkefni sem hús Íslenskra fræða sem og öðrum hlutverkum á menningar og safnasviði.
![]() |
Ný leið úr Garðabæ í Breiðholt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt 21.5.2014 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. mars 2014
Frið elskandi Íslands gröf
Hið friðsama lýðræðis elskandi Ísland hefur mörg andlit.

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á Krímskaga hefur kosið í íbúakosningu að sameinast Rússlandi og því er lýst sem ólöglegu athæfi.
Sjálfskipuð byltingastjórn rænir völdum með ofbeldi og semur svo fyrir hönd þjóðar án þess að hafa fengið neitt umboð frá þjóðinni, það er gott og löglegt.
Utanríkisráðherra Íslands skottast á staðin til að styðja valdaræningjana sem ásakaðir hafa verið um að láta leyniskyttur skjóta á báða hópa til að egna þeim saman er völdum var rænt.
Samstarfssamningur við ESB og gas réttlætir valdaránið.
Við lærðum ekkert af Írak er það ?
Draumurinn um að héðan hljómi rödd friðar og sátta, um að hér sé að finna þann griðastað þar sem deiluaðilar geta rætt saman hefur verið jarðsungin af fulltrúum Framsóknarflokks.
Er ekki nóg að virðing Alþingis hefur verið dreginn í svaðið, á nú að bæta um betur og draga orðstír þjóðar endanlega niður í áróðurs forina.
Fyrst kom Halldór Ásgrímsson og gróf þessum draum gröf fyrir olíu í Írak og Líbýu, nú kemur Gunnar Bragi Sveinsson til að moka yfir drauminn fyrir ESB gas frá Úkraínu.
![]() |
ESB semur um samstarf við Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. janúar 2014
Lögleiðum vændi og fíkniefni
Hér er slóð á óhugnanlegt myndband fyrir eldri en +18 ára sem sýnir aðstæður þeirra sem við þetta starfa: http://www.youtube.com/watch?v=BAPDjRA3z3U
Eina leiðin til að stöðva þetta og margt annað er að lögleiða vændi og fíkniefni þannig að hægt sé að hafa eftirlit með þessu, bönn eru bara til þess að allt fer í felur og því virka slík lög og reglur sem fjárhagslegur stuðningur við glæpamenn.
Að tryggja neytendum fíkniefna aðgengi að betri efnum og sprautum samhliða fræðslu og hjálp skilar meiri árangri en eltingaleikur og fangelsun. Að lögleiða vændi gerir vinnu umhverfið öruggara og betra sem og losar seljendur undan glæpalýðnum sem drottnar yfir og hirðir peningana, þá er hægt að koma á heilbrigðiseftirliti og gera seljendum vændis kleift að leita til lögreglu ef þarf og mæta í reglulega heilbrigðisskoðun til dæmis.
Með því að draga þessa starfssemi upp úr skúmaskotum og skuggasundum er verið að taka tekjurnar af glæpaliðinu sem og ná til þeirra sem þarf að bjóða hjálp og aðstoð til að losna undan þessu líferni.
Við getum svo sem bannað þetta áfram eins og kjánar og látið þá sem við þetta starfa fela sig, það leysir engan vanda heldur skapar meiri hörmungar og spurning hversu lengi við ætlum að fórna fólki til þess að nokkrir örgeðja einstaklingar geti talið sér trú um að allt sé gott.
Það má segja að þetta sé svipað og að líma myndir af sól og blómum fyrir alla glugga, það breytir samt raunverulega engu frekar en bann við neyslu fíkniefna og vændissölu.
Afneitun á vandanum er að valda mörgum óþarfa þjáningum, ef það kviknar eldur inn í íbúðinni hjá okkur þá viljum við hringja á slökkviliðið. En gerum við það ef slíkt kostar fangelsisvist.
Ef við værum fíkniefnaneytendur og í boði væri aðstaða þar sem hægt væri að fá gott og tryggt efni þá mundum við leita þangað frekar en í efni með óvissum íblöndunarefnum.
Leiðréttum mistökin og afnemum lög sem skapa meiri kostnað og vanda en þeim var ætlað að leysa, tökum á þessu að hætti þroskaðra og fullorðinna einstaklinga. Lögleiðum fíkniefni og vændi en tryggjum stjórn á meðferð fólks og leiðum inn á betri braut.
Ef einstaklingar í árabát róa í sitt hverja áttina er miklu auðveldara að taka á vandanum með því að allir rói um stund í sömu átt, á meðan stjórn er náð á stýrinu.