Þriðjudagur, 14. janúar 2014
Á ábyrgð stjórnvalda
Á undanförnum árum hafa stjórnvöld í gegn um Íbúðalánasjóð rekið miskunnarlausa stefnu uppboða og jafnvel útburða ef þörf, mörg þessara uppboða á heimilum fólks má eflaust rekja til þess að ólögleg lán hafa verið sett í innheimtu og sýslumenn verið settir í að selja ofan af fólki.
Þrátt fyrir að í raun sé um þjófnað að ræða á eigum fólks er það haft eftir stjórnvöldum að ef eign hafi verið seld sé ekki aftur snúið því ránið sé óafturkræft í boði og með hjálp Sýslumannsembættanna.
Hugsanaleysið í þessu samfélagi lögleysu og villimanna er orðið yfirgengilegt, fjölskyldum er sundrað og vinabönd rofinn með ófyrirsjáanlegum hörmungum fyrir alla aðila til framtíðar.
Samstaða og fjölskyldubönd hins friðsæla Íslenska samfélags eru sundurtætt sökum græðgi aurasafnara sem aldrei munu fá nægju sýna né finna frið, þúsundir eru flæmdar eignalausar úr landi.
Afleiðing þessara aðgerða er að skila sér í félagslegum vandamálum, lögleysu og sundrungu, fjölmargir leita að leiguhúsnæði og stjórnvöld vilja koma á öflugum einkareknum leigumarkaði en gammarnir sjá sér færi á meiri gróða með okur leigu.
Stjórnvöld þrengja að atvinnulausum en lækka skatta sem gjöld af þeim efnameiri í samfélaginu eins og það sé stefnan að sundra þjóðinni enn meira og kljúfa niður eftir efnahag, til að skapa skýran stéttamun á milli þeirra sem hafa verið flokkaðir í stétt eignamanna eða vonlausra.
Það hefur lengi verið notaður frasinn um að hlutirnir séu til fyrirmyndar og góðir víða erlendis en fyrir mér eru fátæktar og félagsmálablokkir ekki það sem ég vill sjá tekið upp af erlendri fyrirmynd, brotið fólk sem búið er að setja á vanskilaskrá og hirða allar eigur af er afrakstur af aðgerðum stjórnvalda á undanförnum árum og til að ná stjórn á þessu vilja menn vopna almenna lögreglu.
Fyrir nokkrum árum er hér varð hrun boðaði ég sem frambjóðandi þá stefnu að gera sátt við þá eigendur íbúðahúsnæðis sem væru að lenda í vandræðum því ég óttaðist um fjölskyldurnar sem eru kjarni samfélagsins, vinina og ættingjanna sem voru í ábyrgð fyrir hvern annan og afleiðingar sundrunar á börnin.
Það er enn hægt að bakka í mörgum málum og bjarga því sem bjargað verður af samborgurum okkar en til þess þarf kjark, framsýni og áræði sem ég er því miður ekki að sjá hjá stjórnvöldum sem haga sér sem hrægammasjóður með styrkum stuðning lífeyrissjóðanna.
![]() |
ÍLS gæti þurft yfir 9 milljarða framlag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. janúar 2014
Verið að kirkja landsbyggðina
Verið er að kirkja landsbyggðina smá saman með ruglinu sem kallast samkeppni á raforkumarkaði, þar er nánast eingöngu um opinber fyrirtæki að ræða sem virðast hafa fengið sjálftökurétt einokunar undir yfirskini samkeppni.
Búin voru til ný fyrirtækjaheiti (ohf) vegna aðskilnaðar sem var krafist samkvæmt EES tilskipun.
Álíka mikið bull og að skipta venjulegu heimiliseldhúsi upp í 3 rekstrareiningar, innkaup, framleiðsla og dreifing sem þýðir að það þarf þrjá til að vinna verk sem einn getur annast, í raun tvö til þreföldun á kostnaði því samkeppni á að vera á milli aðila og því er hver og einn aðili með sín innkaup, framleiðslu og því ekki verið að nýta hagkvæmni stærðar né samlegðar áhrif.
Samhliða þessari OHF væðingu ruku greiðslur til stjórna upp úr öllu samhliða fjölgun þeirra og allt hefur þetta skilað hærra verði til almennings, við fáum aldrei lægra verð þó lán séu greidd upp og stofnkostnaður virkjana afskrifist því rjómanum er fleytt annað.
Allt þetta yfirgengilega kostnaðarfarg er lagt á okkur neytendur í dreifbýli því stóriðjan er með samninga sem tryggja þeim undankomu
Sjá: http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-4002 og
http://asi.is/Portaldata/1/Resources/ver_lagseftirliti_/raforka_januar_2014_-_til_birtingar.xlsx
![]() |
Verulegar hækkanir hjá Rarik dreifbýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. desember 2013
Úr öskunni í eldinn
Það er líklega komið að þeim þröskuld sem margir óttuðust eða eigum við að segja bjargbrún, innistæðurnar eru búnar, viðbótarsparnaðurinn búinn og allir lánamöguleikar full nýttir.
Framundan virðist vera endurtekning sögunnar, sú kynslóð sem nú er farinn eða við það að fara af vinnumarkaði man þá tíma er fjölskyldum var sundrað vegna fátæktar.
Ný ríkisstjórn hefur fellt grímuna og ræðst á þá sem eru veikastir fyrir en mokar undir hástéttina sem byggð hefur verið upp frá lokum landhelgisstríða, hér er verið að kljúfa þjóð í herðar niður eftir efnahag og rjúfa friðinn sem ríkt hefur í yfir 600 ár.
Græðgi, siðblinda og óheiðarleiki hefur talist til mannkosta undanfarna áratugi ef eignasöfnun fylgir, skúrkar hafa verið kallaðir býsnesmenn og fjármálaspekingar í aðdáun og mærðir í fjölmiðlum.
Hinir eru flestir venjulegir aumingjar sem nenna eða kunna ekki að stela undan skatti, stofna nýjar kennitölur eða almennt að safna að sér eigum. Fólk sem skemmt var í uppeldinu með hlutum eins og samkennd, samviskusemi, heiðarleika og öðrum gagnslausum mannkostum fyrir viðskiptalífið, og er meðhöndlað sem ekkert annað en skattstofn og vinnuafl fyrir ríki, bæ og atvinnulífið.
Það hefur oft vakið undrun mína hvað margir atvinnurekendur tala niður til fólks og lítilsvirða í einkasamtölum, eru í raun falskir sem snákar þó finna megi fágæta mennska gullmola þar inn á milli. Það hefur oft vakið undrun mína hvað margir forkólfar stéttafélaga virðast uppteknir af því að ná félagsgjöldum og sæti í stjórn lífeyrissjóðs frekar en hag félagsmanna, enda eru félöginn búin að skipta verkafólki á milli sýn eftir starfsheitum eins og hverju öðru tekjugefandi sauðfé.
Nýja ríkisstjórnin vakti vonir með loforðum um skuldaniðurfellingar en nú er blekkingarþokan að svífa burt og maður fær svörin við spurningunum sem vöknuðu um fjármögnun niðurfellingarinnar sem og aukins fjármagns inn í heilbrigðismálin, Skerða á vaxtabætur, skerða á barnabætur, leggja á aukin þjónustugjöld á sjúklinga, gamalmenni og öryrkja.
Skattaniðurfellingar og gjafakvóti er gefið sem ábót á miljarða afskriftir skulda til nýju hástéttarinnar en hin nýja og stækkandi stétt öreyga getur étið það sem úti frýs.
Við getum farið úr landi, en það er sem uppgjöf og sem verðlaun fyrir yfirganginn.
Við getum beðið fram að næstu alþingiskosningum og skipt þá um stjórnvöld.
Við getum sparkað hressilega í fjórflokkinn með því að henda út öllu flokksliði í næstu sveitarstjórnarkosningum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Molotov_cocktail
(Tengill er settur inn sem ámynning um hvernig getur farið en ekki sem hvatning)
Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.
![]() |
Aldrei fleiri aðstoðarbeiðnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. október 2013
Að vekja hagkerfið okkar
Vilji Íslendingar vekja eigið hagkerfi og minnka atvinnuleysi verður að vekja og styrkja neitendur sem kaupa vörur og þjónustu með því að auka þeirra tekjur og umsvif með launahækkunum sem og skattalækkunum.
Það er almenningur sem heldur hagkerfinu gangandi með athafnasemi, eignafólkið stöðvar hjól efnahagslífsins með því að safna og stöðva tilfærsluna á milli einstaklinga sem og fyrirtækja.
Peningar sem ekki eru að færast á milli einstaklinga og fyrirtækja í sífellu eru í raun teknir úr umferð og virka því sem bremsur eða ankeri á hagkerfið.
Til að vega upp á móti tekjutapi ríkissjóðs vegna skattalækkana á lág og millitekjufólk þarf að hækka skattaálögur á eignir og hátekjufólk, sá þjóðfélagshópur skapar ekki vinnu heldur sogar til sín arð og afrakstur atvinnulífsins samhliða því að njóta nánast ókeypis þeirrar þjónustu sem búið er að byggja upp með sköttum lág og millitekjufólks í gegn um árin.
Við komumst aldrei upp úr efnahagslægðinni á meðan stefnan er að lækka skatta og bera fé á efnaðan bremsuhópinn, en hækka skatta og taka fjármagnið af drifkraftinum sem er millistéttin og tekjulágir einstaklingar samfélagsins sem þurfa að byggja og kaupa vörur sem og þjónustu.
Það ræður enginn fólk í vinnu nema neyðast til þess vegna eftirspurnar eftir vöru og eða þjónustu, þá fyrst er ráðið fólk er ekki er hægt að verða við þessum óskum nema með því að bæta við starfsfólki.
Það byggir enginn sem ekki hefur atvinnu eða tekjur og það kemur enginn fyrirtæki af stað nema að í efnahagslífinu sé til staðar ákall eftir þeirra vöru eða þjónustu.
Þeir sem eiga miklar eignir og mikið fé eru ekki að skapa eitt né neitt því þeir eru orðnir sem yglur á efnahagslífinu og draga úr því bæði mátt og getu til að fullnægja eigin óseðjandi hungri í eigur og fé, Það má í raun skilgreina þessa söfnunaráráttu sem andlegan sjúkdóm því margir þessir einstaklingar eru orðnir fangar eigin velgengni í sífelldum ótta um eignir og auðæfi.
Við þurfum að skilgreina hvað er nóg af eignum og tekjum fyrir einstakling og skattleggja til samræmis við það viðmið þannig að sá fátæki sé skattlaus en sá ríki beri viðeigandi skatta, það má svo stýra með skattakerfinu fjármagni inn á þau svið sem hvetja til sköpunar og athafna okkur öllum til hagsbóta.
Það má samt ekki taka burt hvatan til að byggja upp né ávinninginn frá fólki og því þyrfti að vera til staðar umbun fyrir þá sem afla vel, sú viðurkenning gæti verið fólgin í ýmsum hlunnindum sem og eða í félagslegu formi.
Sú fullyrðing að hækkun lágmarkslauna auki atvinnuleysi hefur reynst röng miðað við reynslu Bandaríkjamanna, sjá meðfylgjandi graf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2013 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. október 2013
Nýtt hátæknisjúkrahús

Við áformum að byggja nýtt hátæknisjúkrahús við gamla Landsspítalann og tengja þar saman gamlar og nýjar byggingar með löngum göngum, líklega niðursprengdum dýrum göngum sem boðar mikinn óþarfa vinnu, kostnað og tímasóun við að flytja vörur og sjúklinga eftir göngum næstu áratugina.
Þetta er sennilega dýrasta aðferðin við að byggja og þó settar séu fram kostnaðaráætlanir vitum við skattborgarar af biturri reynslu að þær standast ekki, gera má ráð fyrir að kostnaðurinn við að tengja saman nýja og gamla byggingu ásamt þeirri endurbyggingu á gömlum innviðum sem fylgir slíku er að mestu dulinn eða falinn í upphafi.
Nýtt hátæknisjúkrahús hlýtur að þurfa að byggja þannig að öll kjarnastarfssemi sé fyrir miðju til að lágmarka flutninga á sjúklingum ásamt því að halda niðri kostnaði við lagnir vegna tæknibúnaðar sem og styrkleikaþörf burðavirkis en sjúkralega yrði þá í léttbyggðum aðliggjandi álmum.
Gamli Landsspítalinn sómir sér vel sem hjúkrunarheimili, sjúkrahótel, rannsóknasetur og eða heilsugæslu, varðveitum þessar gömlu byggingar í upprunalegu ytra formi
Ábyrgðarleysi ráðamanna og rörsýn vegna þessara áforma er sláandi, kostnaður virðist skipta þá engu enda eru þeir ekki að hætta eigin fé, öryggi sjúklinga virðist líka skipta litlu því þó búið sé og verið að loka öllum skurðstofum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins til að réttlæta nýtt hátæknisjúkrahús er horft fram hjá því dýrmætasta í lífi okkar allra sem er tíminn
Veika og slasaða verður að flytja að sjúkrahúsi um langan veg með sjúkrabílum nú þegar búið er að loka öðrum skurðstofum og í stað þess að horfa á gatnakerfið og staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús þar sem greiðast yrði aðgengi og stystur tími færi í flutninga, er ákveðið að troða nýjum byggingum utan á gamlar vestur í bæ þar sem fara þarf um þegar yfirfullar aðflutningsleiðir og fyrir liggja nú þegar hugmyndir um að þrengja að þeim akstursleiðum.
Það hafa þegar verið byggðar hátækni sjúkrastofnanir víða um heiminn og óþarfi að finna upp hjólið enn einu sinni, X eða Y laga stálgrindabyggingu tekur styttri tíma að reisa og ódýrara verður að reka. Minna fé fer í bygginguna sem þýðir að meira fé verður eftir til tækjakaupa og til að byggja upp mannauðin.
Hvort það verður byggt nýtt hátæknisjúkrahús á lóð ríkisins við Vífilstaði, á fyrrum hesthúsalóðum við Smárahverfið í Kópavogi eða á öðrum þeim stað þar sem minnstar tafir og stystan tíma tekur að flytja sjúklinga að skiptir öllu máli.
Hér er slóð á rannsókn sem staðfestir að dánartíðni hækkar í hlutfalli við akstursvegalengd með sjúkrabifreið: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2464671/
Það eru líf þeirra 21.470 manna á Suðurnesjum, 23.780 manna á Suðurlandi, 10.282 manns á Vesturlandi auk þeirra 208.210 íbúa á stór höfuðborgarsvæðinu sem við erum að fjalla um og út frá þeirra öryggi verður að hugsa og horfa til þess hvar hugsanlega miðlægt flutningssvæði íbúana verður.
Í vesturbæ reykjavíkur búa 16.378 af þessum 263.742 Íslendingum sem verða að treysta á skjóta sjúkraflutninga með bifreiðum, er verið að gæta hagsmuna landsmanna eða er það rörsýn á aðra hagsmuni sem ræður för.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. júní 2013
Hefðarinnar hringavitleysa
Til hvers í ósköpunum eru Íslendingar endalaust að slá gras án þess að þurfa að heyja fyrir bústofn, kannski má bera því við að nánast allir borgarbúar sem og þorparar á Íslandi eiga uppruna sinn í sveitum landsins. Það er því til staðar hefðin að heyja tún, þó borgarbúar og þorparar hafi í raun og veru ekkert við tún að gera nema til leiks.
Fólk hamast við að tryggja sér góðan grasblett umhverfis húsið með ærnum tilkostnaði, fjárfestir svo í rándýrri sláttuvél ásamt safnhaug og hamast svo við og eyðir nánast öllum frítíma í að slá blettinn. Sólundar fallegu sumri með ófrið og mengandi útblæstri þessa umhverfissóða sem sláttuvélin reynist nú vera.
,,Það er ekki víst að allir átti sig á að olíunotkun á sláttuvélar hefur margvísleg neikvæð áhrif sem auðvelt er að fyrirbyggja. Bensínsláttuvél brennir olíu sem kostar dýrmætan gjaldeyri og mengar andrúmsloftið. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Gefum okkur að bensínsláttuvél eyði um 20 ml af bensíni á mínútu og að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn.
Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Slíkt magn af olíu gæti keyrt smábíl 125 sinnum umhverfis jörðina. Sem betur fer er endingartími sláttuvéla takmarkaður og endurnýjunar þörfin býsna tíð.
(Grein í Fréttablaðið 02. júní 2011. Höf: Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs)
Sjálfur gerði ég uppreisn á heimilinu fyrir nokkrum árum og neitaði að þjóna því kynbundna hlutverki sem garðsláttur virðist vera og tel mig hafa með því ekki bara sparað samfélaginu og mér stórfé, heldur gert lífríkinu mikinn greiða. Eftir að þessum fjandans garðslætti var hætt hefur eðlileg jurtaflóra myndast og jafnvægi milli fjölmargra tegunda er að skapast, garðurinn er litskrúðugur og fugla sem skordýralíf hefur tekið ótrúlega miklum framförum.
Þeim sem vilja er að sjálfsögðu velkomið að puða áfram í þessari garðslátta vitleysu og ímynda sér að þeir séu að heyja eða séu bara svona snyrtilegir, en miðað við þennan snyrtimennsku skilning þá er náttúran ekkert nema endalaus sóðaskapur og skipulagsleysi ekki satt. Gerið nú sjálfum ykkur og lífríkinu þann greiða að hætta þessu og skinsamlegast væri fyrir borgarbúa að minnka sem mest grasfleti og leifa því sem eftir stendur að þróast í friði. Skapið rými fyrir palla, stéttar, berjarunna, tré og blóm eða bara gott svæði fyrir allskonar annað dót sem þarf sinn stað.
Ég er viss um að jarðvinnuverktakar hjálpa ykkur með glöðu geði gegn vægu gjaldi.
Hér fylgir með mynd af einum þeirra fjölmörgu fugla sem tekið hafa sér árlega bólfestu eftir að slætti var nánast hætt.

Laugardagur, 29. júní 2013
Óseljanlegar vörur
Hversvegna í ósköpunum á að greiða þeim sem ekki geta framleitt seljanlega vöru laun úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.
Geti listamaður ekki framleitt neitt sem einhver annar vill kaupa, hver flokkar eða vottar hana þá sem listamann.
Skólakerfið er lengi búið að framleiða svo kallaða listamenn og margir sýningasalir sýna ekki verk annarra en menntaðra listamanna, það er því hægt að framleiða staðlaða og mótaða starfstétt sem er orðin að iðnstétt sem skipulega vinnur í að loka á aðra en þá sem hafa fengið þennan titil í gegn um menntakerfið.
Útkoman er andlegt geldneyti sem ekki getur selt vöru því enginn vill þetta andlausa rusl, á meðan eru náttúrulega hæfileikaríkir listamenn að koma í ljós á kaffihúsum landsbyggðarinnar og sveitamörkuðum sem og einstaka bæjarhátíðum sem enn hafa ekki lokað fyrir þátttöku þeirra á sýningum
Hinir ómenntuðu sýnendur eða eins og sumir kalla amatörar, eru oft kallaðir til því þeirra verk hafa hughrif og vekja athygli sem aftur skapar eftirspurn á vöruna.
Með því að koma í veg fyrir að aðrir en útvaldir geti sýnt það sem þeir hafa fram að færa hefur iðnstéttin listamenn verið í raun að kyrkja sköpun og list, ímyndarsköpun var til þess að tekið var upp samheitið skapandi greinar og það látið ná yfir bæði þær starfsstéttir sem afla tekna og þeirra sem eru útgjaldaliðir fyrir ríkissjóð.
Þetta virðist stundum eingöngu hafa verið gert í þeim tilgangi að geta kastað fram fullyrðingum um tekjusköpun þessara aðila þó inn í samheitinu felist í raun kostnaðarsamar afætur af opinberu fé, hundruð miljóna streyma úr ríkisjóð til rithöfunda og listmálara sem ekki geta selt sínar vörur auk alls þess kostnaðar sem í menntakerfinu liggur og varið er til kaupa á þeirra verkum.
Það dettur engum í hug að setja iðnfyrirtæki sem ekki framleiða seljanlega vöru á framfæri hins opinbera og það sama á að eiga við um iðnaðarstéttina listamenn, á sama tíma og við skerðum í heilbrigðiskerfinu á ekki að ausa fé í gæluverkefni einstakra stjórnmálamanna. Listamaður sem framleiðir seljanlega vöru dafnar og mér finnst sjálfsagt að hjálpa þeim sem vilja skapa með lánsfyrirgreiðslu eins og hverjum öðrum iðnframleiðanda, slíkt fjármagn á að fara með sem lánsfé en ekki gjafafé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.
Vilji listunnendur halda einhverjum uppi er vel hægt að stofna styrktarsjóð í næsta banka, það er komin tími á að stoppa þessa höfðingja í úthlutun á annarra manna fé.
![]() |
Meirihluti andvígur listamannalaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. maí 2013
Samúðar og óttaiðnaður í sókn
Baráttan um völd og peninga undir yfirskini manngæsku heldur áfram, hinar sístækkandi starfsstéttir athvarfa þurfa nú meira fé og umfjöllun til að tryggja sér aðföng.
Nú skal SÁÁ rifið til grunna ef þarf svo hægt sé að ná bita í búin, hefðbundinn aðför með vafasama fræðimenn fullyrðinga í fararbroddi og svo kemur fjölmiðlastóðið í slóð brauðmola.
Minnir um margt á óttaiðnaðinn sem hefur gert út á fjölmiðlana sem eru oftast ekki að spyrja ef þeim tekst að selja, ótrúlega líkir ódýrum hórum sem taka víst öllu fyrir fé því sjálfsvirðingin er enginn.
Mér finnst botninum á mannlífinu náð með því að rífa sundur traustið og samhjálpina í samfélaginu, með því að salta óttans salti í sárin og koma svo sem engill samúðarinnar fram í fjölmiðlum.
Er hægt að leggjast neðar en þetta, hefur aldrei hvarflað að fólki að efna til málþings og ræða málin af þekkingu og yfirvegun þar sem fleiri sjónarmið fá aðkomu.
Að safna saman rekjanlegri og staðfestri þekkingu til að greina faglega þessa hættu og þessar ógnir sem verið er að ala á alla daga, er verðugt verkefni fyrir stjórnvöld og háskólasamfélagið.
Veit ekki til þess að verið sé að gera slíkt, enda hverfur oftast óvinurinn við fræðslu og aukna vitneskju sem þýðir þá horfinn rekstrargrundvöll fyrir samúðar og óttaiðnaðinn.
Líklega eru óvandaðir fjölmiðlar samt mesta samfélagsógnin þegar upp er staðið.
![]() |
Notfæra sér konur í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. apríl 2013
Rangfærslur og blekkingar
Hér er enn ein fullyrðingin sett fram til að spila inn á ótta fólks, fullyrðing sem er blekkjandi og beinlínis röng.
Ferðalagið verður aldrei styttra en 5-6 tímar ef farið er til Keflavíkur. Flugið er lengra og svo þarf að keyra til baka. Það munar um klukkutíma í viðbót. Fyrir utan að þú gerir ekki mikið fyrir slasað fólk í sjúkrabíl í forgangsakstri.
Það er mjög gott sjúkrahús á Akureyri til dæmis, það er líka til dæmis hægt að taka sig saman í andlitinu og halda sjúkrahúsinu í Keflavík í alvöru rekstri og þá er enginn akstur til Reykjavíkur nauðsynlegur.
Hvað með yfir 21.000 íbúa á suðurnesjum sem þurfa að lifa af akstur til Reykjavíkur, hvað með okkur á Fljótsdalshéraði sem þurfum að tóra akstur yfir fjalllendi til Norðfjarðar á sjúkrahús og svo aftur til baka á flugvöllinn á Egilsstöðum.
Flutningur á flugvellinum í Reykjavík til Keflavíkur er þjóðinni fyrir bestu og skapar tækifæri frekar en vandamál, menn í læknastétt ættu að fara að hætta að spila inn á ótta fólks til að tryggja það að viðhaldið verði þægindum minnihlutahóps og hagsmunum flugrekanda á kostnað þjóðar.
Það er miklu nær að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og um leið tryggja betri bráðamóttöku á bæði Akureyri sem og í Keflavík til að taka á móti þeim sem þurfa í flug.
Tryggjum hagsmuni fjöldans frekar en einstaklinga.
![]() |
Staðsetning flugvallar spurning um líf eða dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Ábyrgðarlaust fullyrðinga gaspur
Mikið ofboðslega er ég orðin þreyttur á þessu fullyrðinga gaspri og upphrópunum um mismunun í laun um sem nánast aldrei reynast eiga við rekjanleg rök að styðjast.
Það virðist vera stefnan hjá mörgum svokölluðum jafnréttisfrömuðum að láta staðreyndir eiga sig og garga frekar endalausa frasa og fullyrðingar, hversvegna er nánast aldrei farið með svokallaðan launamismun fyrir dóm eða hann kærður.
Liggur svarið ekki nokkuð ljóst fyrir, það er vegna þess að mismununin er oftast huglægt mat byggt á tilfinningum en ekki rekjanlegum staðreyndum sem hægt væri að dómtaka.
Þessir sjálfskipuðu jafnréttisfrömuðir eru oftast pólitískir galgopar sem eru að reina að slá sjálfa/n sig til riddara og öðlast frama, ekki á eigin verðleikum heldur byggðan á ósætti, ófrið og ótta.
Saman erum við flest öll að vinna að réttlátara og friðsælla sáttarsamfélagi, við viljum samvinnu og samræður til að finna lausnir sem eru til heilla en ekki upphrópanir og ábyrgðarlaus öskur.
Er ekki komin tími á að hætta að auglýsa upp gasprara sem enginn rök geta fært fyrir sýnum málflutningi.
![]() |
Launamunur kynjanna 18,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |