Animal Farm samfélagið

Fyrir ekki svo löngu skaut Íslenska lögreglan mann til bana sem átti við geðræn vandamál að etja, ég veit ekki til þess að lögreglumaður hafi verið skotin til bana af íbúum þessa lands.

Er ekki réttara að auka fyrst kröfur um menntun og þjálfun lögreglumanna sem og um fagleg vinnubrögð frekar en að gera svona lagað.

Aldrei hef ég heyrt af rannsókn sem sýnir að öryggi lögreglumanna hafi aukist við vopnaburð né að alvarlegum glæpum hafi fækkað, hinsvegar hef ég heyrt af stigmögnun í framhaldi af svona aðgerðum.

Lengi hafa talsmenn lögreglufélags talað um virðingarleysi fyrir lögreglu og óskað eftir vopnum til verndar sér, það er misskilningur að virðing skapist við ógnun eða hótun um notkun svona vopna: http://youtu.be/1ZaIX6LccTg

Þetta eru einfaldlega skýr skilaboð til glæpamanna um að nú skuli þeir líka vopnast og vera tilbúnir til átaka, því ekki sé lengur um hefðbundnar stimpingar við handtöku að ræða.

Þetta mun valda breytingu á viðhorfi til lögreglu, hún er ekki lengur skjól að sækja til heldur ógn að varast sem mun skila sér í þögulli andúð og aukinni fjarlægð. 

Ótti þeirra sem hafa með blekkingum og græðgi söðlað undir sig auðlindir og fyrirtæki þjóðarinnar er skiljanlegur, og þeim finnst þeir eflaust öruggari með vopnaða vernd gegn borgurum þessa lands. 

Mikið afskaplega er Íslenskt samfélag að verða ömurlegt  og líkt Animal Farm samfélaginu sem Georg Orwell lýsir svo vel með þessari mynd: http://youtu.be/w0pys7boNro
 


mbl.is Hríðskotabyssurnar norsk gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega einn stærsti þjófnaður Íslandssögunar

Það virðist unnið að því með skipulögðum hæti að gera Íslendinga að leigjendum að eigin húsnæði sem búið er að selja ofan af þeim vegna hækkunar verðtryggðra lána. Lána sem hækkuð hafa verið að mestu með handstýrðum hætti undanfarin ár.

Er þetta ekki einn stærsti þjófnaður Íslandssögunar sem Íbúðalánasjóður er að framkvæma.

Sjá http://kjarninn.is/ahrifamikid-myndband-um-meinsemdina-i-reykjanesbae og sjá http://www.ruv.is/innlent/gott-ad-bua-i-gami

 http://www.visir.is/soluferli-ibudalanasjods-ognar-ekki-husnaedisoryggi-leigutakanna/article/2014710089949

Ekki mikil reisn yfir framtíðarsýn leiðtogana fyrir þessa þjóð


mbl.is ÍLS selur 400 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með allt niður um sig

Það er ótrúlegt að núna fyrst sé verið að dreifa mælum þegar töluvert er liðið á gos og í stað þess að setja upp fasta mæla upp á heiðum sem hringi inn ástandið, eigi að láta lögregluþjóna skottast um með mælana í vasanum.

Hélt að niðurskurður hefði fækkað lögreglumönnum svo mikið að ekki væru til lausamenn í vísindaleik.

Ef menn hefðu lesið gamlar heimildir um eldri gos væri löngu búið að setja upp mælanet ofan við byggð en ekki inn í byggð, það er ekkert nýtt að gerast og til skammar að það hafi verið mælar hjá ALCOA sem greindu þetta fyrst fyrir slysni.

Yfirvöld og stjórnmálamenn hafa verið sem sofandi larfar, uppteknir við að taka “selfie“ í samhæfingarmiðstöð og fá mynd af sér í þyrlu við að skoða aðstæður þó mér vitandi hafi þeir enga þekkingu til að meta aðstæður né sé þörf á að þeir leiki sér á þyrlu eins og litlir strákar í dótakassa.

Þetta er víst gert í útlöndum að eyða miljónum af almannafé í ímyndasköpun stjórnmálamanna í stað þess að kaupa búnað fyrir peningana, og dreifa sem næst hugsanlegum notkunarstað.

Trú mín á getu yfirvalda til að takast á við vandan er nánast enginn en ég hef hinsvegar tröllatrú á flestum starfsmönnum hinna vinnandi stofnana og fyrirtækja ríkisins.

Við skulum vona að stjórnmálamenn hafi vit á að láta þá um undirbúning og framkvæmd aðgerða, en  “selfie“ leikurinn og sviðsettu viðtölin verði bundin við sjálfhverfu Action Man drengina.

Þetta er ekki fyrsta né síðasta gos á Íslandi og rétt að skoða sögu og reynslu fyrri atburða, nú þegar hefur þetta haft töluverð áhrif á heilsu fólks á svæðinu og dæmi um brottflutning af heilsufarsástæðum eru til staðar.


mbl.is Vilja viðbragðsáætlun fyrir Austurland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggjum mannvirðingu handa öllu launafólki, líka aldraðra og öryrkja

Það lýsir best hinum innri manni hvernig við komum fram við þá sem eru varnalausir og á okkur treysta, rík þjóð sem Íslendingar á að sjá sóma sinn í að tryggja öllum lágmarks framfærslu til samræmis við raunverulegan framfærslukostnað.

Það sparkar engin með heilbrigða siðvitund í liggjandi mann né skerðir lífsgæði þeirra þögulu.

Ég bið ykkur um að hjálpa mér við að safna undirskriftum til að þrýsta á Alþingi um að sett verði lög til að tryggja lágmarkslaun og að við þau verði framfærsla öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og annarra sem fá bætur miðuð.

Við eigum ekki að umbera biðraðir eftir matar og fjárhagsaðstoð í jafn auðlindaríku landi og okkar

Friður og sátt tryggir velmegun, mismunun og stéttskipting tryggir ófrið og sundrungu.

Vinsamlega undirritið og deilið áfram sem mest

http://www.avaaz.org/en/petition/Althingi_setji_log_um_lagmarkslaun_Vid_skorum_a_Althingi_ad_logsetja_lagmarkslaun_til_samraemis_vid_framfaerslu/?copy


Gömul speki

Gamall maður sagði við barn sitt.

Í okkur öllum er barátta á milli tveggja afla.

Hvíslað

Annað er illt. Það er reiði, afbrýðisemi, fyrirlitning, lygi, dramb og sjálfselska.

Hitt er gott. Það er gleði, friður, ást, von, auðmýkt, samúð, góðvild og sannleikur.

Barnið varð hugsi og spurði, hvort aflið mun sigra.

Gamli maðurinn svaraði.

Það aflið sem þú fóðrar.


Stóri feluleikurinn

Hér á okkar fagra landi er margt gott og mannbætandi en líka sumt þreytandi og mannskemmandi.

Vertu gott fordæmi

 

Þar ber að mínu mati hæðst hræsnin, afneitunin og feluleikurinn á raunveruleikanum.

Ég er þá að tala um þá áráttu að fela eða banna allt sem er óþægilegt og ekki samræmist pólitískri rétthugsun tímans.

Við bönnum vændi og hrekjum það í felur sem virkar eins og beinn fjárstuðningur við undirheima.

Við bönnum öll fíkniefni sem líka virkar sem rekstrarstuðningur við glæpaiðnaðinn og eltumst við neytendur sem eru oftast þarfnast hjálpar en ekki refsingar

Við skiptum um heiti á vandamálum eða hlutum sem valda óþægilegum tilfinningum og bönnum orðanotkun, eins og einhver hlusti á slíkt.

Það má ekki nota sum orð eða segja til dæmis fáviti, niggari eða fjölmörg önnur orð sem mætti telja upp en eru álitin meiðandi eða særandi að mati sumra

Það leysir ekkert að tala ekki um það sem þarf að ræða eða skipta út orðum til að hylja meininguna.

Vilji fólk takast á við fordóma eða vandamál er eina raunhæfa leiðin sú að ræða hlutina, en ekki að þagga þá niður með gífuryrðaflaumi og fela með orðaleikjum eða grafa utan opinberrar vitneskju.

Við komumst ekkert áfram með afneitun á raunveruleikanum eða fordæmingu á skoðunum annarra, við hjökkum bara áfram í fúkyrðafeni athugasemda.

Andið, skýrið ykkar sjónarmið og við finnum skinsamar lausnir saman þar sem allir gefa eftir og enginn sigrar en friður helst og sátt skapast.


Ráðherra hvetur til lögbrota

Finnst þetta ekki flókið mál, Landbúnaðarráðherra sem er hluti framkvæmdavalds neita að hlýða lögbundnum fyrirmælum frá Alþingi.

Lög frá Alþingi eru ekki konfektmolar í öskju þar sem maður má velja úr það sem manni hentar

Á almennum vinnumarkaði er það að hlíða ekki löglegum fyrirmælum yfirmanns talið jafngilda uppsögn, það er því tilvalið að skipa annan starfsmann í embættið og senda málsmeðferð fyrir Landsdóm

 

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

1944 nr. 33 17. júní

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál


Lög um ráðherraábyrgð

1963 nr. 4 19. febrúar

1. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem fyrir er mælt í stjórnarskrá og lögum þessum.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt.

 2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. 

 

Ráðherrann vísar til jafnræðisreglu og tala um aðlögunartíma fyrir svínabændur sem eru flestir komnir inn í fyrirtækjarekstur, en ef þau rök eiga að halda verður einnig að gera það sama við alla innleiðingu annarra laga framvegis.

Ráðherrann hefur ekki neinn rétt né vald til slíkra hluta, löggjafavaldið er hjá Alþingi

Til hvers er Alþingi ef lög þaðan eru álitin leiðbeinandi tilmæli af Framkvæmdavaldi og ekkert annað. 


Hvernig hegðar þú þér, ertu þokkaleg fyrirmynd ?

7580_553662467989024_1896783375_nVoðalega eru nú Íslendingar almennt mikil börn þöggunar, það er töluvert af fólki sem vill hvorki lýða önnur trúarbrögð né almenn vill gera neinar breytingar á samfélaginu eða veita fólki af erlendum uppruna lengra dvalarleyfi en 3 mánuði.
Að venju er brugðist við af hinum pólitíska rétttrúnaðarsöfnuði með gífuryrðum og upphrópunum sem og digurbarkalegum yfirlýsingum í öðrum fjölmiðlum til að kæfa raddir annarra sjónarmiða.
Ef við viljum leysa úr skoðanaágreiningi þá verðum við að tala saman eins og fullorðið fólk, það er allt í lagi að vilja verja samfélagið gegn utanaðkomandi áhrifum og bara sjálfsagt að hvetja fólk til að tjá sig um hvað veldur áhyggjum og virkar ógnandi.
Við ræðum svo saman í riti sem ræðu og finnum ásættanlegan flöt málamiðlunar, þannig virkar samfélagið best en ekki með flugeldasýningum yfirgangs og öfga á báða vegu.
Þetta er alveg sama eineltis hegðunin og við fordæmum á skólalóðinni, börnin gera það sem fyrir þeim er haft en ekki það sem er sagt.
Hvernig hegðar þú þér, ertu þokkaleg fyrirmynd ?
mbl.is Styður ekki lengur framboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eyða byggð

Þetta er búið að vera að gerast í nafni hagræðingar, heilu byggðalöginn eru í andaslitrunum vegna stuðnings stjórnvalda við ábyrgðalausa græðgi


Að eyðileggja Íslenskt fjölskyldusamfélag

Bil milli stétta

Við erum að ná þessu, að eyðileggja Íslenskt fjölskyldusamfélag og hafa þetta "eins og víða erlendis" sem er víst stefnan hjá fólk sem vill breyta samfélaginu yfir í alþjóðlegt og leggur fæð á allt sem kalla má föðurlandsást eða rætur.
Hættum að framkvæma copy-paste upptöku laga og reglugerða EES án umræðu, setjum stefnuna á bæði lagalegt og efnahagslegt jafnræði allra Íslendinga.
Bindum með lögum að lágmarkslaun og bætur miðist við neysluviðmið Velferðaráðuneytis

https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/

Í skýrslu Rauða kross­ins nú kem­ur einnig fram að stétta­skipt­ing sé meiri í ís­lensku sam­fé­lagi en fyr­ir ára­tug, og mis­skipt­ing lífs­gæða hafi auk­ist. Fleiri njóta fram­færslu­styrks sveit­ar­fé­laga en áður, 9% lands­manna eru und­ir fá­tækra­mörk­um og 13% til viðbót­ar eiga á hættu að verða fá­tæk­ir beri eitt­hvað út af eða aðstæður breyt­ast.

Þannig hafi fjöldi fólks ekki efni á heil­brigðis- eða tann­læknaþjón­ustu fyr­ir sig og börn sín og verði að velja milli hvaða reikn­inga skal borga við mánaðamót. Þetta er einnig í sam­ræmi við sam­an­tekt­ir Rauðakross­fé­laga í Evr­ópu sem benda til að mjög fjölgi í hópi ný­fá­tækra og að þeir fá­tæku verði fá­tæk­ari."


mbl.is Vaxandi stéttaskipting á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband