Laugardagur, 16. febrúar 2013
Með fyrirvara, en vekur von
![]() |
Lánin álitin ólögleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 8. febrúar 2013
Örlæti á annarra manna fé
Nú gerast frambjóðendur enn á ný miklir höfðingjar á annarra manna fé, ráðstafað er skattgreiðslum okkar og já barnanna líka því svo mikil er skuldsetningin orðin.
Ég held að frambjóðendum væri nær að koma með sparnaðarráð og lausnir á skuldsetningu, en ekki auka enn á vanda sem þeir að vísu bjuggu til í upphafi með afnámi á lögum sem hindruðu einkavinavæðinguna og svo aðgerðarleysi í framhaldinu.
Annars er oft á tíðum lítinn mun að sjá á fjármálasnilld sveitatstjórnar eða þingmanna eins sjá má á stöðu ríkissjóðs, og margra gjaldþrota sveitarsjóða.
Það vantar að setja í lög skorður á aðkomu stjórnmálamanna að fjármunum og framkvæmdum, og þá vantar sárlega lög sem gera þessa einstaklinga persónulega ábyrga fyrir gjörðum sýnum.
Svo kölluð pólitísk ábyrgð er kjaftæði sem slegið er fram til að komast hjá kröfum um að lög verði sett sem stöðva ábyrgðalausa hegðan þessara fulltrúa, er ekki komin tími á að krefjast þess að þingmenn fari að gera það sem þeir eru kosnir til að gera en hætti að böðlast í verkefnum framkvæmdavalds.
![]() |
Margir milljarðar í ný útgjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2013 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Röng spurning
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætti kanski frekar að spyrja hvers vegna það var umfjöllun fjölmiðla sem kom þessum málum í lögformlegt ferli en ekki skoða hvernig hægt sé að þagga þetta niður í framtíðinni.
Þetta er ekki flókið kæru þingmenn.
Ef fólki finnst lögum ekki framfylgt mun það taka löginn í sýnar hendur, ef lög eru ekki sett í sátt við þjóð verða þau ekki virt.
![]() |
Dómar falli ekki í fjölmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. janúar 2013
Hol og skilningslaus mynd
Mér finnst þessari mynd hampað um fram það sem hún á skilið, það er enginn sannfærandi leikur í gangi og vottar varla fyrir skilningi á þeirri örvæntingu sem grípur menn er dauðinn bankar upp á. Túlkun leikaranna á örvæntingunni er dofinn og dauð sem viðbrögð hasshausa, þessi mynd varð mér mikil vonbrigði. Eftir að hafa sjálfur tekist á við ískaldann sjó í vetrarmyrkri og haldið að öllu væri lokið tel ég mig bæði hafa upplifað viðbrögð annarra, sem og fundið eigin ótta og þá örvæntingu sem grípur. Það er enginn tilfinningaleg flatneskja í gangi við svona aðstæður í byrjun þó kuldinn skapi hana er heilinn fer að tapa hita og menn fara að ruglast. Ég dró fram úr hófi að horfa á þessa mynd því bæði tilfinningar og minningar virðast vakna af dvala, dvala sem maður vill gjarnan viðhalda. Loksins er ég horfði á myndina þá fannst mér ég sem svikinn því þessu mikla tækifæri sem leikararnir og leikstjórinn fengu þarna til að vinna afrek, með því að sýna örvæntinguna og baráttuna fyrir því að lifa. Var gjörsamlega klúðrað.
![]() |
Baltasar: Það er bara næst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. desember 2012
Vel orðuð hugsun og góð
Ég ætla að leyfa mér að birta hér orð Ómars Geirssonar.
,,Ég segi bara, velkominn til liðs við Hreyfingu lífsins.
Við vitum hvað við viljum, við viljum lifa, lifa af þessa kreppu sem fólk, sem manneskjur, og við vitum að samúð og samhygð er límið sem heldur samfélögum fólks saman.
Við vitum að maðurinn fæddist frjáls, og vill fá að lifa frjáls þó hann verði að beygja sig undir reglur samfélagsins. En þær reglur eiga ekki að þvinga eða kúga, ofstjórna eða þrúga, þær eiga að snúast um grunngildi og þjóna þeim markmiðum að viðhalda friði og stöðugleika.
Siðaður maður með siðaða lífsskoðun þarf ekki svo margar reglur, hann þekkir muninn á réttu og röngu, og ef athafnasemi hans byggir á þeim gildum, þá fylgir henni gróska og gróandi, öllum til heilla.
Við ofreglum ekki samfélagið til að bregðast við afbrigðilegri hegðun, það er tekist á við hana þar sem hún er, en ekki gengið út frá því að allir séu afbrigðilegir og þurfi hið stranga regluverk.
Það rekur enginn búð sem gengur fyrirfram út frá því að allir sem inn koma séu þjófar, en ekki viðskiptavinir. Vissulega er sú parnója til en henni er sjálfhætt þegar síðasti viðskiptavinurinn hverfur á braut. Vitur búðareigandi tekst á við þjófinn, reynir að verjast hegðun hans, reynir að sjá hann út. En glíman er á milli hans og þjófsins, ekki hans og viðskiptavinarins.
Eins er það heilbrigt samfélag, það gengur út frá því að allt sé í lagi þar til annað kemur í ljós. Það er þjóðfélag réttrar hegðunar en ekki þjóðfélag lögfræðinga, það er þjóðfélag gagnkvæmra viðskipta þar sem báðir hafa hag af, en ekki siðlausra hegðunar þar sem allt er leyfilegt, ef það er ekki sérstaklega bannað.
Sem endar í því að allt má ef af því hlýst gróði.
Hagfræði lífsins segir að rétt ákvörðun á hverju vandamáli sé sú sem veldur ekki öðrum skaða. Einföld hugsun sem opnar nýjar víddir í þróun samfélaga.
Því átakferlin hverfa smátt og smátt þegar hagur allra er að láta samfélagið vaxa og dafna.
Þannig veður þjóðfélag 21. aldar, eða það verður ekkert þjóðfélag.
Því hagfræði dauðans er komin á endastöð, átakaferlin sem hún skapar er komin á það stig að allt er að fara í bál og brand, og enginn sér sér hag í friðnum, allir urra á hvorn annan, vopn eru skekin, skildir brýndir.
Þetta er svo einfalt Óskar, við þurfum aðeins vilja þetta og hitt kemur að sjálfu sér, þar á meðal þessi hugsun orðuð á þann hátt að aðrir skilji.
Ég er aðeins að byrja að orða hana, milljónir eiga eftir að gera það miklu betur, og milljarðar eiga eftir að skilja.
En á meðan þarf einhver að byrja."
Stundum orða aðrir manns eigin hugsun svo vel að litlu er við að bæta.
Laugardagur, 23. júní 2012
Vel að verki staðið
Komin er út skýrsla hjá Landsvirkjun sem sýnir hvað maður var að starfa við frá 2007 til 2011.
Skýrslan er 52mb vegna fjölda ljósmynda en þær segja oft meira en mikill texti.
Er bara andskoti ánægður með mig og mína samstarfsmenn en árangur í svona verkefni byggjast á að ná góðu samstarfi við hæfilíkaríka tækjastjórnendur og flestri þeirra bestu hafa komið að þessu.
Ekki má heldur gleyma samvinnufúsum stjórnendum og eigendum verktakafyrirtækja.
Sjá frétt:
http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/1606
Slóð á skýrslu:
http://valli57.blog.is/users/95/valli57/files/karahnjukavirkjun_fragangur_vinnusvaeda.pdf
Tengill er hér neðst á þessari blogg færslu.
Umfjöllun og gangrýni margra umhverfissinna hefur oftast byggst á upplýsingaskorti og þekkingarleysi á staðháttum sem leitt hefur til upphrópana og ýkjufrásagna sem vert er að leiðrétta.
Umhverfismál eru mikilvægt málefni fyrir komandi kynslóðir og öfgakenndar fullyrðingar hjálpa ekki málstaðnum, margir þeir hörðustu umhverfisverndarsinnar sem ég hef kynnst eru starfandi við verklegar framkvæmdir og í stað þess að hrópa á torgum og í bloggheim þá starfa þeir í hljóði og sýna í verki umhyggju sýna fyrir landinu.
Margar myndirnar í þessari skýrslu lofa þeirra verk með réttu.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júní 2012
Misnotaðir drengir eru væntanlegir glæpamenn
Varla hefði það verið hvetjandi ef konur hefðu fengið þessi sömu skilaboð um að þær væru ekki fórnalömb heldur hættulegar glæpadræsur sem ætti bara eftir að finna og loka inni.
Misnotkun á drengjum er líklega meiri en talið hefur verið og á því þarf að taka, en fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hverskonar ofbeldi þarf að viðhafa á öllum sviðum til að ekki teljist bara eðlilegt að niðurlægja okkar ungu samborgara og skilaboðin sem ungt fólk fái um hvað sé eðlilegt séu óskýr
Dulið ofbeldi sem oft er undir yfirskini til dæmis busunnar eða því að fá innvígslu í félagsskap, er eitthvað sem ætti að stöðva en ekki samþykkja sem eðlilegrar framkomu við aðra manneskju.
Er eðlilegt að löðrunga manneskju og ata aur eða rífa úr fötum og rassskella, en ef slegið er með krepptum hnefa verður það þá að ofbeldi og kæruefni.
Það gengur ekki upp að það sé í lagi að ata nýnema í allskonar óþvera og beita þá hörku né það að rassskella nýliða í íþrótt sé í lagi, ef þessi sama hegðan yrði líklega án undantekninga að sakamáli í daglegu lífi.
Hvernig er hægt að bera traust til skólayfirvalda og íþróttahreyfingar sem á að vera að byggja upp heilbrigða sál í hraustum líkama, þegar svona lagað viðgengst ár eftir ár.
Hvaða siðferðismynd og viðhorf hafa þeir sem þetta upplifa og hvernig er viðhorfið eiginlega hjá þeim sem láta þetta viðgangast.
Ég tengi þetta saman því mikilvægasta veganesti sem hver manneskja fær í upphafi og mótar hana mest á sér stað á æskuskeiðinu, og mér finnst fyrirmyndirnar skelfilegar.
![]() |
Brot gegn drengjum er staðreynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. júní 2012
Það var kysstur vöndurinn í dag.
Við höfum fylgst með og mörg hver hvatt þá mótmælendur sem eru nánast orðnir hluti af götumyndinni við Austurvöll til dáða, og dáðst í fjarlægð af þrautseigjunni og ætlaðri lýðræðisástinni.
Nú komu útvegsmenn og sjómenn til að mótmæla eins og þeim er heimillt sem og öðrum þjóðfélagshópum, og þá bregður svo við að þetta fólk götumyndarinnar sem virðist orðið telja sig vera á hinni einu réttu skoðun, kemur til að þagga niður í þessum mótmælendum með frammíköllum sem og með öðrum hætti.
Stokkhólmsheilkennið hefur heltekið þetta fólk sem telur sig orðið eiga mótmæli við Austurvöll, það vill fá að mótmæla þar að vild en hefur ekki umburðarlindi til að bera þegar aðrir hópar í samfélaginu vilja koma sinni röddu að.
Persónulega vill ég tryggja að allar okkar helstu auðlindir sé tryggilega í eigu þjóðarinnar með ákvæði í stjórnarskrá og bjóða út veiðiréttinn með skilyrðum til ákveðins tíma í senn, ég sé engan eðlismun á því að gera út togara eða vinnuvélar og því ætti útboð með svipuðu sniði og tíðkast í verklegum framkvæmdum ekki að vera mikið mál varðandi sjávarútveg.
Ég sé hinsvegar margt athugunarvert við hegðun þeirra götumyndar mótmælenda sem halda að þessi lífsstíll sem þeir virðast sumir hafa tekið upp geri þá að rétthöfum mótmæla á Austurvelli, það er mikill tvískinnung og hræsni fólgin í þeirri afstöðu en ég er viss um að Jóhanna og Steingrímur eru sátt við að hafa með þrautseigju og þolinmæði snúið götumyndar mótmælendum upp í stuðningsmenn við stjórnvöld.
Það var kysstur vöndurinn í dag.
![]() |
Fjölmenni á samstöðufundi á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. júní 2012
Djöfulsins væl er þetta!
Kann enginn orðið Íslensku í þessum væluklúbb sem minnir á lélega eftirlíkingu að Breskum snobbklúbb frekar en Alþingi frjálsra einstaklinga.
Menn og konur eiga að nota okkar fagra mál og beita orðanna vali í stað þess að væla eins og litlir krakkar.
Það er góður siður að gera málefnin upp og afgreiða með hreinskilni, svo er hægt að sættast með því að ná saman eða vera sammála um að vera ósammála.
Að bera virðingu fyrir skoðunum annarra er ekki það sama og að vera sammála.
Virðing alþingis byggist ekki upp á blekkingaleik með bjöllubarningi og gömlum hirðsiðum heldu hreinskiptni og skýru máli.
Falskar ásakanir eru sem bergmál og hitta þann fyrir sem ber þær fram.
![]() |
Þingmenn slegnir yfir ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. júní 2012
Nýtt launa og menntakerfi
Laun og verðleiki manneskju er metin út frá árum sem setið er í skólastofu, hlustað á kennara, leist verkefni og lesnar bækur um oft á tíðum hluti sem aldrei nýtast í daglegu lífi eða starfi.
Þú ert metin út frá vottuðum pappírum sem gefnir eru út af þeim sem hafa atvinnu af því að halda þér við þetta nám.
Sá sem hefur sannað sig við raunverulegar aðstæður og getur framvísað rekjanlegum árangri skiptir engu máli ef pappíra vantar, frá stofnunum sem hafa talið öllum trú um að þekking og greind myndist aðeins við staðlað umhverfi innan veggja þessara söfnunarmiðstöðva fyrir fólk.
Við þurfum að brjótast út úr þessu kerfi sem er farið að lifa að mestu til þess að viðhalda sjálfu sér og sogar til sýn nánast alla fjármuni til nýsköpunar líka, einstaklingsmiðað nám sem fylgir þroska einstaklings og andlegri getu eftir því sem þroskastökkin koma er eina vitræna leiðin og með tölvutækni má gera slíkt án þess að drepa niður frumkvæðið.
Sé nemanda treyst til að stýra eigin námi og hann geti valið sjálfur úr hlaðborði þekkingar án þvingunar mun fara saman áhugi á efni og þekking á því sviði sem skilar okkur jákvæðari og hamingjusamari einstaklingum, að sjálfsögðu verður kennsla í lestri, skrift og stærðfræði að vera sem grunnur en svo á að leyfa frjálst hugarflug með eftirfylgni til að geta hjálpað nema yfir þröskulda.
Að setja kennara inn í þjónustumiðstöð en sleppa nemendum út með fartölvu er gríðarlegur sparnaður fyrir samfélagið og mun skapa samfélag þekkingar og ánægðari einstaklinga.
Óttinn við breytingar og baráttan um að gera sig ómissandi er hindrun á framförum og velferð.
http://youtu.be/gM95HHI4gLk