Laugardagur, 29. júní 2013
Óseljanlegar vörur
Hversvegna í ósköpunum á að greiða þeim sem ekki geta framleitt seljanlega vöru laun úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.
Geti listamaður ekki framleitt neitt sem einhver annar vill kaupa, hver flokkar eða vottar hana þá sem listamann.
Skólakerfið er lengi búið að framleiða svo kallaða listamenn og margir sýningasalir sýna ekki verk annarra en menntaðra listamanna, það er því hægt að framleiða staðlaða og mótaða starfstétt sem er orðin að iðnstétt sem skipulega vinnur í að loka á aðra en þá sem hafa fengið þennan titil í gegn um menntakerfið.
Útkoman er andlegt geldneyti sem ekki getur selt vöru því enginn vill þetta andlausa rusl, á meðan eru náttúrulega hæfileikaríkir listamenn að koma í ljós á kaffihúsum landsbyggðarinnar og sveitamörkuðum sem og einstaka bæjarhátíðum sem enn hafa ekki lokað fyrir þátttöku þeirra á sýningum
Hinir ómenntuðu sýnendur eða eins og sumir kalla amatörar, eru oft kallaðir til því þeirra verk hafa hughrif og vekja athygli sem aftur skapar eftirspurn á vöruna.
Með því að koma í veg fyrir að aðrir en útvaldir geti sýnt það sem þeir hafa fram að færa hefur iðnstéttin listamenn verið í raun að kyrkja sköpun og list, ímyndarsköpun var til þess að tekið var upp samheitið skapandi greinar og það látið ná yfir bæði þær starfsstéttir sem afla tekna og þeirra sem eru útgjaldaliðir fyrir ríkissjóð.
Þetta virðist stundum eingöngu hafa verið gert í þeim tilgangi að geta kastað fram fullyrðingum um tekjusköpun þessara aðila þó inn í samheitinu felist í raun kostnaðarsamar afætur af opinberu fé, hundruð miljóna streyma úr ríkisjóð til rithöfunda og listmálara sem ekki geta selt sínar vörur auk alls þess kostnaðar sem í menntakerfinu liggur og varið er til kaupa á þeirra verkum.
Það dettur engum í hug að setja iðnfyrirtæki sem ekki framleiða seljanlega vöru á framfæri hins opinbera og það sama á að eiga við um iðnaðarstéttina listamenn, á sama tíma og við skerðum í heilbrigðiskerfinu á ekki að ausa fé í gæluverkefni einstakra stjórnmálamanna. Listamaður sem framleiðir seljanlega vöru dafnar og mér finnst sjálfsagt að hjálpa þeim sem vilja skapa með lánsfyrirgreiðslu eins og hverjum öðrum iðnframleiðanda, slíkt fjármagn á að fara með sem lánsfé en ekki gjafafé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.
Vilji listunnendur halda einhverjum uppi er vel hægt að stofna styrktarsjóð í næsta banka, það er komin tími á að stoppa þessa höfðingja í úthlutun á annarra manna fé.
![]() |
Meirihluti andvígur listamannalaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. maí 2013
Samúðar og óttaiðnaður í sókn
Baráttan um völd og peninga undir yfirskini manngæsku heldur áfram, hinar sístækkandi starfsstéttir athvarfa þurfa nú meira fé og umfjöllun til að tryggja sér aðföng.
Nú skal SÁÁ rifið til grunna ef þarf svo hægt sé að ná bita í búin, hefðbundinn aðför með vafasama fræðimenn fullyrðinga í fararbroddi og svo kemur fjölmiðlastóðið í slóð brauðmola.
Minnir um margt á óttaiðnaðinn sem hefur gert út á fjölmiðlana sem eru oftast ekki að spyrja ef þeim tekst að selja, ótrúlega líkir ódýrum hórum sem taka víst öllu fyrir fé því sjálfsvirðingin er enginn.
Mér finnst botninum á mannlífinu náð með því að rífa sundur traustið og samhjálpina í samfélaginu, með því að salta óttans salti í sárin og koma svo sem engill samúðarinnar fram í fjölmiðlum.
Er hægt að leggjast neðar en þetta, hefur aldrei hvarflað að fólki að efna til málþings og ræða málin af þekkingu og yfirvegun þar sem fleiri sjónarmið fá aðkomu.
Að safna saman rekjanlegri og staðfestri þekkingu til að greina faglega þessa hættu og þessar ógnir sem verið er að ala á alla daga, er verðugt verkefni fyrir stjórnvöld og háskólasamfélagið.
Veit ekki til þess að verið sé að gera slíkt, enda hverfur oftast óvinurinn við fræðslu og aukna vitneskju sem þýðir þá horfinn rekstrargrundvöll fyrir samúðar og óttaiðnaðinn.
Líklega eru óvandaðir fjölmiðlar samt mesta samfélagsógnin þegar upp er staðið.
![]() |
Notfæra sér konur í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. apríl 2013
Rangfærslur og blekkingar
Hér er enn ein fullyrðingin sett fram til að spila inn á ótta fólks, fullyrðing sem er blekkjandi og beinlínis röng.
Ferðalagið verður aldrei styttra en 5-6 tímar ef farið er til Keflavíkur. Flugið er lengra og svo þarf að keyra til baka. Það munar um klukkutíma í viðbót. Fyrir utan að þú gerir ekki mikið fyrir slasað fólk í sjúkrabíl í forgangsakstri.
Það er mjög gott sjúkrahús á Akureyri til dæmis, það er líka til dæmis hægt að taka sig saman í andlitinu og halda sjúkrahúsinu í Keflavík í alvöru rekstri og þá er enginn akstur til Reykjavíkur nauðsynlegur.
Hvað með yfir 21.000 íbúa á suðurnesjum sem þurfa að lifa af akstur til Reykjavíkur, hvað með okkur á Fljótsdalshéraði sem þurfum að tóra akstur yfir fjalllendi til Norðfjarðar á sjúkrahús og svo aftur til baka á flugvöllinn á Egilsstöðum.
Flutningur á flugvellinum í Reykjavík til Keflavíkur er þjóðinni fyrir bestu og skapar tækifæri frekar en vandamál, menn í læknastétt ættu að fara að hætta að spila inn á ótta fólks til að tryggja það að viðhaldið verði þægindum minnihlutahóps og hagsmunum flugrekanda á kostnað þjóðar.
Það er miklu nær að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og um leið tryggja betri bráðamóttöku á bæði Akureyri sem og í Keflavík til að taka á móti þeim sem þurfa í flug.
Tryggjum hagsmuni fjöldans frekar en einstaklinga.
![]() |
Staðsetning flugvallar spurning um líf eða dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Ábyrgðarlaust fullyrðinga gaspur
Mikið ofboðslega er ég orðin þreyttur á þessu fullyrðinga gaspri og upphrópunum um mismunun í laun um sem nánast aldrei reynast eiga við rekjanleg rök að styðjast.
Það virðist vera stefnan hjá mörgum svokölluðum jafnréttisfrömuðum að láta staðreyndir eiga sig og garga frekar endalausa frasa og fullyrðingar, hversvegna er nánast aldrei farið með svokallaðan launamismun fyrir dóm eða hann kærður.
Liggur svarið ekki nokkuð ljóst fyrir, það er vegna þess að mismununin er oftast huglægt mat byggt á tilfinningum en ekki rekjanlegum staðreyndum sem hægt væri að dómtaka.
Þessir sjálfskipuðu jafnréttisfrömuðir eru oftast pólitískir galgopar sem eru að reina að slá sjálfa/n sig til riddara og öðlast frama, ekki á eigin verðleikum heldur byggðan á ósætti, ófrið og ótta.
Saman erum við flest öll að vinna að réttlátara og friðsælla sáttarsamfélagi, við viljum samvinnu og samræður til að finna lausnir sem eru til heilla en ekki upphrópanir og ábyrgðarlaus öskur.
Er ekki komin tími á að hætta að auglýsa upp gasprara sem enginn rök geta fært fyrir sýnum málflutningi.
![]() |
Launamunur kynjanna 18,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Fyrirmyndar fréttamennska
Íslendingar nota Facebook næstmest
Íbúar Katar eru eina þjóðin í heiminum sem notar samskiptaforritið Facebook meira en Íslendingar. 72,4% landsmanna nota nú forritið en 81,2% íbúa Katar.
Þetta kemur fram í lista Icelandic Review. Lítill munur er á notkun milli kynja hér á landi. Konur eru 52% notenda og karlar 48%. Flestir íslenskir notendur eru á aldursbilinu 25-34 ára og næstflestir eru 18-24 ára.
Í þriðja sæti yfir þær þjóðir sem nota Facebook mest sitja Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Singapúr er í því fjórða og Taívan í fimmta.
Af tölum frá Norðurlöndum má sjá að Íslendingar eru talsvert iðnari en nágrannaþjóðir. Ríflega helmingur Norðmanna, Dana og Svía nýta sér forritið í hverjum mánuði.
Þriðjudagur, 16. apríl 2013
Þetta er bilun
Mér finnst að það ætti að stöðva alla opinbera skógrækt uns búið er að setja upp þrívíddar módel af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og setja það í grenndarkynningu.
Ferðamenn koma til Íslands til að njóta útsýnis, erlendir kvikmyndagerðamenn koma vegna þess að þeim finnst auðnin svo stórkostleg en þetta allt á að leggja undir til að verða við óskum hagsmunaraðila og halda aftur af framleiðslu lambakjöts.
Þar fyrir utan er þessi ríkisrekna skógrækt ein klikkaðasta meðferð á skattfé sem ég veit um, ríkið borgar 97% af kostnaði og heldur upp stofnunum tengdum skógrækt með tilheyrandi kostnaði af skattfé, útkoman úr þessu er timbur sem notað er sem eldiviður að mestu og meira að segja er verið að fara fram á niðurgreiðslu á ríkisstyrkta eldiviðnum til að það borgi sig að nota hann.
Er ekki komin tími á að fara að hugsa?
http://www.skogur.is/media/utgafa/Arsrit_SR_2011_lores.pdf
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. apríl 2013
Loforðaflaumur.
Við erum að fara að kjósa okkur fulltrúa inn á Alþingi, þessa dagana eru frambjóðendur að keppast um að lofa betur en næsti frambjóðandi.
Þar sem þetta fólk er að sækjast eftir starfi inn á Alþingi þar sem hlutverk þess er að setja landinu lög og reglur, þá undrast ég alltaf hvað fáir spyrja þetta fólk um hvaða lög eða lagabreytingar þetta fólk hyggst framkvæma ef því tekst að fá meirihluta þingmanna til að samþykkja það með sér.
Frambjóðendur tala um fjármál en eru ekki að fara að starfa í banka, þeir tala um framkvæmdir en eru ekki að fara að vinna hjá vegagerðinni, þeir tala um að skapa störf en eru ekki að fara að reka iðnfyrirtæki né hafa bein mannayfirráð.
Hvernig ætla frambjóðendur að standa við stóru orðinn með setningu laga eða breytingu á eldri lögum, hafa þeir ekkert fram að færa annað en almennt spjall og innantóm loforð ?

Föstudagur, 12. apríl 2013
Ekkert er of lítið að vita né of stórt til að reyna
Ekkert er of lítið að vita né of stórt til að reyna, sagði William Van Horne
Við eigum ekki að taka þá áhættu að fórna lífríkinu í og við Mývatn, vegna þrýstings frá hagsmunaraðilum með skammtíma hagnað í huga.
Stjórnmálamenn í kosningaham virðast ekki hika við að fórna hverju sem er til að tryggja sér atkvæði, náttúruperlur sem og miljarðar af skattfé almennings virðast vera mattador peningar fyrir þeim.
Orka til stóriðju við Húsavík þarf ekki að koma frá jarðgufuvirkjun, það er vel hægt að auka umtalsvert orkuvinnslu á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem öðrum virkjanasvæðum Landsvirkjunar og styrkja flutningslínur.
Nýtum betur þau svæði sem þegar er búið að raska og förum aftur yfir rannsóknir á Mývatnssvæðinu sem og skoðum hvað er að gerast í Þingvallavatni, sumt verður ekki aftur tekið og það er nægur tími til góðra verka.
![]() |
Litið alvarlegum augum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. apríl 2013
Eftirmæli okkar
Komandi kynslóðir munu dæma okkur út frá því sem við gerum, en ekki út frá því sem við segjum.
Það er því enn hægt að bjarga eftirmælum okkar ef við bregðumst við tímanlega og göngum í að verja landið.
Skipulögð móttaka á ferðamönnum er nauðsyn til að tryggja þeim ánægjulega dvöl og framtíð fyrir ferðaiðnaðinn, það nýtur þess enginn að skoða útspörkuð forasvæði án allrar aðstöðu.
Uppbygging á salernisaðstöðu, gerð göngustíga og skiljanlegar merkingar er tiltölulega fljótlegt að framkvæma og viðbrögð sem skila miklum árangri á stuttum tíma fyrir tiltölulega lítið fé.
Það er margfalt ódýrara að koma í veg fyrir frekari landspjöll en reyna að lagfæra eftirá, lagfæringar eru nauðsyn en það verður líka að ganga í að hindra frekara tjón vegna ágangs með því að vinna í fyrirbyggjandi aðgerðum samhliða.
Hér er dæmi um frágang sem er til sóma fyrir Landsvirkjun: http://sdrv.ms/10W6nSn
![]() |
Ekki vanþörf á úrbótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. mars 2013
Það er annað og miklu stærra umhverfisslys að gerast
Hef trú á að fjármagnshungrið mikla sé að ýta undir þessi viðbrögð enda eru menn fljótir að fara að tala um bætur frá Landsvirkjun. Man ekki betur en að sumir hverjir sem nú kveina yfir fyrirséðum afleiðingum hafi verið miklir virkjanasinnar í upphafi virkjunar
Það er annað og miklu stærra umhverfisslys að gerast sem er að eyðileggja Fljótsdalshéra og framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu, hingað til Íslands kemur fólk sem vill útsýni en ekki vera innikróað af trjágróðri eins og þeim sem hér á Héraði hefur verið ausið út sem atvinnuskapandi verkefni fyrir bændur án fyrirhyggju.
Trjágróðri þar sem skattborgarar greiða 97% af kostnaðinum, svo fyrir grisjun og að endingu virðist þurfa að niðurgreiða timbrið til að hagkvæmt sé að brenna það til að hita vatn.
Er þetta ekki alklikkaðasta meðferð á skattfé almennings sem til er.
Hjarðir Hreindýra virðast líka hafa flúið af Fljótdalsheiðinni því gott vegakerfi hefur opnað svæðið, er ekki frá því að miklar skammtíma tekjur af veiðimönnum hafi eins og skógræktinni blindað framtíðarsýn
Græðgin virðist vera á góðri leið með að leggja Héraðið niður sem náttúruparadís til frambúðar
![]() |
Vilja fund með Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |