Fyrirmyndar fréttamennska

Ég verð bara að hrósa þessari fyrirmyndar fréttmennsku RÚV sökum þess að fréttamaður vísar til heimilda þannig að lesandinn getur rakið þær og séð hversu ábyggilegar þær eru, þetta mætti sjást oftar og þá væri traustvekjandi ef það kæmi skýrt fram hvort verið væri að nota fréttatilkynningar frá blaðafulltrúum fyrirtækja og hagsmunahópa.
Traust og trúverðug blaðamennska byggist á faglegum vinnubrögðum sem lengi hefur skort. 
 

Íslendingar nota Facebook næstmest

Íslendingar eru dyggir Facebook notendur.

Íbúar Katar eru eina þjóðin í heiminum sem notar samskiptaforritið Facebook meira en Íslendingar. 72,4% landsmanna nota nú forritið en 81,2% íbúa Katar.

Þetta kemur fram í lista Icelandic Review. Lítill munur er á notkun milli kynja hér á landi. Konur eru 52% notenda og karlar 48%. Flestir íslenskir notendur eru á aldursbilinu 25-34 ára og næstflestir eru 18-24 ára.

Í þriðja sæti yfir þær þjóðir sem nota Facebook mest sitja Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Singapúr er í því fjórða og Taívan í fimmta.

Af tölum frá Norðurlöndum má sjá að Íslendingar eru talsvert iðnari en nágrannaþjóðir. Ríflega helmingur Norðmanna, Dana og Svía nýta sér forritið í hverjum mánuði.


Þetta er bilun

Mér finnst að það ætti að stöðva alla opinbera skógrækt uns búið er að setja upp þrívíddar módel af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og setja það í grenndarkynningu.

Ferðamenn koma til Íslands til að njóta útsýnis, erlendir kvikmyndagerðamenn koma vegna þess að þeim finnst auðnin svo stórkostleg en þetta allt á að leggja undir til að verða við óskum hagsmunaraðila og halda aftur af framleiðslu lambakjöts.

Þar fyrir utan er þessi ríkisrekna skógrækt ein klikkaðasta meðferð á skattfé sem ég veit um, ríkið borgar 97% af kostnaði og heldur upp stofnunum tengdum skógrækt með tilheyrandi kostnaði af skattfé, útkoman úr þessu er timbur sem notað er sem eldiviður að mestu og meira að segja er verið að fara fram á niðurgreiðslu á ríkisstyrkta eldiviðnum til að það borgi sig að nota hann.

Er ekki komin tími á að fara að hugsa?

 http://www.skogur.is/media/utgafa/Arsrit_SR_2011_lores.pdf


Loforðaflaumur.

Við erum að fara að kjósa okkur fulltrúa inn á Alþingi, þessa dagana eru frambjóðendur að keppast um að lofa betur en næsti frambjóðandi.

Þar sem þetta fólk er að sækjast eftir starfi inn á Alþingi þar sem hlutverk þess er að setja landinu lög og reglur, þá undrast ég alltaf hvað fáir spyrja þetta fólk um hvaða lög eða lagabreytingar þetta fólk hyggst framkvæma ef því tekst að fá meirihluta þingmanna til að samþykkja það með sér.

Frambjóðendur tala um fjármál en eru ekki að fara að starfa í banka, þeir tala um framkvæmdir en eru ekki að fara að vinna hjá vegagerðinni, þeir tala um að skapa störf en eru ekki að fara að reka iðnfyrirtæki né hafa bein mannayfirráð.

Hvernig ætla frambjóðendur að standa við stóru orðinn með setningu laga eða breytingu á eldri lögum, hafa þeir ekkert fram að færa annað en almennt spjall og innantóm loforð ?

 

johanna_Mínu verki er lokið

Ekkert er of lítið að vita né of stórt til að reyna

Ekkert er of lítið að vita né of stórt til að reyna, sagði William Van Horne

Við eigum ekki að taka þá áhættu að fórna lífríkinu í og við Mývatn, vegna þrýstings frá hagsmunaraðilum með skammtíma hagnað í huga.

Stjórnmálamenn í kosningaham virðast ekki hika við að fórna hverju sem er til að tryggja sér atkvæði, náttúruperlur sem og miljarðar af skattfé almennings virðast vera mattador peningar fyrir þeim.

Orka til stóriðju við Húsavík þarf ekki að koma frá jarðgufuvirkjun, það er vel hægt að auka umtalsvert orkuvinnslu á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem öðrum virkjanasvæðum Landsvirkjunar og styrkja flutningslínur.

Nýtum betur þau svæði sem þegar er búið að raska og förum aftur yfir rannsóknir á Mývatnssvæðinu sem og skoðum hvað er að gerast í Þingvallavatni, sumt verður ekki aftur tekið og það er nægur tími til góðra verka.

 http://landvernd.is/myvatn


mbl.is Litið alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirmæli okkar

Komandi kynslóðir munu dæma okkur út frá því sem við gerum, en ekki út frá því sem við segjum.

Það er því enn hægt að bjarga eftirmælum okkar ef við bregðumst við tímanlega og göngum í að verja landið.

Skipulögð móttaka á ferðamönnum er nauðsyn til að tryggja þeim ánægjulega dvöl og framtíð fyrir ferðaiðnaðinn, það nýtur þess enginn að skoða útspörkuð forasvæði án allrar aðstöðu.

Uppbygging á salernisaðstöðu, gerð göngustíga og skiljanlegar merkingar er tiltölulega fljótlegt að framkvæma og viðbrögð sem skila miklum árangri á stuttum tíma fyrir tiltölulega lítið fé.

Það er margfalt ódýrara að koma í veg fyrir frekari landspjöll en reyna að lagfæra eftirá, lagfæringar eru nauðsyn en það verður líka að ganga í að hindra frekara tjón vegna ágangs með því að vinna í fyrirbyggjandi aðgerðum samhliða.

Hér er dæmi um frágang sem er til sóma fyrir Landsvirkjun: http://sdrv.ms/10W6nSn 


mbl.is Ekki vanþörf á úrbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er annað og miklu stærra umhverfisslys að gerast

Hef trú á að fjármagnshungrið mikla sé að ýta undir þessi viðbrögð enda eru menn fljótir að fara að tala um bætur frá Landsvirkjun. Man ekki betur en að sumir hverjir sem nú kveina yfir fyrirséðum afleiðingum hafi verið miklir virkjanasinnar í upphafi virkjunar

Það er annað og miklu stærra umhverfisslys að gerast sem er að eyðileggja Fljótsdalshéra og framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu, hingað til Íslands kemur fólk sem vill útsýni en ekki vera innikróað af trjágróðri eins og þeim sem hér á Héraði hefur verið ausið út sem atvinnuskapandi verkefni fyrir bændur án fyrirhyggju.

Trjágróðri þar sem skattborgarar greiða 97% af kostnaðinum, svo fyrir grisjun og að endingu virðist þurfa að niðurgreiða timbrið til að hagkvæmt sé að brenna það til að hita vatn.

Er þetta ekki alklikkaðasta meðferð á skattfé almennings sem til er.

Hjarðir Hreindýra virðast líka hafa flúið af Fljótdalsheiðinni því gott vegakerfi hefur opnað svæðið, er ekki frá því að miklar skammtíma tekjur af veiðimönnum hafi eins og skógræktinni blindað framtíðarsýn

Græðgin virðist vera á góðri leið með að leggja Héraðið niður sem náttúruparadís til frambúðar


mbl.is Vilja fund með Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miljarða klúður og enginn ábyrgur

11 km göng til Eyja

Ég veit ekki hvort þessi aðferð var skoðuð eitthvað en er hún ekki farin að verða álitleg, núna þegar búið er að ausa miljörðum í þetta klúður sem Landeyjahöfn er að reynast vera og enginn virðist þurfa að bera ábyrgð á. 

Vegalengdin er 11km ef fylgt er bláu línunni sem er líklega ekki hagkvæmasta né réttasta leiðin, er sett sem liður í að koma hugmynd á framfæri.

http://en.wikipedia.org/wiki/Submerged_floating_tunnel

 http://en.wikipedia.org/wiki/Seikan_Tunnel


mbl.is Markarfljótið fært til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlaus orkufyrirtæki

Þessi svokallaði hagnaður er ekkert annað en viðbótarskattlagning á okkur almenning, það er ótrúleg vitleysa  að reka fjöldann allan af opinberum orkufyrirtækjum (í svokallaðri samkeppni a milli opinberra fyrirtækja) í stað þess að sameina allan pakkana og taka til í rekstrinum og lágmarka verð á orku til almennings.

Þessi fyrirtæki eru opinber og því í eigu almennings en haga sér sem einkafyrirtæki, hvað kostaði það okkur almenning þegar stjórn RARIK fór í útrás fyrir opinbert fé, hvað er verið að greiða pólitískum fulltrúum flokkana í stjórnum þessara fyrirtækja mikið fyrir þeirra veru þar og hver ákveður þeirra þóknanir og eða samþykkir verðskrár þessara fyrirtækja.

Við almenningur erum að reka Landsnet, RARIK, Orkusalan, Orkuveituna, Orkubú Vestfjarða, HS Orku o.f.l ásamt fjöldann allan af viðhengjum.

Það er löngu tímabært að taka til og sameina það sem hægt er til að geta bætt rekstur og lækkað tilkostnað sem á svo að skila sér til neytenda, en ekki hverfa inn í báknið sem endalaust virðist þenjast út á kostnað almennings.

Hvenær verður hún yfirfarin og gerð upp, útrásin hjá RARIK ? 


mbl.is RARIK hagnaðist um 1,5 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm okkar og dugleysi

Það er gríðarlega mikilvægt að halda í þessa jákvæðu ímynd sem við erum að fá og þar á forseti vor Ólafur, skilið lof fyrir dugnað við að koma Íslandi á framfæri við heims pressuna.

En það er til staðar skömm sem er okkar eigin og hún er sú að við erum ekki tilbúin til að taka við þeim sem eru að koma og hvað þá aukningu á straumi ferðamanna.

Að keyra hringveginn að hausti er ekki ánægjuleg ferð, á nánast öllum áningarstöðum er mannaskítur, klósettpappírshrúgur og dömubindi það sem við blasir, þar sem Vegagerðin og sveitarfélöginn eru ekki að koma upp salernisaðstöðu sem veldur því að ferðamenn neyðast til að ganga svona um.

Þessi sóðaskapur og aðstöðuleysi skrifast á okkur sjálf, þá er verið að eyðileggja margar náttúruperlur með ágangi þar sem ekki er búið að afmarka gönguslóða eða koma upp annarri aðstöðu sem nauðsyn er að sé til staðar, svo hægt sé að taka á móti þessum mikla fjölda þannig að gróðurlendi sé ekki varanlega skemmt og ferðamenn fari héðan með góðar minningar og jákvæðar sögur að segja.

Það er grátlegt að hugsa til þess að á sama tíma og met er slegið í atvinnuleysi eru stjórnvöld ekki að fá þessu fólki verkefni til að starfa að við úrbætur, í aðstöðu ferðamanna. 


mbl.is Náttúran og öryggi dregur fólk til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væl blaðamanna sem hælbíta

Sé bara ekkert rangt við að Jón Ásgeir sem og aðrir fari fram á að þeirra hlið á málum fái að koma fram þegar verið er að skrifa um þá fréttir, í raun er það alveg fyrir neðan allar hellur að sú venja Íslenskra blaðamanna að skjóta fyrst og spyrja svo teljist eðlileg vinnubrögð.

Margir einstaklingar sem titlað hafa sig blaðamenn hafa í reynd ekki verið neitt annað en mannorðsmorðingjar sem með dylgjum og hálfkveðnum vísum rakka niður mannorð fólks til að fá sölutölur blaða upp.

Vandaður blaðamaður byrtir bæði sjónarmið og hefur rökstuddar sem rekjanlegar heimildir að baki sýnum skrifum þannig að lesandi geti sjálfur myndað sér skoðun út frá staðreyndum.

Á Íslandi virðist það alsiða að skrifa sem hálfkveðnar vísur, illmælgi og sögusagnir um þjóðþekkta einstaklinga sem svo er dreift sem fréttum án þess að einstaklingurinn sem verið er að fjalla um fái vörnum við komið.

Hvar voru þessar "blaðamannahetjur" í aðdraganda fjármálahruns á Íslandi, þær voru flest allar sem flaðrandi rakkar við borðbrún útrásarvíkinga en koma nú sem hælbítar á eftir öllum sem hægt er að naga.

Virðing og trúverðugleiki er eitthvað sem blaðamenn hafa sjálfir troðið í svaðið með verkum sýnum og ættu nú að snúa sér að því að byggja aftur upp í stað þess að væla ef einhver reynir að verjast þeim hælbítum.


mbl.is Jón Ásgeir reynir að þrýsta á blaðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband