Sjalfsumgleði stjórnmálamanna í samhæfingarmiðstöð

http://www.visir.is/telur-umbrot-i-krysuvik-geta-leitt-til-sprungugoss-i-heidmork/article/2012120529142

Þrátt fyrir að Haraldur Sigurðsson, einn þekktasti og virtasti eldfjallafræðingur Íslendinga, telji að umbrotin í Krýsuvík geti hugsanlega leitt til eldgoss fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn er verið án hiks að hefja byggingu á hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík.
Í Reykjavík er einnig nánast öll lykilþjónusta landsins og í stað þess að byggja hluta af þessu til dæmis á Akureyri, er verið að skera niður nánast allan raunverulegan sjúkrahúsrekstur á landsbyggðinni þannig að það er að vera komin upp sú staða að öll fjöreggin eru í sömu körfunni.
Það vantar ekki sjálfsumgleðina né sýndarmennskuna þegar eitthvað kemur upp á og stjórnmálamenn birtast á sjónvarpsskjánum þar sem þeir eru baðaðir fjölmiðlaathygli í Samhæfingar miðstöðinni Reykjavík og yfirleitt er gasprað í fjölmiðlum um hvað mörg hundruð sjálfboðaliðar hafa verið kallaðir út, en það verður víst minna um árangur þegar rýma þarf Reykjavík þar sem um það verkefni eru víst ekki einu sinni til raunhæfar áætlanir og þeir sem hamast við að verða ómissandi eru skyndilega orðnir fórnalömb.
Það lendir þá á öðrum að framkvæma flutninga á 203.385 höfuðborgarbúum og 21.361 íbúa af Suðurnesjum til viðbótar, og það þarf að taka við þessu fólki, fæða, klæða og skýla auk þess sem aldraðir og sjúkir þurfa þjónustu og margir sjúkrahúspláss sem verður ekki til staðar miðað við óbreytta stefnu og flutning á öllu til Reykjavíkur.
Það verður að vera til önnur stjórnstöð og önnur sjúkrahús ásamt þeim stofnunum sem þarf til að reka landið ef Reykjavík verður úr leik, annað er algert ábyrgðar og andvaraleysi sem því miður einkennir oft of mikla sjálfsánægju.


Gíslataka er ekki innansveitamál

Það ætti öllum að vera ljóst hvað mikilvægur þjóðvegur 1 er byggð í landinu og að hagsmunir fárra verða að víkja til hliðar frekar en þeir séu látnir kæfa atvinnulíf og íbúabyggð annarstaðar á landinu.
Það er því bráð nauðsynlegt að skerða ákvörðunarvald einstaka sveitarfélaga er kemur að þjóðvegi 1, það ætti að vera búið að afhenda sveitarfélögum allt vegakerfið innan sveitarfélagsmarka ásamt þeirri starfssemi Vegagerðar Ríkisins sem er í viðkomandi sveitarfélagi og fela þeim að taka við þeirri skildu sem fylgir veghaldi, en þá verða líka að fylgja tekjur til að gera þeim það kleift.
Það er hálf kjánalegt að ríki og sveitarfélög séu að karpa árlega um kostnað við vegakerfi innan sveitarfélaga, vegakerfi sem er hvorki hentugt fyrir sveitarfélagið né þjónar orðið fullkomlega tilgangi sýnum sem flutningsleið allra landsmanna eftir að búið er að raða hringtorgum og hraðahindrunum á þjóðveg 1 til að hann falli að þörfum einstaka hagmunaaðila.
Ríkið að hafa allar þær lagaheimildir sem þarf til að staðsetja þjóðveg 1 jafnvel utan byggðakjarna ef það þjónar þeim grunntilgangi þjóðvegar 1 að vera örugg og ódýr vöru og fólksflutningaleið.
Nánast öll atvinnustarfssemi á landsbyggðinni er með lífið undir varðandi flutningskostnað og að láta hagsmuni einhvers sjoppueiganda í öðrum landshluta ráða því hvort fyrirtæki lifa eða gefast upp er brjálæði fyrir utan það að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að greiða svona einkahagsmuna dekur í hærri vöruverði.
Sjálfur vill ég efna til opinnar samkeppni um tillögur til styttingu þjóðvegar 1 og bjóða í framhaldi af því út hönnun endurbóta, þannig að við getum verið komin með vitræna flutningsleið innan 10-15 ára sem þjónar öllu landinu en er ekki í gíslatöku einkahagsmuna víða um land.

mbl.is Nefnd fer yfir vegi og skipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara ekki að koma kosningar

Sósíalismi Samfylkingar og Vinstri Grænna er sem heimspeki eymdarinnar,
Trúarjátning fáfræði og fagnaðarerindi öfundar,
Útkoman og helsta dyggðin er jöfn dreifing á eymd og vonleysi

Vill vísa á annað lesmál

Saga manns sem ákvað að láta árita á skuldabréfið sitt í samræmi við konungstilskipun frá 1798

Hér er slóðin.

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1219878/?fb=1


Svikin við lýðræðið

Það er einmitt þarna sem svikin við lýðræðið opinberast og B.B sem aðrir flokksmenn sjá eflaust ekki hvað er rangt við orðavalið, Það er ekki formanna stjórnmálaflokka að stjórna atkvæðum samflokksmanna sem hafa svarið eið að stjórnarskránni um að vera samkvæmir sjálfum sér.

Engin furða þó illa sé komið þegar þingmenn sverja eið sem þeir brjóta að skipan formanna flokkana, hvaða tuskur hafa þá þingmenn Sjálfstæðisflokks verið í gegn um tíðina ef B.B þekkir ekki önnur vinnubrögð.


mbl.is Hafa ekki stjórn á þingflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakklæti eða ?

Oft verður mér hugsað um orðið þakklæti, orð sem lýsi mínum tilfinningum gagnvart lífinu og þeim tækifærum sem mér hafa gefist til að byggja upp og efla þetta samfélag sem Íslensk þjóð er.

Mér finnst samt sárgrætilegt að vita til þess að hluti af minni og fyrri kynslóð hefur misfarist að færa þetta viðhorf áfram og  þá sérstaklega til menntakerfisins, sem við byggðum upp saman landinu til hagsældar að því  sem við álitum.

Á meðan við vorum að sinna daglegum störfum og greiddum mikinn hluta af okkar launum til sameiginlegra sjóða sem voru nýtir til að byggja upp samfélagið og greiða starfsmönnum sem kallast opinberir starfsmenn laun þá  fór ýmislegt úrskeiðis.

Fólkið sem við kusum inn á Alþingi og  treystum til að setja samfélaginu reglur og lög sveik okkur flest allt, í stað þess að sinna lagagerð þá fór þetta fólk að sinna eigin hagsmunagæslu og þeirra sem kostuðu með styrkjum þessa einstaklinga inn á þing.

Frambjóðendur komu fram á fundum og í fjölmiðlum ýmist ljúgandi og eða beitandi öðrum blekkingum til að svíkja út úr grandalausum kjósendum atkvæðin sem tryggðu þessum ímyndarsölumönnum vista á alþingi, þar úthlutaði þetta fólk úr sameiginlegum sjóðum miljörðum til að greiða völdum flokksmönnum nefndarlaun, flokkum rekstrarfé, sjálfu sér  ofurlífeyrir og gerir enn.

Svo upptekin var þessi súri rjómi samfélagsins við að hygla sjálfum sér og fylgismönnum að innviðir samfélagsins fúnuðu,  í gegn um árin hefur gangverk samfélagsins sætt sífeldum árásum og skæruliða vinnubrögðum valdsjúkra pólitíkusa sem flæmt hafa úr starfi alla þá sem veit hafa þeim mótspyrnu og þannig nánast eyðilagt eða lamað framkvæmdarvaldið með pólitískum embættaveitingum og  spillingu. Enginn hefur axlað ábyrgð né mun gera sökum ekki laga frá alþingi.

Í stað þess að setja lög og reglur eru kjörnir fulltrúar  búnir að ryðjast ítrekað í gegn um árin inn á svið framkvæmdavalds til að hygla flokksmönnum og byggja mynnisvarða um sjálfa sig, þetta sést best á opinberum byggingum sem drabbast niður og ekki er hægt að reka vegna fjárskorts á sama tíma og verið er að byggja nýja steypukassa.

Þetta fólk sem ítrekað hefur beitt almenning blekkingum til að komast yfir atkvæði og þannig til valda er að mestu sama fólkið og samþykkti að fella úr gildi þær varnir sem voru til staðar í lögum til að hindra hrun fjármálakerfis og fjársvelti svo eftirlitsstofnanir sem áttu að vara við og fylgjast með.

Þeir sem högnuðust mest á afnámi regluveldis styrktu svo ríflega flokkinn sem og frambjóðendur en svo mikil er siðblindan innan stjórnmálaflokkana að nánast enginn þar innan dyra sér eða viðurkennir að hann eða hún hafi gert neitt rangt í aðdraganda hruns. Enginn hefur axlað ábyrgð né mun gera sökum ekki laga frá alþingi.

Þá virðist háskólasamfélagið nánast hafa haft siðblindu sem námsefni fyrir endurskoðendur, viðskiptafræðinga, lögmenn og aðrar starfstéttir en sem betur fer hefur aðeins lítill hluti þessara nemanda lagt námsefnið á minnið. Þeir sem það gerðu unnu gríðarlegt tjón með því að finna skattaskjól sem og  með bókhaldsbrellum byggðu upp ímynduð verðmæti sem hvergi voru til er á reyndi nema í bókhaldi blekkinga og spennti upp fölsuð verðmæti hlutabréfa.

Ítrekað hafa pólitísk afskipti og inngrip orðið til þess að nánast ónýtar kostnaðaráætlanir hafa verið kynntar til að afla samþykkis fyrir framkvæmdum sem að sjálfsögðu standast aldrei kostnaðarlega þegar á reynir. Ítrekað hafa forstöðumenn  sem konur er stýra ríkisfyrirtækjum eða stofnunum komist upp með að brjóta þau lög sem nefnast fjárlög, án þess að fá áminningu eða sæta ábyrgð fyrir.

Á meðan hin almenni launþegi var upptekin við að byggja upp samfélagið sem við trúðum og treystum hinu opinbera kerfi fyrir að fara með þá sátu margir að svikráðum og nú vöknum við upp við þá staðreynd að búið er að stela miljörðum úr okkar sameiginlegu sjóðum, bæjarsjóðir sem ríkissjóður er ofurskuldsettir og við verðum að greiða.

Lífeyrissjóðirnir okkar sem með sýna sjálfkjörnu stjórnendur hafa tapað miljörðum á miljarða ofan, þar sitjum við uppi með skertan rétt sem þýðir lengri starfsævi, skertan aðbúnað og  fátækleg eftirlaun. Enginn í stjórn Lífeyrissjóðanna hefur axlað ábyrgð né mun gera sökum ekki laga frá alþingi.

Við erum líka vakin upp við að fólk sem hér gat gengið að því vísu að það hefði stuðning heilbrigðis sem  menntakerfis og samfélags til að mennta sig og ganga um nánast öruggt, frjálst og fengi tækifæri til að njóta umhverfisins sem og hefja rekstur eða skapa, vill ekki axla ábyrgð á eigin verkum.

Þakklætið fyrir fyrirhyggju þeirra sem á undan hafa farið virðist ekki ofarlega í huga þeim sem vilja þakka fyrir sig  með því að ráðstafa til frambúðar þeim tækifærunum og auðæfum sem þeim voru færð í vöggugjöf og treyst til að auka við, varðveita og  framselja til næstu kynslóða.

Þetta fólk vill framselja á óafturkræfan hátta sjálfræði okkar og framtíðar kynslóða til að tryggja eigin skammtíma hag, í stað þess að axla ábyrgð á gerðum sýnum og horfast í augu við afleiðingarnar á að flýja, sjálfselskan  og sjálfhverfan er svo yfirgengileg að öllu skal fórnað á altari stundarþæginda.

Sá heimski gleymir ekki  né fyrirgefur

Sá einfaldi fyrirgefur og gleymir

Sá hyggni fyrirgefur en gleymir ekki

Lærum af mistökum en gefumst aldrei upp, hvorki fortíð né framtíð gefur heimild til þess    

Hvar eru peningarnir ?

"Alþingi samþykkti samgönguáætlun frá mér 15. júní í fyrra og Ögmundur Jónasson samþykkti hana eins og ég.  Þar var gert ráð fyrir einum og hálfum milljarði í þetta verk og alltaf gert ráð fyrir þvi að þetta verk hæfist 2012. Ef peningarnir eru horfnir þá verður Ögmundur Jónasson að útskýra hvers vegna því sú ákvörðun hefur hvegi verið tekin"

 http://www.ruv.is/frett/haegt-ad-byrja-a-nordfjardargongum

 


Það vantar viljan til verka

Hefur verið athugað hvort til dæmis Alcoa og Síldarvinnslan á Neskaupsstað gætu og eða vilja fjármagnað verkið og lánað ríkissjóð fyrir göngunum ?
Hvers vegna eru ekki gerðir vinnuvegir að gangamunnum og farið að grafa þá vegskurði eða reisa þær girðingar sem gæti þurft að færa vegna verksins ?
Er búið að ganga frá málinu við landeigendur og ræða við sveitarfélagið um hvort nýta mætti útgröft úr göngum í landfyllingu á Eskifirði ?
Öll svona vinna kostar ekki mikið fjármagn en styttir undirbúningstíma verksins og sýnir íbúum að fara á í framkvæmdir en ekki selja þetta enn eitt skiptið til íbúana fyrir atkvæði til flokksins í næstu kosningum.
Þessi mafíu vinnubrögð sem fjórflokkurinn hefur stundað við hverjar kosningar að selja kjósendum nauðsynlegar samgöngubætur sem og margt annað gegn atkvæði til flokksins er í raun mjög svo upplýsandi um heiðarleika frambjóðenda.
Að draga ákvarðanatöku er ávísun á þessi hefðbundnu vinnubrögð stjórnmálamanna.
mbl.is Peningar fyrir göngum ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerist bara á frjálsum markaði

Þetta gerist bara á opnum og frjálsum markaði, þar sem framboð og eftirspurn ræður verðinu.

Hér er markaðurinn í höndum banka sem halda verðinu uppi án tillits til raunverulegs verðmætis fasteignanna, vegna þess hvað veðsetningin er mikil


mbl.is Breskar fasteignir hrynja í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svo, þetta er heima tilbúið

Þetta er rétt hjá Norðmönnum, við gerðum þetta sjálf með því að kjósa siðblinda fulltrúa í bæjarstjórnir og á alþingi.

mbl.is Íslendingum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband