Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Þetta er mín skoðun
Sjá:
Velkomnir í land strákar
http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/1008564/
![]() |
Þess krafist að stjórnvöld falli frá fyrningarleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Velkomnir í land strákar
Vonandi fá strákarnir gott helgarfrí út úr þessu, en kvótakerfið á að stokka upp og setja til samræmis við það fyrirkomulag sem er notað við jarðvinnuframkvæmdir og almennt á útboðsmarkaði.
Þjóðin á að eiga allan kvóta og almennt öll verðmæti í sjó sem og undir og á sjávarbotni, heimildir til veiða á að bjóða út eins og hverja aðra framkvæmd og útgerðarmenn eiga að fá að bjóða í verkið að undangenginni áreyðanleikakönnun á nákvæmlega sama hátt og eigendur vinnuvéla í landi þurfa að gera til að afla sýnum vinnuvélum og starfsmönnum verkefni.
Því ætti til dæmis verktakafyrirtækið ÍSTAK HF að fá einkarétt á að vinna öll verk á suðurhluta landsins eða Héraðsverk HF að fá öllum framkvæmdum á austurlandi úthlutað, en þessi fyrirtæki gætu svo leigt öðrum verktökum heimildir til að vinna verk gegn þóknun, og svo fengju þessi fyrirtæki niðurgreiddan launakostnaðinn úr ríkissjóð í formi afsláttar á sköttum starfsmanna, svona landverkamanna afslátt.
Það verður aldrei sátt um svona fáránlega mismunun á milli vinnuvélaeigenda, eftir því hvort vinnuvélin er á landi eða á sjó og það eru engin vitræn rök sem segja að slíku eigi að viðhalda.
Því miður eru stjórnvöld og stjórnmálamenn almennt kjarklausir og það sem enn skelfilegra er og Ríkisendurskoðun hefur staðfest,er að margir þingmenn hafa nánast verið á framfærslu fyrirtækja landsins og kaupa sér þingsæti.
Ef við hefðum hreinsað betur út spillinguna í síðustu kosningum væri leiðrétting á þessari áralanga mismunun á milli starfsstétta ekki vandamál.
Hrunakóngarnir sem kalla sig útgerðamenn geta mín vegna siglt í land og reynt að espa upp heiðarlega og duglega sjómenn sem og fiskvinnslufólk landsins í þeim tilgangi að halda lengur á því sem ég vill kalla þýfi, sumir útgerðamenn hafa keypt þýfið í góðri trú og þeim á að bæta upptöku kvótans en hinir geta etið það sem úti frýs því miljarðana fengu þeir án endurgjalds og hafa haft tækifæri til að ávaxta þá svo árum skiptir, ef þeir hafa farið svona illa með gjöfina eiga þeir að snúa sér að öðru.
Ríkisstjórnin á strax að hefja innköllun veiðiheimilda til að bjóða út aftur á opnum markaði með kvöðum um landshlutabundna vinnsluskyldu aflans.
![]() |
Eyjaflotinn kominn í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Svekktur yfir dugleysi
Það er núna sem á að tengja saman iðnnám, starfsnám og greiðslur atvinnuleysisbóta til að byggja upp menntun fólks sem er atvinnulaust, bætur eiga ekki að greiðast nema nám sé stundað því við viljum bæta fólk en ekki brjóta.
Íslenska krónan er lítils virði en með því að nýta hana innanlands til hagkvæmra framkvæmda er hægt að skapa verðmæti til útflutnings, við öflum ekki gjaldeyris með öðrum hætti en að selja vörur og þjónustu.
Það er enginn skortur á verkefnum til að vinna en það er skortur á hvatningu til athafna og leiðsögn.
![]() |
Óráð að hækka skatta í kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Væntingaheimur
Hér fyrir neðan er Laffer kúrfan sem sýnir fylgnina á milli hærri skatta og skattaskila, en samkvæmt hugmyndum þessarar vinstri stjórnar skilar það meiri tekjum í ríkissjóð ef fyrirtækin hætta að hagnast og bakka aftur í tapreksturinn sem var hér áður fyrr algengur, þá er um að gera að skattpína þá sem eftir eru í rekstri til að gefast upp og uppi áform um að þvinga stærri fyrirtæki til að velja fólk í stjórn eftir kynfærum en ekki endilega hæfni, svona nútíma aðskilnaðarstefna og mismunun eftir kynfærum í stað húðlitar.
Þetta er sama hugmyndafræðin og hefur orðið til svo mikillar bölvunar á öðrum sviðum, það að banna bara og reka í felur er kannski gott fyrir þá sem ekki vilja sjá vandamál en eykur í raun bara á vandann og hörmungarnar sem þolendur þurfa að fást við.
Það verður að horfast í augu við vandan og leysa hann með samvinnu en ekki flýja í væntingaheiminn fullan af fólki sem í góðri trú setti landið nánast á hausinn.
![]() |
Nauðsynlegt að hækka skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Það er margt líkt
U.S. NATIONAL DEBT CLOCK
Þjóðarskuldir Bandaríkjamanna eru 12 Jan 2010 kl 07:26:15 :$12,293,936,979,069.
Áætlaður mannfjöldi í Bandaríkjunum er 307,638,153
Hver íbúi skuldar því $39,962.33.eða íkr 4.948.934.95.
Áætlaður mannfjöldi á Íslandi er 317,593
Hver íbúi skuldar því íkr 4.467.902.60.
Í raun stöndum við fjárhagslega betur en Bandaríkin ef undanskilin er Icesave skuldin sem okkur er sagt að borga, þó mikill vafi leiki á rétti þess sem greiðslu krefst og kröfuhafi vilji ekki sækja málið eftir réttum lagalegum leiðum.
Íslendingar eiga að setja löginn ofar tilfinningum og krefjast þess að málið fari dómstólaleiðina eins og allar ábyrgar þjóðir myndu gera, þannig endurheimtar þjóðin traust frekar en væla um betri kjör án þess að greiðsluskilda liggi skýrt fyrir.
![]() |
Bandaríkin fá hæstu einkunn hjá Fitch |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. janúar 2010
Þreytandi viðbrögð
Hver kannast ekki við starfsaðferðir flokkanna og hefðbundin viðbrögð:
1.Nei nei þú misskilur þetta bara
2.Hann er fulltrúi annarlegra sjónarmiða og svo framvegis
3.Hann á víst við andleg vandamál að stríða og erfiðleikar heima fyrir
4.Leiða fram einhvern og kalla sérfræðing sem svo andmælir í fullyrðingastíl
Þessi endurteknu viðbrögð eru orðið þreytandi og ef fólk vill fara að vinna aftur traust er gott að byrja á því að breyta vinnubrögðum og stíl.
![]() |
Lipietz vísar gagnrýni á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Frábær niðurstaða sjálfstæðrar þjóðar
Við þjóðin hefur valdið og ábyrgðina, nú skulum við sýna ábyrgð og standa við okkar skuldbindingar en krefjast sanngjarna samninga sem gerðir séu af fagmönnum sem ekki langar svo mikið inn í ESB að þeir samþykki hvað sem er.
Til hamingju Ísland með þenna áfanga, því þjóðin er ofar þinginu og þingið á að vera ofar framkvæmdavaldinu.
Það er enn von á að lýðræðið sigri hagsmunaklíkurnar.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. janúar 2010
Spillingin krefst mikillar hreinsunar
Það er engin sannfæring hjá þingflokk Samfylkingarinnar sem hefur bara eina opinbera flokksskoðun, Einstaklingarnir í þingflokknum sóruð eið að stjórnarskránni en hlýða svo flokknum af þrælslund sem er þingmönnum ekki sæmandi og segir allt sem segja þarf um heiðarleika þeirra sem eiðin sóru.
Árið 2010 verður engum gott né næstu ár, það hafið þið í Samfylkingunni og vinstri grænum tryggt minni fjölskyldu með því að leggja á okkur Icesave skuldabyrði upp á 8.616.000.-.Þetta eigum við fjögur að greiða fyrir veislur og gleði annarra auk þess liggja á okkur nú 4.800.000.-.vegna skuldasöfnunar sveitarstjórnar í góðæri.
Þið eruð búin að selja þessa þjóð sem láglaunaþræla fyrir inngöngu draum ykkar í ESB.
Það eru komnar yfir 53.000 áskoranir um kosningu meðal þjóðarinnar um Icesave samninginn.Þjóðinni á sjálf að fá að kjósa, það verður engin friður í samfélaginu án þess og það er undirstaðan fyrir velfarnaði að friður haldist og sátt náist.
Þingmenn okkar hafa persónulega þegið miljónir og sumir miljónatugi frá fyrirtækjum samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunar, ofan á hundruð miljóna sem streyma úr ríkissjóð til reksturs flokkana.
Þetta fólk er rúið trausti og trúverðugleika, því verður þjóðin sjálfa að fá að ákveða örlög sýn til að friður haldist.
Faglegar ráðningar samkvæmt skýrum reglum er forsenda endurnýjunar í stjórnkerfinu og banna ber aðkomu stjórnmálamanna að ráðningum.
![]() |
Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. janúar 2010
Leyfðu þjóðinni að kjósa
Leyfðu þjóðinni að kjósa sjálfri, það verður engin friður í samfélaginu án þess og það er undirstaðan fyrir velfarnaði að friður haldist og sátt náist.
Þingmenn okkar hafa persónulega þegið miljónir og sumir miljónatugi frá fyrirtækjum samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunar, ofan á hundruð miljóna sem streyma úr ríkissjóð til reksturs flokkana.
Þetta fólk er rúið trausti og trúverðugleika, því verður þjóðin sjálfa að fá að ákveða örlög sýn til að friður haldist.
![]() |
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Það verður að leysa þetta skulda rugl
Manni ofbýður orðið ruglið vegna Icesave málsins og að því er virðist getuleysi stjórnvalda.
Það hlýtur að vera forgangsmál að fá á hreint hvaða lagalegu skuldbindingar hvíla á okkur um að greiða þessar skuldir og hvort við eigum endurkröfu rétt á þá sem til þeirra stofnuðu, einnig að fá á hreint hverjir höfðu heimild til og gáfu fyrir hönd þjóðarinnar heimild fyrir þessum skuldbindingum.
Þegar fyrir liggur ótvíræður úrskurður um greiðsluskylduna verður að setjast niður og semja um uppgjör skulda í samræmi við raunverulega greiðslugetu ríkisins en ekki bara samþykkja eitthvað samkomulag um greiðslur sem er fyrirfram séð að endar í vanskilum.
Þjóð sem ekki semur á ábyrgan hátt og stendur við sitt getur ekki vænst þess að öðlast aftur góðan orðstír.
Hér er frétt frá RÚV:
Fyrst birt: 24.12.2009 13:38
Síðast uppfært: 24.12.2009 13:47
Ofurskuldbindingar vegna Icesave
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir verulegan vafa leika á um það, hvort Íslendingar fái risið undir þeim ofurskuldbindingum, sem fylgi Icesave-samningunum við Breta og Hollendinga.
Í skýrslu IFS greiningar er farið ítarlega yfir helstu áhættuþætti tengda mikilli skuldabyrði þjóðarbúsins. Þar kemur ítrekað fram, að skýrsluhöfundum þykir efnahagsspár jafnt Seðlabankans sem Alþjóðagjaldeyrissjóðsins helst til bjartsýnar og benda þeir á allmörg dæmi þess, að vart sé að vænta bata á næstu árum og að væntar tekjur séu óraunhæfar. Þeir benda á að vextir Icesave samninganna við Breta og Hollendinga séu háir og að skuldastaða þjóðarinnar og ríkisins sé mjög erfið. Óvissa ríki um hvaða áhrif þessi skuldastaða hafi. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti vegna samdráttar í fjárfestingum og skattahækkanir geti einnig haft neikvæð áhrif á hagvöxt, þær dragi úr fjárfestingum og leiði til minni notkunar á vinnuafli, eins og það er orðað í skýrslunni, það er leiði til aukins atvinnuleysis.
Þeir segja að gjaldeyristekjur dugi ekki til að greiða af skuldunum á næstu árum, þótt allar gjaldeyristekjur kæmu til. Þeir telja einnig að afgangur af vöruskiptajöfnuði muni minnka á næstu árum, sem leiði til enn meiri erlendra skulda.
Birkir Jón segir skilaboðin vera skýr, verulegur vafi sé á að þjóðin rísi undir þessu fargi.
frettir@ruv.is