Velkomnir í land strákar

Vonandi fá strákarnir gott helgarfrí út úr þessu, en kvótakerfið á að stokka upp og setja til samræmis við það fyrirkomulag sem er notað við jarðvinnuframkvæmdir og almennt á útboðsmarkaði.

Þjóðin á að eiga allan kvóta og almennt öll verðmæti í sjó sem og undir og á sjávarbotni, heimildir til veiða á að bjóða út eins og hverja aðra framkvæmd og útgerðarmenn eiga að fá að bjóða í verkið að undangenginni áreyðanleikakönnun á nákvæmlega sama hátt og eigendur vinnuvéla í landi þurfa að gera til að afla sýnum vinnuvélum og starfsmönnum verkefni.
Því ætti til dæmis verktakafyrirtækið ÍSTAK HF að fá einkarétt á að vinna öll verk á suðurhluta landsins eða Héraðsverk HF að fá öllum framkvæmdum á austurlandi úthlutað, en þessi fyrirtæki gætu svo leigt öðrum verktökum heimildir til að vinna verk gegn þóknun, og svo fengju þessi fyrirtæki niðurgreiddan launakostnaðinn úr ríkissjóð í formi afsláttar á sköttum starfsmanna, svona landverkamanna afslátt.
Það verður aldrei sátt um svona fáránlega mismunun á milli vinnuvélaeigenda, eftir því hvort vinnuvélin er á landi eða á sjó og það eru engin vitræn rök sem segja að slíku eigi að viðhalda.
Því miður eru stjórnvöld og stjórnmálamenn almennt kjarklausir og það sem enn skelfilegra er og Ríkisendurskoðun hefur staðfest,er að margir þingmenn hafa nánast verið á framfærslu fyrirtækja landsins og kaupa sér þingsæti.
Ef við hefðum hreinsað betur út spillinguna í síðustu kosningum væri leiðrétting á þessari áralanga mismunun á milli starfsstétta ekki vandamál.
Hrunakóngarnir sem kalla sig útgerðamenn geta mín vegna siglt í land og reynt að espa upp heiðarlega og duglega sjómenn sem og fiskvinnslufólk landsins í þeim tilgangi að halda lengur á því sem ég vill kalla þýfi, sumir útgerðamenn hafa keypt þýfið í góðri trú og þeim á að bæta upptöku kvótans en hinir geta etið það sem úti frýs því miljarðana fengu þeir án endurgjalds og hafa haft tækifæri til að ávaxta þá svo árum skiptir, ef þeir hafa farið svona illa með gjöfina eiga þeir að snúa sér að öðru.
Ríkisstjórnin á strax að hefja innköllun veiðiheimilda til að bjóða út aftur á opnum markaði með kvöðum um landshlutabundna vinnsluskyldu aflans.


mbl.is Eyjaflotinn kominn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Þorsteinn. Þú talar skýrt og það er gott.

Það er svo með fólk (óháð aldri) sem orðið er vant því að fá allt sem það vill, að þegar andað er á það, þá eru orgin hafin með það sama. Og nú verður orgað í Eyjum í kvöld, æ æ.  Handhafar kvótans eiga sér ekki marga meðhlæendur nema þá helst hirð greifans í Hádegismóunum.

Allur almenningur í landinu er löngu meðvitaður um þá ógnarstjórn sem ríkt hefur undanfarið ár í þessum geira, þó tekið hafi grenilega tekið úr nú undanfarna mánuði. Þjóðin á auðvitað auðlind sjávarins, fiskinn í sjónum og hefur fullan hug á að fá arðinn af auðlindinni í sinn sameiginlega sjóð.

Það er enginn að banna þeim sem nú stunda sjó, að gera það áfram, öðru nær. Það sem málið snýst um er að allir sem stundi veiðar við Ísland skili leigugjaldi að veiddum fiskikvóta til ríkisins.

Svo því sé haldið til haga þá tel ég líka brýnt að efna til svokallaðra vísindaveiða líkt og Rússar efndu til í Barentshafi nýverið. Þéttleiki þorskstofnsins var mældur á þann hátt og skilaði sú rannsókn þeirri niðurstöðu að heimilt var að veiða um 70% meira af þorski á svæðinu en áður. Þessi rannsóknaraðferð er athyglisverð og rétt að beita henni hér við land til samanburðar við rannsóknarniðurstöður Hafrannsóknarstofnunar.

Vistmannaeyingar eru komnir í land og það er rok í Eyjum þessa stundina, bæði í veðri og fólki. Hvort sjálfstæðisyfirlýsing verður gefin út í kjölfarið kemur svo í ljós.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 21.1.2010 kl. 22:58

3 identicon

Heilir og sælir; Þorsteinn Valur - og nafni !

Að mörgu leyti; get ég tekið undir, með ykkur, þó,......... hverfa vildi ég helzt, aftur til ársins 1975, áður en óskapnaður 9. áratugar síðsutu aldar, í fiskveiðikerfinu festi rætur.

Hefi; nokkurn samnaburð persónulega, hvar; ég var birgðavörður freðfiskjar, hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf / árin 1983 - 1991, og sá, hversu hratt vatnaði, undan fornum verkum, til lands og sjávar, því miður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 20:29

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sæll óskar

Það er hollast hverri þjóð að varðveita reynslu og þekkingu kynslóðanna.

Framtíðin er fólgin í að læra af mistökum fortíðar og halda því sem vel hefur reynst.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.1.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband