Mánudagur, 13. október 2008
Að tapa engu
Hún er svolítið spaugileg þessi umræða um tapið á peningunum sem aldrei voru til.
Tapið virðist að mestu vera á hlutabréfum sem voru uppreiknuð í samræmi við þær væntingar sem fólk gerði til fyrirtækjanna, ekki raunverulegra eigna í fyrirtækjunum, heldur hugsanlegra framtíðareigna og gróða sem kannski kæmi seinna. Fólk og fyrirtæki fengu lán til að kaupa hlutabréf á verði sem var bara bull, sjóðir keyptu líka hlutabréf og svo skuldir þeirra sem höfðu keypt hlutabréf, svona valt öll vitleysan áfram og allir voru að fá ofsagróða af væntanlegum ofsagróða.
Ég er bara svona karl af gamla skólanum og get ekki séð hvernig einhver Banki myndi lána mér út á væntanleg ofurlaun í framtíðinni, án þess að ég geti fært tryggingar fyrir láninu og rökstuðning fyrir fullyrðingunni um ofurlaun framtíðar.Eða tekur Bankinn virkilega væntanleg ofurlaun sem næga tryggingu?
Nú sit ég hér og hugsa um Háskólamenntuðu bullukollana sem seldu glópagull og settu Norðurljósin sem tryggingu, og hina sem gleyptu agnið í græðgi væntinganna. Sárnar samt svolítið að vera einn af þeim sem borga reikninginn, en ég mun láta þá sem raunverulega bera ábyrgðina gjalda, þá sem buðu til veislunnar og settu reglurnar.
Alþingismennirnir og konurnar sem við treystum fyrir landinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 11. október 2008
Ekki gefa eftir millimeter
![]() |
Þokumst nær samkomulagi við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. október 2008
Tungufossar
Hver vill botna þetta
Tungufossar í fjölmiðlum flæða
Þeir kveikja sumir í eigum manna
Gott ef menn geta talað saman, en er ekki rétt að kalla saman lögmenn og hefja vinnu við málshöfðun.
Það er allavega mín krafa, eins af skattborgurunum sem borga fyrir þennan frjálshyggju dansleik
![]() |
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. október 2008
Einkaherinn virkjaður
Það er þá búið að virkja einkaherinn, til að verja valdastéttina sem hafði frumkvæðið í að einkavæða til "réttra" aðila, og úthluta þýfinu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.
Greinilega búið að flokka þjóðina niður í stéttir.
Komin tími á kosningar og róttækar breytingar.
Höldum stillingu og friðinn, kjósum nýtt fólk til að gera nauðsynlegar lagabreytingar, sækjum aftur þýfið og byrjum bara einu sinni aftur með þetta rándýra viðskiptanámskeið þjóðarinnar í farteskinu.
Svo sigrum við Bretana aftur og flytjum gullið heim.
![]() |
Lífverðir gæta Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. október 2008
Mikil frétt og kaldhæðin
Þegar á reyndi vísuðu Bandaríkjamenn okkur út á gaddinn, en Rússarnir sem við höfum keypt vernd gegn, réttu okkur hjálparhönd.
Er ekki ráð að leigja aftur Franskar herþotur fyrir 100 miljónir okkur til verndar, en athuga þá fyrst hverjir vinirnir eru og hverjir ekki vinir, fyrst.
![]() |
Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Óvinir lýðræðis
Óvinir lýðræðis eru menn sem enginn hefur kosið til að stjórna landinu, og virðast ætla sér að nota tækifærið sem hefur skapast, og þvinga ríkisstjórnina til aðildarviðræðna við ESB, og afsala þannig sjálfræði þjóðarinnar.
Þeim tókst að tala niður krónuna með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð, og ætla núna að nota lífeyrissjóðina okkar sem skiptiminnt, til að þvinga fram sýnar einkaskoðanir um framtíð landsins.
Svona er víst hægt að komast upp með á Íslandi, því þjóðin er sem viljalaus hjörð í höndum atvinnumanna í stjórnmálum, og sökum fundarleti þjóðarinnar hefur safnast inn í stjórnunarstörf hjá verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum, alskyns fólk sem enginn kaus til eins eða neins, nema handfylli af jábræðrum og nú súpum við seiðið af þátttökuleysi okkar sjálfra í stjórnmálum.
Stjórnmál eru allt of mikilvæg til að láta stjórnmálamennina eina um þau.
Einhverstaðar er það víst kallað landráð, að virða ekki leikreglur lýðræðis og reyna að koma þjóð undir erlend yfirráð.
![]() |
Tekist á um ESB-tillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 21. september 2008
Alvöru blaðamenn
Björn Bjarnason segir í viðtali við Vísi.is að hann sé ekki að bola Jóhanni R. Benediktssyni úr starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segist einfaldlega vera þeirrar skoðunar að oftar eigi að auglýsa slík embætti. Var þá ekki tilvalið samkvæmt þessu að auglýsa embætti Ríkislögreglustjóra laust til umsóknar en Haraldur Johannessen var fyrst skipaður til 5 ára í febrúar 1998? Ekki var auglýst 2003 og ekki á þessu eða síðasta ári. Hvað veldur þessari ósamkvæmni milli orða og athafna þegar almenn ánægja ríkir í samfélaginu og innan embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum með störf Jóhanns en almenn óánægja er með störf Haraldar hvarvetna, nema hjá náhirðinni auðvitað og föður hans? Getur verið að vinaböndin ráði hér för í tilviki Haraldar og að ummæli Björns um mál lögreglustjórans á Suðurnesjum séu aðeins innantómt raus til að breiða yfir hina raunverulegu ástæðu uppsagnarinnar sem er andúð Björns á Jóhanni?
Laugardagur 20. september 2008 kl 17:25
Höfundur: ritstjorn@dv.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.9.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20. september 2008
Valdhroki og spilling, eða spuni
Undanfarna áratugi hefur það frekar verið regla en undantekning, að starfsmenn stjórnkerfisins hafa verið reknir ef þeir voga sér að andmæla einhverju sem pólitískir ráðamenn leggja fram.
Fólki sem er treyst fyrir skynsamlegri ráðstöfun fjármuna hefur oftast verið fórnað, ef það hleypur ekki eftir hugdettum stjórnmálamanna eða samþykkir án andmæla, illa grundaðar tilskipanir þeirra.
Með tímanum hefur tekist að byggja upp stjórnkerfi viljalausra já bræðra og systra, sem hoppa til og fylgir eftir jafnt ímynduðum sem raunverulegum vilja stjórnvalda, eins og sannaði sig í Baugsmáli og barsmíðum á vörubílstjórum við Rauðavatn.
Embættiskerfið ræðst orðið gegn þeim sem það heldur að fari í taugar ráðamanna, nefna mætti sem dæmi, framkomu við mótmælendur gegn Kárahnjúkavirkjun og Falum Gong meðlimi, þar sem fyrir liggur að ráðherrar stjórnuðu aðgerðum lögreglu beint.
Smá saman hefur bananalýðveldið byggst upp og blómstrandi spilling fylgt í kjölfarinu.
Verstu dæmin má samt sjá í skyldleikaræktuðu stjórnkerfi og þá sérstaklega innan sveitarstjórna á Íslandi, þar sem vináttu og ættattengslin ráða orðið mestu um úthlutun verkefna við verklegar framkvæmdir og ráðningar í störf eða gerð þjónustusamninga.
Ef spurt er um ástæður fyrir þessum ráðstöfunum er oftast vísað til nær hagsmuna sem réttlæting fyrir því að handstýra atvinnulífinu að hætti gömlu Sovétríkjanna, það gæti líka orðið óþægilegt andrúmsloftið í næstu fermingarveislu, ef frændi eða frænka fengju ekki verkefni til að halda áfram vondum taprekstri á vonlausu fyrirtæki, það eru bara sumir sem þurfa að taka afleiðingum gerða sinna og standast þær öldur sem rekstrarmistök geta valdið.
Oft talað í virðingartón um Bisnessmenn, sem hafa falið sig fyrir aftan hinar ýmsu kennitölur og skilja eftir sig brennandi slóð gjaldþrota annarra, en hinsvegar er talað um bjána og kjána sem taka afleiðingum gerða sinna og fórna frekar öllu, en láta aðra standa eftir í logum gjaldþrota, og svo eru þeir einstaklingar hundeltir af vanskilaskrá sem útilokar þá frá störfum, lokar þá frá þátttöku í atvinnulífinu svo árum skiptir og skipar á bekk með þjófum og dæmdum sakamönnum, en Bisnessmennirnir eiga kennitölur á lager og hvítflibbinn er hreinn á öllum skrám.
Kannski er þjóðarsálin smá saman að mótast af endalausu bulli lýðskrumara í ábyrgðarlausum fjölmiðlum, sem skrifa frekar það sem selst enn sannleika, og jafnvel búa til fréttir.
Slíkir "blaðamenn" eru sem snákurinn í Paradís í sögunni um Adam og Evu. Þeir hvísla í eyra og endurtaka lygina aftur og aftur, uns hún telst sannleiki á þeim forsendum að lygin er komin á prent og á allra vörum.
Ég sakna þess að sjá ábyrga blaðamennsku, þar sem birt er frásögnin með og móti, án þess að persónulegar skoðanir blaðamannsins og ritstjórans séu settar í fyrirrúm, þar sem lesandinn getur sjálfur mótað sér skoðun, og treyst því að sannleikur sé skrifaður.
Vonandi tekst þjóðarsálinni að yfirvinna blekkingarleikina sem stundaðir eru að væntingarsölumönnum og spunameisturum, vonandi verður embættismannakerfið varið og styrkt til að verjast ásókn tungufossana, því embættiskerfið er vélin sem heldur þjóðfélaginu gangandi og án þess að það sé sjálfstætt, heiðarlegt og sterkt, er voðin vís.
Stundum finnst mér flestum vera andskotans sama um allt, nema sjálfan sig sem nafla alheimsins.
Eða er ég kannski sjálfur að kasta steinum úr glerhýsi
![]() |
Skipt um lögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. september 2008
Blogg stífla
Er haldin blogg stíflu af versta tagi, búin að reyna sveskjur og ýmislegt annað en eftir að ég fór að skrifa dagskýrslur í vinnunni, hvarf öll löngun til að tjá sig á blogginu og finnst bara orðið gott að segja fátt og skrifa minna.
Hættur að horfa eða hlusta á fréttir og slekk í raun á flestum raftækjum sem standa fyrir útbreiðslu á á öðru bulli en net bulli, ótrúlegt hvað heimurinn verður friðsæll og fallegur við svona litla breytingu.
Farin út í sólina aftur
Sunnudagur, 7. september 2008