Mánudagur, 25. ágúst 2008
Danskir spámenn
![]() |
Danski seðlabankinn yfirtekur Roskilde banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Dýrt spaug
Ef ég man rétt, þá eru menn sviptir ökuskírteininu þó bara á reiðhjóli séu, ef teknir fullir.
Held samt að maður geti keyrt um fullur í hjólastól, án þess að missa ökuskírteinið.
Mæli samt ekki með því.
![]() |
Fullur á hjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Tala annað tungumál
Það er oft eins og reiknimeistararnir tali annað tungumál en fólk almennt gerir eða skilur.
Ég hef ávallt haldið að ef boðið væri í verkefni fast einingarverð, og útkoman væri ákveðinn upphæð af kostnaðaráætlun, þá teldist allt það sem fer umfram þá tilboðstölu, verð umframkeyrsla á tilboði.
Þar getur verið um annað hvort magnaukningu að ræða vegna ófyrirséðra aðstæðna, eða viðbótarverk sem ekki voru inn í tilboðinu upphaflega.
Fyrir mér er öll magnaukning og viðbótarverk af þessum sökum, umframkeyrsla á kostnaðinum, og segir til um hvort kostnaðaráætlun hafi verið raunhæf og rétt í upphafi, eða hvort framkvæmdin hafi verið illa undirbúin, framkvæmdaraðilinn misst stjórn á framkvæmdinni, eftirlitið brugðist eða að fyrirséðum kostnaði hafi verið leynt, til að afla samþykkis fyrir framkvæmdinni í upphafi.
Svo væri gott að sjá framkvæmdarkostnaðinn sundurliðaðan eftir einstökum verkum, og verktökum, en ekki allan pakkann tekin saman.
Þegar heildarpakkinn er 133,3 milljarðar króna, sést fátt í raun, og svona heildar samtektir á tölum eru gagnslausar til annars en að kæfa umræðu og halda blaðamannafundi.
![]() |
Landsvirkjun segir kostnað 7% umfram áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2008 kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 27. júní 2008
Sjálfskipuð ritskoðun
Vegna breyttra aðstæðna, gengur bloggið mitt í gegn um sjálfskipaða ritskoðun og verður aðgengi þrengt verulega fram á haustið, eða lengur ef þörf.
Föstudagur, 27. júní 2008
Blómlegt á Kárahnjúk
Það er orðið blómlegt í vinnubúðum Landsvirkjunar, við aðgöng 2 á Kárahnjúkum.
Anna í eldhúsinu og Erna eru báðar aðdáendur blóma og náttúruvænar, enda fljótar að finna gömlum öryggisskóm hlutverk, er fyrri notandi var farin úr landi.
Eins og sjá má er búið að dreifa plöntum inn eftir ganginum og lífga upp á umhverfið, enda flytur fólk á Kárahnjúka en skreppur í heimsókn til fjölskyldunnar, því þegar þú býrð í 10 daga þarna uppfrá en ferð niður á láglendið í 4 daga til fjölskyldunnar, þá virka vinnubúðirnar frekar sem heimilið, enda dvölin lengri þar.
Núna þegar verulega hefur fækkað í eftirlitsfjölskyldunni og erlendir starfsmenn eru að hverfa að mestu, má greina sorgarviðbrögð hjá mörgum því fólk dreifist aftur út um allan heim og óvíst að margir sjáist nokkur tíman aftur.
Væri virkilega verðugt verkefni fyrir útskriftarnema að gera sitt lokaverkefni um tengslamyndun og tengslaslit, meðal starfsmanna sem svona náið starfa saman í mörg ár, oft á tíðum.
Ættu kannski fleirri skilin "Sjómannaafslátt" á sköttum.
Sunnudagur, 15. júní 2008
Velgengni
Velgengnin er vonandi viðloðandi og gaman að lesa um framsækin fyrirtæki sem eru í sókn, oftast er sókn besta vörnin í samdrætti á heimamiðum.
Vonandi afla fleiri öflug fyrirtæki sér verkefna á erlendri grund og geta þannig haldið uppi fullri starfssemi og frekar fjölgað en fækkað starfsfólki.
![]() |
Mannvit bætir við sig 70 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. júní 2008
Er þetta ekki talið frétt eða hvað
Er þetta ekki talið frétt eða hvað, eru bara "réttar" fréttir birtar og hinar gleymast.
Sjá link:
http://english.aljazeera.net/NR/exeres/83E27E89-F204-41CA-95B5-B78F0401CF10.htm
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Grín ársins
Þetta er grín ársins, en jafnframt ein besta afhjúpun á hégóma og leikaraskap sem sést hefur.
Háskólamenntaðir Ríkisstarfsmenn klæða sig í búninga til að setja upp eina af föstum leiksýningum Ríkisins, þar sem þessir Háskólamenntuðu Ríkisstarfsmenn reina að telja landsmönnum trú um að þeir séu talsmenn Guðs á Jarðríki, og boða svo að hlíða beri Ríkisvaldinu og óttast Guðs vald.
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Að rjúfa friðin
Að rjúfa friðinn, virðist vera markmið Björns Dómsmálaráðherra og Haraldar Ríkislögreglustjóra ásamt fylgifiskum þeirra.
Ísland er og hefur verið í áratugi eitt friðsælasta ríki heimsins, því breyttu Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson án hugsunar eða samráðs við aðra, þeir munu hafa óhreinan orðspor og skömm alla tíð.
Björn Bjarnason hefur safnað að sér hirð manna, sem heldur í hugarheimi hinna oftsóknarbrjáluðu, að landið sé umkringt óvinum, þeir leita og leita en finna engan óvin, þannig að þrautarlendingin er að búa til óvin, jafnvel ímyndaðan og ósýnilegan óvin frekar en viðurkenna að enginn óvinur finnst.
Björn og félagar hafa hamast við að endurskipuleggja almennu lögregluna, sem haldið hefur friðinn með sóma í áratugi, þeir hafa flutt stöðugildi almennu lögreglunar til Sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem er annað nafn fyrir Íslenska hulduherinn (Svartstakkana), það er engin með einhverja heilbrigða skinsemi í höfðinu, tilbúin til að samþykkja Íslenskan her til að berjast við ímyndaða óvini.
![]() |
Ísland friðsælast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Líklega Blogg gloppur framundan
Farin enn og aftur upp á Kárahnjúk, nú þarf að rífa niður vinnubúðir Impreglio og fjarlægja öll ummerki um veru þeirra sem og annarra á Kárahnjúkum, þannig að umhverfið verði sem næst upprunalegu útliti svæðisins fyrir komu okkar á staðinn.
Þetta var bær með svipaðan íbúafjölda og Seyðisfjörður, eða yfir 1.800 manns, með dagheimili, skóla,heilsugæslu, verslun ofl sem tilheyrir slíku byggðarlagi, auk allra iðnbygginga, nú verður þetta þurrkað af yfirborði jarðar og refurinn fær aftur sitt svæði til veiða.
Líklega verða Blogg gloppur framundan, og vonandi fyrirgefið hvað lítið verður um innlit til bloggvina í sumar, og þó.
Fann myndir frá Aðalbúðunum en ekki frá hinum 3 búðum Impreglio.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)