Mánudagur, 17. nóvember 2008
Landráð?
Er það ekki kallað landráð að reyna að koma landi undir erlend yfirráð, eins og Samfylkingin vill gera.
Er hægt að leggjast lægra en skríða sem barinn hundur til aðalsmanna ESB, og kyssa vöndinn.
Er ekkert til sem heitir þjóðarstolt, metnaður, frelsisvitund eða bara sjálfsvirðing.
Hvað varð um þessi gildi.
![]() |
Drög alls ekki lögð að umsókn um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Þetta mjakast, bara 61 eftir
Það er gott að vita sinn vitjunartíma, nú eru bara 61 starfsmaður á Alþingi sem á eftir að taka pokann sinn, og fara að sinna öðrum störfum en lagasetningu.
Þó Guðni sé skemmtilegur karl sem sjónarsviptir er af, virðist sem bæði Bjarni og Guðni séu farnir að átta sig á að kominn er vitjunartími atvinnustjórnmálamanna landsins.
Þeir sem stýrðu inn í brimgarðinn og strönduðu, eru ekki þeir sömu og hæfastir eru til að laga lekana og sigla aftur út úr briminu.
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Afsögn strax
Fólkið sem skapaði vandan, er ekki hæft til að leysa vandan.
Ég vill segja þessum 63 starfsmönnum upp störfum strax, og svipta rétti til sjálftöku eftirlauna.
![]() |
Icesave-deilan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Talaði gengið niður
Skildi hann hugsa um þá gömlu góðu daga, er hann og Gylfi núverandi Forseti ASÍ hömuðust við að tala niður krónuna.
Það hjálpaði nú þjóðinni aldeilis vel.
Takk fyrir það strákar
![]() |
Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Virkja þetta framtak, virða einstaklinginn
Það er mín skoðun að virkja eigi skólakerfið til að byggja upp fyrir framtíðina.
Gefa á öllu því fólki sem verður atvinnulaust, kost á að afla sér frekari menntunar og til að sækja sér styrk á andlega sviðinu.
Atvinnulaus manneskja á að þurfa að gera áætlun um uppbyggingu á eigin þekkingu, ekki bara að gera áætlun um atvinnuleit.
Það á ekki að láta það fólk sem missir atvinnuna á næstunni, veslast upp heima hjá sér eða gefa því færi á að brjóta niður eigið sjálfsmynd, það er þekkt að slíkt gerist í flest öllum tilfellum.
Ég hef sjálfur verið þáttakandi í atvinnuátaksverkefnum fyrir atvinnulausa einstaklinga, í því verkefni tókst okkur í flest öllum tilfellum að skapa verkefni fyrir fólk, verkefni sem gáfu fólki kost á að halda sjálfsvirðingunni og leggja til samfélagsins sitt vinnuframlag.
Í tilfelli Austurlands er vel hægt að efla menntakerfið og stórauka framboð á áhugasviðs námskeiðum, sem og gera fólki kleift að taka þann grunn sem uppá vantar til að komast til stúdents, og eða halda til Háskólanáms.
Umhverfisnám og skógrækt er stórt svið sem þarfnast vinnandi handa, Ferðaþjónustan þarfnast mikillar uppbyggingar á sviði fræðslu um umhverfismál og stórbætts aðgengis ferðamanna sem og merkingar göngusvæða, aðstöðusköpun á áningarstöðum, uppsetningu upplýsingaskilta ofl.
Þetta eru allt verkefni sem eru ekki í samkeppni við aðra atvinnustarfssemi, og verkefni sem styðja við rekstur og uppbyggingu ferðaþjónustunnar, sem og annarra fyrirtækja.
Með því að byggja upp fólk og umhverfi er hægt að taka þessa neikvæðu atburði og nýta til að skapa jákvæða framtíð.
Fjármögnun svona verkefna er þegar að mestu til staðar innan fjárveitinga til skólamála, skógræktar, Atvinnuleysissjóðs og annarra opinberra sjóða eða stofnanna.
Það eina sem vantar er að koma þessum verkefnum af stað sem fyrst.
![]() |
Sérstök námsbraut fyrir atvinnuleitendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 19. október 2008
Er svörun komin fram
Ég hef oft varað við nýjum starfsaðferðum lögreglu og þessari auknu hörku sem þeir hafa sýnt almenningi, ástæðan er sú að lögreglan hefur verið að tapa stuðningi almennings með þessari framgöngu, að gasa og berja varnarlausa vörubílstjóra við Rauðavatn er líklega byrjað að skila sér.
Lögreglan er of oft búin að stilla sér upp sem andstæðingur hins almenna borgara, en ekki sem verndari og friðarstillir.
Það verður að gangast í að breyta þessari ímynd sem Lögreglan hefur verið að koma sér upp, að Lögreglan sé samsafn svartklæddra hrotta sem vilja bara stofna til átaka og eru að áreita fólk og espa til að hafa afsökun fyrir hrottaskap gagnvart almenningi.
Það er vont að geta ekki vænst stuðnings frá hinum almenna borgara á ögurstundu, og þar er vont að vera búin að stilla sér upp sem skotmark fyrir reiðu fólki.
Ef yfirmenn Löggæslumála vilja ekki að það komi til virkilega illskeyttra átaka á næstu árum, verður að gangast í að stórbæta samskipti embættanna við almenning.
Menn eru komnir ofan í holu, og ættu að hafa vit á að hætta að grafa.
Schengen samningurinn sem var mikið ógæfu spor og á að rifta sem fyrst, opnaði fyrir frjálst flæði glæpamanna á milli Evrópulanda, hann hefur skapað nýtt landslag og án stuðnings almennings mun baráttan gegn þeim glæpalíð sem hefur hingað flætt, tapast.
![]() |
Lögreglumenn áhyggjufullir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 18. október 2008
Hrinur álið líka, þá er bara að sækja
Ef álverð hrinur áfram niður á við og eftir spurnin minnkar frekar, er illa fyrir okkur komið.
Við höfum ekki dreift fjöreggjum þjóðarinnar í nógu margar körfur, og nú er við dettum á hnén , er hætta á að of mörg egg brotni.
Við eru búin að farga fiskimiðunum í græðgi og illri umgengni, sléttuðum botninn með togurunum eins og barbarar og eyðilögðum uppeldisstöðvarnar, réðumst svo á einstaka tegundir án þess að virða jafnvægð á milli tegundanna, og erum enn að þykjast geta stjórnað flóknu lífríkinu í hafinu.
Við erum búin að stimpla okkur inn sem fjárglæfrafólk um alla heimsbyggðina, með dyggri aðstoð svokallaðra "vinaþjóða" sem nýttu tækifærið til að farga samkeppninni sem við vorum farin að veita.
Ef áliðnaðurinn verður líka fyrir miklum samdrætti og jafnvel stöðva uppbygginguna og reksturinn, þá sitjum við uppi með gríðarlegar fjárfestingar í orkuframleiðslu sem ekki aflar tekna.
Stjórnvöld ættu að snúa sér strax að því, að hvetja og hjálpa innlendum aðilum, til að koma sér upp fyrirtækjum til fullvinnslu á álafurðum, td framleiðslu á prófílum, plötum, felgum ofl slíku
Stjórnvöld ættu strax að innkalla kvótann og gefa krókaveiðar frjálsar, stórefla rannsóknir á botni og lífríki hafsins, og hvetja innlend fyrirtæki til að leita leiða til betri nýtingar á auðlindum hafsins.
Stjórnvöld eiga að safna saman öflugri sveit Lögmanna og okkar besta fjölmiðlafólki, til að sækja allan þann rétt sem af okkur hefur verið tekinn með ólöglegum hætti, og herja á fjölmiðlaheiminn með hörku til að leiðrétta rangfærslur og líka til að krefja bóta vegna tjóns.
Í svona stríðum eru aldrei teknir fangar.
Við eigum ekki að gefast upp og koma skríðandi til Aðalsmanna Evrópusambandsins sem betlarar, spýtum frekar í lófana og stöndum aftur upp sem sjálfstæð þjóð með sjálfsvirðingu.
![]() |
Fylgjast náið með niðursveiflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. október 2008
Hið yndislega samfélag Evrópu og NATO þjóða
Kannski er best að vera áfram í NATO, þá getum við haft óvininn nógu nálæt til að fylgjast með honum.
Er þessi leikflétta kannski til þess ætluð að neyða okkur inn í Evrópusambandið, það eru jú gjöful fiskimiðin hér, töluvert af vatns og gufu orku til iðnaðarnota, og svo eru líkur á olíu innan Drekasvæðisins.
Sniðugt að sameinast um að fella litla Ísland á hnén til að geta skipt upp eignunum, og fengið svo Íslendingana til að koma á hnjánum, til að þiggja þær ölmusur sem gömlu nýlenduveldin missa út af borðin.
Og svo koma þeir sem voru í því að tala niður krónuna í öllum fjölmiðlum, og vilja ganga til liðs við Evrópusambandið.
Hverra erinda gengur þetta fólk, þessi ragmenni uppgjafar.
Verður kannski haldin fundur í Kópavogi, eins og síðast.
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. október 2008
Peningasóun
Og hvað fóru mörg hundruð miljónir í þetta bull, til að fullnægja persónulegum metnaði örfárra einstaklinga.
Er ekki kominn tími á að skipta þessum 63 út úr sameiginlegum sjóðum landsmanna áður en ekkert verður eftir.
![]() |
Ísland náði ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. október 2008
Alls ekki að gefast upp
Ísland hefur talið vini sýna undanfarnar vikur og daga, þar hefur enginn Breti fundist og varla nokkur Bandaríkjamaður, né einhver frá öðrum aðildarlöndum NATO.
Við höfum ekkert að gera í NATO eða ESB, við eigum að taka okkur stöðu sem óháð þjóð frá öllum klíkum og bandalögum, þjóð sem býður upp á griðastað fyrir þá sem vilja setja niður deilur sýnar á hlutlausu svæði, þar sem friður ríkir og öryggi.
Við eigum strax að segja okkur frá Schengen samningnum, sem opnaði Ísland fyrir glæpaliði Evrópu.
Finnst líka bráðliggja á að halda þingkosningar, til að geta hent út þessu 63 manna liði sem ýtti einkavæðingunni úr vör, án þess að setja skynsamlegar reglur fyrir kappsama útrásarvíkinginkanna, og leifa þeim að hafa allt Ísland sem vegnesti, til að veðsetja að þörfum og vild.
Þessir 63 seku verða að axla ábyrgð, þeir ætla sér að skrifa Hvítbók og velja sannleiksnefnd úr eyin röðum, til að skrifa söguna um eyin sök og afglöp.
Við þurfum að losa okkur við.
Fólkið sem gerði Ísland að safni Öreyga.
Fólkið sem gaf sjálfu sér rífleg eftirlaun, og eys árlega tuga miljónum úr sameyginlegum sjóðum þjóðarinnar til reksturs flokkana, og til að fjármagna blekkingarnar sem þessi þjóð hefur fallið fyrir aftur og aftur.
Fólkið sem hefur komið sér upp vopnaðri sérsveit, til að verja sig og sýna, sérsveit til að gasa og berja á varnarlausu fólki eins og hundum.
Fólki sem gaf örfáum útvöldum sameiginleg fiskimiðin, eikavina væddi bestu fyrirtækin og sjóði landsmanna.
Þessu fólki ber að fara frá, og hleypa nýju fólki að stýri þjóðarskútunnar, sem þessir ömurlegu stýrimenn hafa siglt á hvert skerið eftir annað, það er löngu kominn tími á að sópa út því spillta og siðblinda safni, sem sjálfu sér skammtar ríflega úr okkar vasa, og hefur nú brennt upp framtíð barna okkar.
Við verðum sjálf að taka til höndum, það kemur enginn ríkur frændi frá útlöndum, hingað flykkjast bara hrægammar sem vilja okkur í sig rífa, og svo gjamma hugleysingja sem vilja landið undir erlenda umsjón, því þeir hafa ekki kjark til að standa á eigin fótum hjá sjálfstæðri þjóð.
![]() |
Bretar sjá um varnirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |