Mánudagur, 19. maí 2008
Þörf vinna og löngu tímabær
Hugmynd Kristínar og Sigríðar er góð lausn á erfiðu vandamáli sem lengi hefur verið látið þrífast, fólk sem er á sýnum síðustu vikum og dögum í lífinu, þarf oftast að eiða miklum hluta þess tíma í baráttu við að sækja rétt sinn til hinna ýmsu stofnana samfélagsins.
Við gerum öll upp við lífið fyrir rest, flestum okkar er það nægilega erfitt, og því óþarfi að láta fólk bera þennan opinbera uppgjörs og réttinda pakka líka, við viljum frekar nota tíman til samskipta við vini og vandamenn.
Virkileg þörf er á svona aðstoðarmanneskju, sem þekkir til allra skúmaskota opinberra stofnana og regluskóginn, sem fyrir flestum í þessari stöðu er sem ókleifur veggur, en það er fleira en opinbera báknið sem hvílir þungt á fólki og gott er að fá aðstoð til lausna slíkra mála.
Skuldbindingar okkar í lífinu hvíla líka þungt á mörgum og að skilja við þær sem byrðar er leggjast á eftirlifandi er mörgum þungbært, þetta geta verið bæði fjárhagslegar sem persónulegar skuldbindingar.
Svona starf verður virkilega umfangsmikið og vandasamt, það krefst mikils baklands og stuðnings frá nánast öllum sviðum mannlífsins til að viðkomandi starfsmaður geti leist úr öllum þeim ólíku og fjölbreyttu aðstæðum sem upp kunna að koma, því er mikilvægt að vel sé til verksins vandað.
Ég skora á Jóhönnu Sigurðardóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson að setjast niður saman, stofna embætti umboðsmanns sjúklinga og setja störf trúnaðar og þjónustufulltrúa hjá honum eða Landlæknisembættinu.
Það má ekki setja svona starf hjá Tryggingarstofnun, þjóðkirkjunni eða undir sjúkrahúsin sjálf, svona starf krefst algers hlutleysis frá trú eða stofnunum, trúnaður við þjónustuþegann verður að vera yfir allan vafa hafin og hlutverk þjónustufulltrúans verður að vera framlenging sjúklingsins sjálfs, og að hafa hagsmuni og vilja sjúklings ávallt í forgangi.
Það er löngu komin tími á stofnun embættis umboðsmanns sjúklinga og þjónustufulltrúi sjúklinga er sjálfsögð viðbót þar við.
![]() |
Athugar stöðu fólks með banvæna sjúkdóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. maí 2008
Fréttir framtíðarinnar frá Alcoa á Íslandi
Fulltrúar frá Afl og Rafiðnaðarsambandinu fóru nýlega til árlegs fundar við fulltrúa annarra stéttarfélaga frá U.S.A, Kanada, Englandi, Þýskalandi og Mexikó, sem eru fulltrúar starfsmanna hjá Alcoa.
Á fundinum sem United Steelworkers boðaði til fóru fulltrúarnir yfir sameiginleg baráttumál og ræddu aðferðir Alcoa um allan heim, sérstaklega útvist verkefna til undirverktaka, til að komast fram hjá kjarasamningum við stéttarfélöginn.
Ég sló inn nafni fyrirtækisins í Google leitarvélina og fann strax, þetta á meðal annars ófagnaðar.
http://www.nlcnet.org/reports.php?id=277
http://www.usw.org/usw/program/content/4182.php
http://www.carbuyersnotebook.com/archives/2007/10/alcoa_accused_of_unfair_l.htm
Alcoa's High Tech Sweatshop in Mexico(skýrsla - pdf)
Alcoa (Macoelmex), Piedras Negras, Coahuila
20 Workers Fired at Alcoa for illegal union activities
Thousands of Alcoa Workers Face Layoffs In Plant Closings - 11/23/06
Alcoa Workers in Mexico Demand Justice
Union Rights for Alcoa Workers!
MEXICO - TUG-OF-WAR AT ALCOA
Maquila Solidarity Network - Alcoa Campaign
Alcoa strikers fight forced overtime
Australian Alcoa workers strike over toxic emissions
Some cancers 'more likely' in Alcoa workers
Healthwise Cancer Report finds no link to the Alcoa refinery
http://www.corpwatch.org/article.php?id=14994
http://www.corpwatch.org/article.php?id=14956
http://www.corpwatch.org/search.php?q=Alcoa&Search=Submit+Query
Nú skil ég betur hina umfangsmiklu grisjun á umsækjendum um störf hjá Alcoa, allir sem komið hafa að stéttarfélagsmálum og eru virkir eða líklegir til slíks, eru flokkaðir út að mestu.
Vonandi eru þetta ekki fréttir framtíðarinnar frá Alcoa á Íslandi, en sporin og sagan hræða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. maí 2008
Myndir af hörmungunum í Kína.
Catherine Xia, stúlka sem ég hef samskipti við á netinu sendi mér þessar myndir, þær segja meira en mörg orð geta, um hörmungarnar og þjáningarnar á jarðaskjálftasvæðinu í Kína,
Og sumir Lögregluþjónarnir í Kína geta hjálpað ungabörnum sem finnast á lífi, hennar barn var öruggt hjá ömmu og afa, þegar þetta litla líf fannst í rústunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 16. maí 2008
Sorg er án landamæra
Það skiptir engu máli hver stjórnmálaskoðun, húðlitur manna, né þjóðerni er þegar sorgin knýr dyra.
Við eru öll manneskjur, þó myndir frá hörmungum í Kína séu sláandi, ættum við jafnframt að hugsa til þeirra sem hafa búið við svona örvæntingu í Írak, frá því við gengum til liðs við hina viljugu.
Íslendingar eiga að bjóða fram alla þá aðstoð sem þeir geta, en ekki bíða eftir beiðni frá Kína, Frú Ingibjörg Sólrún.
Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún, eru nátttröll kaldastríðshugsunar, og eyða 100.000.000 í eftirlitsflug í Íslensku loftrými á 6 vikum, til að finna ósýnilegan og ímyndaðan óvin, samhliða blekkingarleiknum við uppbyggingu hins Íslenska sérsveitarhers undir yfirskini löggæslu.
Svo sendir þetta fólk af rausnarskap sýnum 7.800.000 til hjálparstarfs í Kína.
![]() |
Öflugur eftirskjálfti í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.5.2008 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. maí 2008
Var einu sinni gott
Var einu sinni gott að lesa svona fréttir, en þetta skiptir engu máli lengur fyrir aðra en örfáa starfsmenn við vélasamstæður og fjölskyldurnar sem eiga víst fiskinn.
Hlýtur samt af vera mikil vinna að flokka síldina ef tvær torfur lenda saman, var oft nokkur tími sem fór í að lesa mörkin á fénu sem rekið var í fjárréttir hér áður, hvað þá að lesa í sundur heilu síldartorfurnar, varla vilja menn fá ákæru fyrir að vera síldarþjófar, eða sauðarþjófar eins og tíðkaðist hér áður ef menn tóku annarra fé
![]() |
Norsk-íslensk síld komin inn í landhelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. maí 2008
Skelfilegt
Maður finnur sárt til með þessu fólki sem missir vini og vandamenn á örskotsstundu, en dáist samt af skipulögðum og öguðum viðbrögðum Kínverja, ólíkt afneitun yfirvalda í Burma eða stjórnleysinu sem einkenndi Bandaríkjamenn vegna fellibylsins sem æddi yfir New Orleans hér um árið.
Vonandi getum við lagt þeim lið á einhvern hátt.
![]() |
Foreldrar bíða í örvæntingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Fyrirmenn þjóðarinnar eða hvað
Þá er Lögmaðurinn farinn inn á Hraunið og getur hitt hinn lögmanninn sem situr inni fyrir morð, Háskólaprófessorinn í Gæsluvarðhaldi, annar gervi presturinn komin með dóm, en hinn presturinn liggur undir grun og hefur verið ákærður af 4 stúlkum.
Það er skelfilegt að sjá innræti þessara manna, sem fólk hefur álitið fyrirmenn þjóðarinnar vegna stöðu sinnar og starfs titla.
Það er nefnilega ekki starfstitillinn sem segir til um manngæðin, eða hvað finnst þér.
Mannlegir harmleikir fara ekki eftir stéttum né titlum.
![]() |
Í fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Loks friður
Loks friður fyrir þá, sem frið vilja frá Þjóðkirkjunni OHF.
Er búin að óska þess að spiluð verði létt poppuð tónlist í minni athöfn, skrokknum skutlað í ofninn, og þegar frátekinn staður fyrir krukkuna.
Fólk á að mínu áliti, að gera ráðstafanir sjálft, varðandi sinn greftrunarstað og útför.
Gott að hafa þennan valkost líka, hrifinn af framtakinu hjá Siðmennt.
![]() |
Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 12. maí 2008
Lukka yfir lögreglu
Það var mikil lukka yfir lögreglunni á Blönduósi, að ná þessum manni sem dró að sér athygli vegna hraðaaksturs, vonandi nást fleiri sölumenn dauðans.
Samt sárt að það er sölumaður dauðans sem kemur upp um sig sjálfur, hefði viljað sjá að ábending hefði komið upp um hann, það sýndi samstarf og þátttöku almennings í baráttunni gegn þessu liði.
![]() |
Mikið magn fíkniefna fannst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. maí 2008
Sameinuðu þjóðirnar
Sameinuðu þjóðirnar ættu að hafa vald og getu til að ráðast inn í lönd, þar sem valdhafarnir snúast gegn landsmönnum.
![]() |
1,5 milljón manna í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |