Þörf vinna og löngu tímabær

Hugmynd Kristínar og Sigríðar er góð lausn á erfiðu vandamáli sem lengi hefur verið látið þrífast, fólk sem er á sýnum síðustu vikum og dögum í lífinu, þarf oftast að eiða miklum hluta þess tíma í baráttu við að sækja rétt sinn til hinna ýmsu stofnana samfélagsins.

Við gerum öll upp við lífið fyrir rest, flestum okkar er það nægilega erfitt, og því óþarfi að láta fólk bera þennan opinbera uppgjörs og réttinda pakka líka, við viljum frekar nota tíman til samskipta við vini og vandamenn.

Virkileg þörf er á svona aðstoðarmanneskju, sem þekkir til allra skúmaskota opinberra stofnana og regluskóginn, sem fyrir flestum í þessari stöðu er sem ókleifur veggur, en það er fleira en opinbera báknið sem hvílir þungt á fólki og gott er að fá aðstoð til lausna slíkra mála.

Skuldbindingar okkar í lífinu hvíla líka þungt á mörgum og að skilja við þær sem byrðar er leggjast á eftirlifandi er mörgum þungbært, þetta geta verið bæði fjárhagslegar sem persónulegar skuldbindingar.

Svona starf verður virkilega umfangsmikið og vandasamt, það krefst mikils baklands og stuðnings frá nánast öllum sviðum mannlífsins til að viðkomandi starfsmaður geti leist úr öllum þeim ólíku og fjölbreyttu aðstæðum sem upp kunna að koma, því er mikilvægt að vel sé til verksins vandað.

Ég skora á Jóhönnu Sigurðardóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson að setjast niður saman, stofna embætti umboðsmanns sjúklinga og setja störf trúnaðar og þjónustufulltrúa hjá honum eða Landlæknisembættinu.

Það má ekki setja svona starf hjá Tryggingarstofnun, þjóðkirkjunni eða undir sjúkrahúsin sjálf, svona starf krefst algers hlutleysis frá trú eða stofnunum, trúnaður við þjónustuþegann verður að vera yfir allan vafa hafin og hlutverk þjónustufulltrúans verður að vera framlenging sjúklingsins sjálfs, og að hafa hagsmuni og vilja sjúklings ávallt í forgangi.

Það er löngu komin tími á stofnun embættis umboðsmanns sjúklinga og þjónustufulltrúi sjúklinga er sjálfsögð viðbót þar við.


mbl.is Athugar stöðu fólks með banvæna sjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hélt í einfeldni minni að félagsráðgjafar ættu að sinna þessu.....en það er þarf að sinna þessu betur

Hólmdís Hjartardóttir, 19.5.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Félagsráðgjafar væru eflaust hæfir sem umsækjendur, en það vinnur yfirleitt enginn önnur störf, en þau sem honum eru falin og starflýsing segir til um, svo þarf líka að vera til staðar athugun á laga og reglugerða ramma sem fellur að svona starfi, þarna kemur til gerð erfðaskrár og önnu málefni sem krefja skoðunar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.5.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tek undir þetta var einmitt að kommentera á öðru bloggi um það sama og benda á að í raun þurfa allir sinn persónulega þjónustufulltrúa hjá TR því það er ótrúlega algengt að fólk sé ekki upplýst um veikindarétt sinn.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband