Laugardagur, 3. maí 2008
Er ekki eitthvað að
Skrítið að menn sjái ekki hvernig ofbeldi og harka hefur stigmagnast eftir því sem kylfum og úðabrúsum fjölgar.
Skrítið að menn átti sig ekki á því að hin mikla nálægð á milli lögreglu og almennings hefur haldið Íslandi öruggu og friðsælu.
Einkennilegt að menn vilja rjúfa tengslin og bæta í vopnasafnið, eins og gert hefur verið víða erlendis með skelfilegum afleiðingum.
Er enginn að læra neitt af mistökum annarra, vilja menn endilega berja samborgarana til hlýðni við valdsstjórnina, enda í skotbardögum og bræðravígum Sturlungaaldar
Rauðavatns málið sýnir ekkert annað en uppgjöf fyrir ofbeldis og öfgaöflum innan lögreglunar, getuleysi samningarmanna, afspyrnu lélega þjálfum lögreglunar og algert getuleysi stjórnenda.
Svo heimta menn sem ekki hafa stjórn á sjálfum sér rafbyssur, eins og þeir séu ekki nógu hættulegir samborgurum sýnum fyrir.
Það þarf að fara í gegn um lögregluliðið og hreinsa til, hækka laun og bæta við menntun, þjálfa betur mannskapinn, styrkja stjórnun og þjálfun sérsveitarinnar, en henda út þekktum ofbeldis ruddum í búningum sem þeir færa skömm til.
Einkennilegt að litla Ísland sé með stærri sérsveit en Finnland, töluverður munur á íbúafjölda.
![]() |
Það sem gerðist var óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 3. maí 2008
Mannbætandi list
Það er mannbætandi list sem vekur fólk til umhugsunar um eigin viðhorf og fordóma, hin kristni kærleikur og umburðarlindi okkar er sett í próf, greinilegt að margir falla á því prófi.
Merkilegt þetta orðalag um trúfrelsi í stjórnarskránni og svo hvernig greinin er svo túlkuð þegar á hana reynir.
Sjötti kaflin úr Stjórnarskránni
62. grein
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. grein
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
64. grein
Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borðið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum
![]() |
Kvartað til lögreglu yfir bænakalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Vann 1.000.000 Euro, er sagt
Voða lukka hjá mér, virðist vera í uppáhaldi hjá snillingunum í dag.
Ticket Number: 106012
This email is to notify you that your Email Address attached to a Ticket Number(106012) has won an Award Sum of One Million Euro Please contact the claim officer through the below given contact information for the Claim CLAIM AGENCY SPONSOR LOTERIJ INTERNATIONAL PAYMENT DIRECTOR: Mr. MICHAEL HOLMES Contact Email: micsponsorlot@yahoo.de
Email: jonsponsorlot@yahoo.de
Contact Telephone: +31-622-618-335
WINNING INFORMATIONS
Ref Number: (42261)
lucky Number:4426765
Batch Number: EU85011
Please forward the above stated winning information to your Claim Agent.
Congratulations!!!
Mrs.Sandra Hans
Reply Email: micsponsorlot@yahoo.de
Email: jonsponsorlot@yahoo.de
Ótrúlegt að fólk falli fyrir svona fjársvika bulli og haldi að það þurfi að greiða fyrir lotto vinning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. maí 2008
Nánast búið, bara 1 ár enn
Tók þessa mynd um daginn, var búið að hífa nokkra sementstanka um borð á Reyðarfirði, vildi ekki vera á þessu skipi í miklum hliðarvind.
Föstudagur, 2. maí 2008
Voða hissa
Líklega allir voða hissa, varla er þetta mengun.
Svo var efast um að Lagarfljótið hefði gott af blöndun við Jöklu.
http://dagskra.ruv.is/streaming/egilsstadir/?file=4400444/3
Tekur 3-5 ár í viðbót fyrir fólk að sjá og átta sig á fórnkostnaðinum fyrir Austurland.
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Í fílabeinsturn
Greinilegt að sumir eru í fílabeinsturni, og flýja land frekar en takast á við verkefnin sem við blasa.
En þetta gera oft stjórnendur sem ekki ráða við störfin sín.
![]() |
Geir: Góður og árangursríkur fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Ósmekklegt
En mikil reiði er í mörgum, nú þegar hið nýja andlit löggæslunnar sést vel á mynd, og menn uppskera sem þeir sá.
Skipulagsbreytingar á lögreglu undanfarin ár, hefur miðast við að koma upp svona liði til að berja almenning sem mótmælir, verið er að breyta starfsaðferðum yfir til Ameríska módelsins og þar sem engir óvinir eru til verður að berja á samborgurunum.
Tilmæli til Dómsmálaráðherra eru ósmekkleg og ekki til að styrkja málstað þeirra sem vilja stöðva þetta brjálæði sem varalið og sérsveit eru, í landi án óvina.
![]() |
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Ekki gott
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Í fílabeinsturni hrokans
Í fílabeinsturni er sagt að menn sitji, sem ekki eru í tengslum við þá sem land byggja.
Átök dagsins eru ekki bara vegna rekstrarkostnaðar hjá atvinnubílstjórum og sýnilegs vilja sérsveitarmanna til að lenda í átökum.
Átökin eru líka vegna mikillar óánægju með stjórnvöld og stjórnmálamenn, endalaust er níðst á almenningi með hækkun álaga til að greiða fyrir einkaþotuferðir, ofureftirlauna til þingmanna, ráðningu aðstoðarmanna fyrir þingmenn til viðbótar aðstoðarmönnum ráðherra, úthlutun styrkja til stjórnmálaflokkana úr ríkissjóð, flutningi skattbyrðar frá fyrirtækjunum og yfir á almenning, einkavæðingar banka og annarra fyrirtækja almennings og úthlutun til sérvalinna gæðinga, úthlutun kvóta þýfis til útgerðarmanna og bann við sjálfsbjörg með fiskveiðum, endalaus úthlutun starfa til fyrrum þingmanna á kostnað almennings, og það nýjasta verður björgun bankana með sjálftökufé úr lífeyrissjóðum landsmanna og jafnvel gjafafé úr íbúðarlánasjóð.
Draumurinn um skiptingu þjóðarinnar er að rætast, gæðingarnir úthluta sjálfum sér miljónir í mánaðarlaun, á meðan almenningur sér fram á nauðungaruppboð, sérsveitin lemur samborgarana með kylfum, og sinnir hlutverki sýnu að verja fólk í fílabeinsturnum, sem er upptekið við að skammta sér og sýnum vel á diskinn.
Misskiptingin er að rjúfa friðinn í samfélaginu, og Björn ásamt meðreiðarsveinum sýnum er að ná takmarkinu, að búa til sveit manna sem lemur á samborgurum sýnum til að verja Aðalinn.
Menn geta setið á alþingi og sett lög, en sé ekki sátt um lögin í samfélaginu og hvernig þeim er framfylgt, brestur undirstaðan.
Ég óttast að dagurinn í dag marki nýja tíma í samskiptum stjórnvalda og almennings, ég óttast að lögreglan einangrist sem óvinurinn og rakki valdastéttarinnar.
Þá er illa komið, og hið nýja skipulag Dómsmálaráðherra og félaga færi löggæsluna inn í blindgötu sem skilar engu nema vantrausti almennings og árangursleysis.
Undirstaða samfélagsins er friður og sátt um lög, gott samstarf þeirra sem sinna löggæslu og borgaranna, er lykillinn að árangri í baráttu gegn fíkniefnum og skipulögðum glæpum, sé þetta samstarf og sáttin rofin, eru menn að uppskera vonda hluti.
![]() |
Lögregla brást rétt við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |