Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Hvar eru hótanir bankana um flutning núna
Hvar eru hótanir bankastjórana um flutning bankana úr landi núna, kæmi sér vel.
Vísa á gamalt blogg: http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/427330
Væri samt sáttur við stuðning til bankana, þannig að Íbúðarlánasjóður keypti af þeim þær skuldaviðurkenningar sem á innlendu íbúðarhúsnæði hvíla í dag, með þeim afföllum sem Seðlabankinn spáir á fasteignarverði.
Sem sagt, kaupa lánin af þeim með 25% afföllum, mætti skoðast svona sem flutningsstyrkur.
![]() |
Stuðningur eykur trúverðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Orðið gott, hætta núna
Finnst þetta vera orðið gott, hætta þessu núna því samúðin er búin, og búið að stofna sérhagsmunafélag atvinnubílstjóra.
Mæli með hefðbundnu kæruferli og dráttarbílum framvegis.
![]() |
Bílstjórar fóru með friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Aukatekjur af þýfi
Svo menn mæta í vinnuna, pakka áhöldunum sem á að nota við starsemina, senda svo heim til sýn í pósti, kannski vinnugallanum og bílinn líka.
Skildu þeir gera þetta á launum hjá vinnuveitandanum eða utan vinnutíma, á dvalarstað.
Telst þetta til umsaminna kjara eða aukatekjur, eflaust til refsilækkunar ef þeir greiða sjálfir póstburðargjöldin en senda þetta ekki á kostnað atvinnurekanda.
En án gríns, er ekki orðið þreytandi hvað mikið hlaðborð, erlend þjófagengi álíta Ísland.
![]() |
Alcoa kærir þjófnað af álverslóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Tákn um frið snýst yfir í ófrið
Það má segja að það tákn um frið, sem ólimpíueldurinn hefur verið, hafi snúist yfir í tákn um ófrið.
Kyndli eldsins fylgir orðið her öryggisvarða, sem varla er táknmynd friðar né vináttu, æskilegt væri ef hægt er að skilja ólimpíuleikana frá frá viðkomandi stjórnvöldum með einhverjum hætti, til að skapa frið um leikana.
![]() |
Mikil gæsla fyrir maraþon í Peking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Hönnuð atburðarrás
Þetta virkað allt eins og hönnuð atburðarrás á mig, svona eins og undirbúningur fyrir innrásina í Írak á sýnum tíma, búið að hella endalausum hræðsluáróðri yfir þjóðina og svo kemur "rétt útkoma" úr skoðanakönnun og þá er hægt að leggja í hann.
Sjáum svo hvort óbragðið verður ekki bara meira og varanlegra, við inngönguna, en eftir innrásina.
![]() |
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. apríl 2008
Austfyrskar skýjaborgir og pólítísk fyrirgreiðsla
Ýmsum Austfirðingum, finnst sjálfsagt að kaupa útkeyrðan og notaðan risabor frá Impregilo af Kárahnjúkasvæðinu, og fá í meðgjöf alla jarðgangnagerð á Austurlandi, án þess að hafa neina reynslu af rekstri, né kunnáttu í meðferð svona bora, eða vissu um að borin henti til verksins, engin þörf sé á að bjóða verkið út, né almennt að fylgja reglum um útboð, því það hentar þeim ekki í þetta skiptið, og ef þeir kaupi græjuna skuli ríkið baktryggja og borga í raun.
Það mætti búast við miklum grátkór, ef hurðin opnaðist í báðar áttir, og lokað yrði á Austfirðinga vegna til dæmis útboða Landsvirkjunar, Vegagerðarinnar og eða annarra aðila sem eru á útboðsmarkaði, ég man og þekki dæmi þess að verktakar hér, hafa hringt í verktaka á öðrum landshlutum, og boðið þeim skipti á verkefnum til að fá þá ekki inn í samkeppnina á Austurlandi, sem hefur verið svona meira í formi útdeilingar, þá er fróðlegt að skoða til dæmis útboð hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði, en að hætti Austfirskrar stjórnsýslu á Héraði, liggja þær upplýsingar ekki fyrir almanna augum, ef útboð hafa almennt átt sér stað.
Að búa til verndað umhverfi fyrir fyrirtækin er þeim eitur í raun, samkeppnisfærni þeirra verður lítil sem engin, og þegar á reynir falla þau vegna innbyggðra veikleika í rekstri, eins og dæmin sem eru búin að vera að sannast hér fyrir Austan, það er því öllum til hagsbóta að hafa samkeppni ríkjandi fyrir opnum tjöldum.
Mörg Austfirsk verktakafyrirtæki eru vel tækjum búin, með mikla verkþekkingu og afburðar starfsmenn, það er því frekar ástæða til að hvetja þau til að sækja fram á útboðsmarkaði, en pukrast og treysta á pólitíska fyrirgreiðslu að hætti gamalla tíma, slík vinnubrögð eru freka í líkingu við að eitra fyrir þeim, og hjóli tímans verður ekki aftur snúið.
Hér er afrit af fréttinni frá vef RÚV
Fyrst birt: 17.04.2008 19:38
Síðast uppfært: 17.04.2008 19:41
Vilja kyrrsetja risabor Impregilo
Margir Austfirðingar óttast að draumurinn um tengingu Miðausturlands með jarðgöngum sé úti, verði risabor Impregilo fluttur úr landi. Hann hefur verið notaður til að bora jarðgöng Kárahnjúkavirkjunar.
Risaborinn lauk verki sínu í Jökulsárgöngum Kárahnjúkavirkjunar síðast liðinn miðvikudag og bíður þess nú að verða tekinn í sundur og fluttur úr landi. Samgöng er félagsskapur sem hefur í fjölda ára barist fyrir tengingu Miðausturlands um fern 30 kílómetra löng jarðgöng, frá Norðfirði til Eskifjarðar, um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar og þaðan upp á Hérað.
Sveitastjórnir eystra hafa mikinn áhuga á málinu og bíða nú skýrslu verkfræðistofunnar Línuhönnunar og Háskólans í Þrándheimi um fjárhagslega hagkvæmni heilborunnar ganganna.
Því er Hreinn Haraldsson, framkvæmdarstjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, ekki sammála og bendir á að gangagerð fari ávallt í útboð og því alls ekki tryggt að eigendur risaborsins fengju verkið þrátt fyrir að þeir biðu í það.
Hann bendir á að sérhæfða þekkingu þurfi til að stýra slíku tæki og erlendir verktakar hiki ekki við að flytja slíka bora með sér milli landa hlotnist þeim hagkvæm verkefni.
Þrátt fyrir að hafa fórnað gamla samfélaginu á Austurlandi og gert stórkostlegar breytingar á umhverfinu, virðist sveitarstjórnarmönnum ekki hafa tekist að lokka fólk til að koma Austur, né til að hætta við að flytja á brott, Austfirðingar hafa fengið gríðarlega kjarabót í formi aukinna atvinnutekna, og stórhækkunar á verði fasteigna, en blikur eru í lofti vegna ofspennt verðs á eignum, og fjölda nýbygginga umfram eftirspurn.
Brauðið eitt, dugar ekki til að fólk flytjist á svæðið og meira þarf til en ótrúverðuga tungufossa í fjölmiðlum, svo þróunin breytist, stærsta vandamálið er brottflutningur.
ALCOA hefur tekið mörg hundruð manns á svæðinu í atvinnuviðtöl, og kastað svo frá sér sem notuðum skóm, ef einstaklingurinn er ekki talin henta, né álitin vera nógu meðfærilegur, til að geta nýst fyrirtækinu, Þetta er þeirra réttur sem atvinnurekanda, að velja og hafna umsækjendum, en samkvæmt lýsingum margra er fólkið teymt á asnaeyrunum vegna væntinga, fram á síðustu stundu, í litlu samfélagi hefur slíkt afleiðingar, og vinnubrögð sem henta í stórum samfélögum eru kannski ekki þau réttu, í smáu samfélagi sem er tengt fjölskyldu og vinaböndum í miklum mæli.
Það er siður svona fyrirtækja og annarra við stærri framkvæmdir, að ráða sér tungufossa sem talsmenn, og til að tryggja að "réttar" upplýsingar og ímynd sé gefin frá fyrirtækinu, helsta stjórntæki ímyndarsala eru fjölmiðlar, og ekki vekur undrun að mörg þjóðþekkt andlit úr sjónvarpi, hafa endað sem ímyndarsalar og talsmenn "sannleikans", hin slysalausa bygging Álversins er gott dæmi um þann "Sannleik", sem ímyndarsalar stunda fyrir greiðslu, það fer ekki alltaf saman fé og sannleiki, oft er blekkingin gerð að sannleik, með því að skrá "Rétt" og túlka orð og atburði yfir í hentugra orðalag.
Heiðarleg framkoma og réttar upplýsingar skapa traust, virðing fyrir fólki og hreinskilni er undirstaða langra samskipta, og það að spyrja fólk um væntingar þess og langanir, er eina leiðin til að skapa umhverfið og aðstöðuna sem hvetur til búsetu.
Frétta af Textavarpi RÚV
Enn fækkar á Austurlandi
Fleiri fluttu frá Austurlandi á fyrstu
þremur mánuðum ársins en til
fjórðungsins samkvæmt nýjum tölum
Hagstofunnar um búferlaflutninga.
Brott fluttir umfram aðflutta voru 41,
alls fluttu 117 einstaklingar frá öðrum
landssvæðum austur, en 158 frá
Austurlandi til annarra landshluta,
flestir á höfuðborgarsvæðið eða 101 en
51 flutti frá höfuðborgarsvæðinu til
Austurlands. Enn er miklir
fólksflutningar milli landa til og frá
Austurlandi. 392 fluttu frá
landshlutanum til útlanda en 220
fluttust austur frá útlöndum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2008 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Einkennilegt
Verkið hefur verið boðið út, og þá fyrst koma undirskriftalistar, svo skilst mér að Eyjamenn geri hvað þeir geta til að hindra uppbyggingu hafnarinnar eða þjónustu við hana, vegna "hættu" á að atvinna byggist upp á fastalandinu sem skerði hagsmuni Eyjamanna, þeir fá ferskvatni dælt út í Eyjuna frá fastalandinu, og er víst verið að fara af stað með vatnsstöppun og útflutning frá Vestmannaeyjum, á vatni undan Eyjafjöllunum.
Það hvetur varla aðra til samvinnu og samstarfs að taka allt, en gefa aldrei neitt til baka á móti.
![]() |
Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Skynsemi í rekstri
Skynsamur maður fer ekki að greiða neinum einstakling ofurlaun, það er enginn réttlæting til á því að greiða stjórnendum banka hærri laun en nemur menntun þeirra og þekkingu, eða reynslu og persónubundinni ábyrgð á viðkomandi rekstri.
Hlutverk hlutafélaga er að tryggja eigendum sýnum góða ávöxtun og framtíðarhorfur, ekki að hýsa oflaunaðar afætur arðsins, eins og mörg hlutafélög hafa gert undanfarin ár og svíður fyrir í dag.
Sjálfsagt er að árangurstengja laun stjórnenda, en það á ekki að ganga fram hjá starfsmönnunum sem vinna verkin í raun og veru, flestir æðstu stjórnendur eru frekar svona tungufossar og páfuglar til skrauts á tyllidögum, og nánast alltaf í raun aðstoðarmaður æðsta stjórnanda, sem rekur fyrirtækið í samvinnu við aðra starfsmenn, svo er hlaðið lofi og launum á æðstu tungufossana, en kjarni fyrirtækjanna kannski látin fljóta með eins og í góðmennsku.
Einstein og Bell hefðu kannski átt að fá ofurlaun, því þeir lögðu fram þekkingu og sköpuðu verðmæti sem gaf arð, Páfuglar og Tungufossar hlutafélaga, eru bara til kostnaðarauka og oftast afætur arðsins, að vísu margir skrautlegir og skemmtilegir, en spaugstofan er það líka fyrir minna fé, sem og aðrir skemmtikraftar.
Held að miklu fleirri hlutafélög, ættu að fara í gegn um stjórnendahópinn og skipta út skrautinu fyrir rekstrarfólk af báðum kynjum, sem fær árangurstengd laun, og ekkert meira en grunnlaun ef illa gengur, þannig verður að skera fituna burt ef fyrirtækin eiga að lifa þrengingarnar framundan, menn eins og Þorsteinn Már hafa lifað þrengingar í rekstri, það er löngu kominn tími á að snúa sér að rekstrinum og fara að vinna vinnuna, veislan er búin í bili.
![]() |
Hluti af ruglinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Skemmtileg ekki frétt
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Endalausar sögur
Er ekki komin tími á að staðsetja eftirlitsmyndavélar um borð, þá getur enginn hent neinu án þess að vitað sé um það.
![]() |
Segir brottkast að aukast gífurlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |