Góð frétt

Frábær söngkona hún Regína og Friðrik líka góður.
mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært stelpur

Til hamingju Konur, vonandi gaman í vinnunni.
mbl.is Blautir draumar í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðinn búin

Greinilegt er að eigendur hafa ákveðið að fara að reka bankann sem fyrirtæki, en ekki sem æfingabúðir fyrir nýútskrifaða nýliða.

Samdráttartímar virðast krefjast meiri sjálfsaga og festu af stjórnendum en uppgangstímar gera , allavega virðast eigendur fyrirtækjanna horfa frekar í gegn um fingur sér við stjórnendur á uppgangstímum, en er gert í niðursveiflum.

Mín reynsla er sú að einfaldara er að vera blankur en með fullar hendur fjár, fækkar einfaldlega valkostum.


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum að vakna

Vonandi skilar leitin árangri, og greinilegt að allir gera sitt besta.

En það verður að endurskoða þetta glapræði, varðandi staðsetningu á þyrlum Landhelgisgæslu.

Slys verða á fleiri stöðum en í Reykjavík og nágrenni, þannig að með staðsetningu á Akureyri og Hornarfyrði er búið að skera niður viðbragðstímann verulega, og það skiptir máli

Veður er ekki alltaf best í Reykjavík og hefur það margoft sannast í vetur, ítrekað hefur ekki verið flogið frá Reykjavíkurflugvelli og allar þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið í sjálfheldu á einum stað, í stað þess að vera til taks á varaflugvöllum, sem betur fer er ekki vitað til þess að þetta hafa kostað mannslíf, en erum við með tryggingu fyrir því um ókomna tíð

Flugtími er ekki alltaf stystur frá Reykjavík, og það býr fólk utan Reykjavíkur sem þarf að njóta þjónustu sjúkraflugs, alla daga ársins.

Verði einhver sá atburður í Reykjavík sem lamar svæðið, er þegar búið að safna nánast öllum til stjórnunar aðgerða, þjálfuðum mannskap og besta tækjabúnaðinum saman í Reykjavík, þannig að í einni körfu munu öll eggin brotna í einu.

Það verður að endurskoða þetta skipulag andvaraleysis og fara að horfa á heildarmyndina.

Leitar, björgunar og sjúkraflug, er samhangandi við skipulag og virkni sjúkrahúsa,  þetta verður að vera,  ásamt mannskap til að bregðast við, sem næst vettvangi.

Það hefur til dæmis sýnt sig í snjóflóðunum undangengin ár, að bið eftir aðstoð úr Reykjavík er of löng, og veður hafa stöðvað eða aftrað för björgunarliðs þaðan.

Gott er að hafa öflugt lið á höfuðborgarsvæðinu, en glapræði er að hafa ekki líka, jafn öfluga stjórnstöð með þjálfuðum mannskap, tækjabúnaði og þyrlum á Akureyri, öflugt sjúkrahúsið sem þar er hefur og getur, vel tekið á móti sjúkraflugi frá öðrum landshlutum til jafns við Reykjavík.

Setjist menn yfir þetta og skoði Ísland og hafsvæðið hér í kring, safni saman gögnum um siglingar, helstu veiðislóðir, ferju og farþegaflug, ásamt tölulegum upplýsingum varðandi slysa, sjúkra og leitarflug í gegn um tíðina, ásamt staðsetningu náttúruhamfara, hljóta menn að sjá skinsemina í því að dreifa áhættunni og stytta viðbragðstímann eins og hægt er.

Þetta er líka spurning um að skoða sjúkrahúsin og staðsetningu þeirra út frá flutningstíma slasaðra, til að geta eflt aðbúnað og getu þeirra til að taka á móti slösuðu fólki.

Við eru líka að lenda ítrekað í því, að mótöku sjúklinga er hætt á einstaka sjúkrastofnun vegna sýkinga, og að ætla svo að byggja eitt stórt hátæknisjúkrahús í Reykjavík, er varla gæfulegt.

Við verðum að fara að koma niður úr fílabeinsturnum andvaraleysis.


mbl.is Taka flugslysið nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítík en ekki skynsemi

Pólitík en ekki skynsemi hefur einkennt rekstur og staðsetningu Fjórðungssjúkrahúss Austurlands á Norðfirði í áratugi.

Það hlýtur að koma að þeim degi að einhver stjórnmálamaður hafi kjark til að láta endurskoða þessa vitleysu, og endalausa sóun fjármuna úr sameiginlegum sjóðum.

Fara þarf yfir vegalengdir og samgöngur á svæðinu sem Fjórðungssjúkrahús á Austurlandi á að sinna, skoða flutningsleiðir að og frá, bæði landleiðis og flugleiðis, skoða íbúadreifingu og fleiri þætti sem varða almannaöryggi, og taka svo ákvörðun um jafnvel nýja staðsetningu Fjórðungssjúkrahúss, og efla svo heilsugæslu út frá þörfum notenda þjónustunnar en ekki pólitískra þarfa og skoðana einstakra bæja eða stjórnmálamanna.

Staðsetning Fjórðungssjúkrahúss Austurlands á Norðfirði er ekkert náttúrulögmál, né er hægt að hefta alla frekari þróun, sökum gamalla mistaka í staðsetningu, sem voru gerð vegna skorts á framtíðarsýn og í tilgangi atkvæðaveiða fortíðar.

Hagsmunir eins fjarðar, geta ekki endalaust verið látnir ganga fyrir hagsmunum samfélagsins á Austurlandi.

 


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af ástandi Norðfjarðarflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður að endurskoða

Vonandi skilar leitin árangri, og greinilegt að allir gera sitt besta.

En það verður að endurskoða þetta glapræði, varðandi staðsetningu á þyrlum Landhelgisgæslu.

Slys verða á fleiri stöðum en í Reykjavík og nágrenni, þannig að með staðsetningu á Akureyri og Hornarfyrði er búið að skera niður viðbragðstímann verulega, og það skiptir máli

Veður er ekki alltaf best í Reykjavík og hefur það margoft sannast í vetur, ítrekað hefur ekki verið flogið frá Reykjavíkurflugvelli og allar þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið í sjálfheldu á einum stað, í stað þess að vera til taks á varaflugvöllum, sem betur fer er ekki vitað til þess að þetta hafa kostað mannslíf, en erum við með tryggingu fyrir því um ókomna tíð

Flugtími er ekki alltaf stystur frá Reykjavík, og það býr fólk utan Reykjavíkur sem þarf að njóta þjónustu sjúkraflugs, alla daga ársins.

Verði einhver sá atburður í Reykjavík sem lamar svæðið, er þegar búið að safna nánast öllum til stjórnunar aðgerða, þjálfuðum mannskap og besta tækjabúnaðinum saman í Reykjavík, þannig að í einni körfu munu öll eggin brotna í einu.

Það verður að endurskoða þetta skipulag andvaraleysis og fara að horfa á heildarmyndina.

Leitar, björgunar og sjúkraflug, er samhangandi við skipulag og virkni sjúkrahúsa,  þetta verður að vera,  ásamt mannskap til að bregðast við, sem næst vettvangi.

Það hefur til dæmis sýnt sig í snjóflóðunum undangengin ár, að bið eftir aðstoð úr Reykjavík er of mikil og veður hafa stöðvað og aftrað för björgunarliðs þaðan.

Gott er að hafa öflugt lið á höfuðborgarsvæðinu, en glapræði er að hafa ekki líka jafn öfluga stjórnstöð með þjálfuðum mannskap, tækjabúnaði og þyrlum á Akureyri, öflugt sjúkrahúsið sem þar er, hefur og getur vel tekið á móti sjúkraflugi frá öðrum landshlutum til jafns við Reykjavík.

Setjist menn yfir þetta og skoði Ísland og hafsvæðið hér í kring, safni saman gögnum um siglingar, helstu veiðislóðir, ferju og farþegaflug, ásamt tölulegum upplýsingum varðandi slys, leitir, sjúkra og leitarflug í gegn um tíðina og staðsetningu náttúruhamfara, hljóta menn að sjá skinsemina í því að dreifa áhættunni og stytta viðbragðstímann eins og hægt er.

Þetta er líka spurning um að skoða sjúkrahúsin og staðsetningu þeirra út frá flutningstíma slasaðra, til að geta eflt aðbúnað og getu þeirra til að taka á móti slösuðu fólki.

Við eru líka að lenda ítrekað í því að mótöku sjúklinga er hætt á einstaka sjúkrastofnun vegna sýkinga, og að ætla svo að byggja eitt stórt hátæknisjúkrahús í Reykjavík er varla gæfulegt.


mbl.is Leit haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjótari viðbrögð

Held að enn einu sinni sé að koma í ljós að staðsetning allra þyrlna í Reykjavík er vitleysa.

Höfn og Akureyri ættu líka að vera staðir þar sem þyrlurnar séu staðsettar, því það munar um flugtímann.

Þyrla Gæzlunnar


mbl.is Vélin enn ófundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg framkoma

Mér finnst það einkennileg framkoma að skera burt fjárveitingar til Íslenskukennslu fyrir nýja Íslendinga, og koma svo fram sem söngvari með gömlum poppara, sem segist vera frelsaður frá rasisma í dag.

Eru þetta svona góðir gæjar, sem hafa þroskast í gegn um tíðina og vilja vel, eða er annar að afla sér vinsælda sem stjórnmálamaður, og hinn að reyna smá endurkomu eftir málaferli gegn blaðaumfjöllun, sem virðist hafa flutt ókeypis auglýsingar um hann, af forsíðum og á innsíður blaðana, svona annan hvern mánuð eða svo.

Fjölmiðlaathygli er það sem þeir lifa á, félagarnir.

En frábært er að vakinn sé athygli á málefnum innflytjenda og kynþáttafordómum, gaman væri líka að heyra meira um alla hina, sem þarna voru, komu fram og studdu framtakið.

Voru þetta tónleikar án gjaldtöku eða voru þetta styrktartónleikar til að styðja við einhver samtök eða félag, studdu einhver fyrirtæki við framtakið eða var þetta sjálfboðavinna tónlistarmannanna sjálfra, eins og svo oft er en ekki um getið.

Voðalega takmarkandi fréttaflutningur um atburðinn og lítil umfjöllun, má alveg styðja við góða hluti með ýtarlegri og vandaðri fréttaflutningi um svona viðburði.

Fréttastofan á stöð 2 hefur samt gert fréttinni skil, en gaman væri að vita hvort þetta væri svo einnar nætur gaman eða upphaf að meiri hlutum og langtímamarkmiðum.


mbl.is Sungið gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um Bloggið

 

Baráttan um Bloggið

Mikill ógnvaldur við hefðbundna blaðamennsku hefur öðlast sess og ógnar starfsöryggi blaðamanna, þessi sami ógnvaldur truflar stjórnmálamenn og gerir alla stýringu frétta erfiðari og mótun á skoðunum almennings verður erfiðari fyrir vikið.

Markvisst virðist unnið í því að gera þennan samskiptavettvang ótrúverðugan og jafnvel hlægilegan, verið er að skapa vantrú á vettvanginum og setja svokallaða Bloggara undir furðufugla merkinguna.

 

Þetta er svipað atferli og einkennir allar starfsstéttir sem finna að ímyndar stallurinn er að gefa sig og

Varnarmúrar einokunar eru að láta undan, prent og sjónmiðlarnir finna helst fyrir þessum nýja miðli sem flytur upplýsingar frá fleiri sjónarmiðum en hingað til hafa fengið að koma fram, ritskoðarar miðlana hafa getað valið og hafnað sjónarmið, eða bara þagað í hel það sem hefur hentað hingað til.

Svo opnaðist þessi flóðgátt tjáningar sem stundum er hægt að stýra en lætur oftast ekki að stjórn.

Miðlarnir eru komnir í þá aðstöðu að þurfa að fylgjast með aragrúa fólks, sem kemur skoðunum sýnum á framfæri og jafnvel fréttum, sem miðlarnir hafa ekki fengið fyrst til umfjöllunar.

Þetta skapar að vísu mikla hættu á misnotkun ,en með stýringu á aðgengi er hægt að efla ábyrgð bloggara og séu hinir nafnlausu í raun með skráða IP tölu og kennitölu, er hægt að sækja þá til saka ef þörf reynist, enginn á að komast upp með sakhæf skrif eða ærumeiðingar, undir yfirskyni nafnleyndar, hvorki í blöðum né á netmiðlum.

Fólk verður svo að lesa skrif nafnlausra bloggara með varúð, því eitthvað hefur viðkomandi að fela.

Í raun á það kannski við um allt sem skrifað er á vefnum og í blöðunum , tilgangur skrifarans getur verið að segja frá sannleik, frá sjónarhorni sinnar upplifunar á atburðinum, eða segja frá sannleik sem skrifarinn vill að sé til staðar, vegna hagsmuna, skoðana og eða trúar.

Þetta verður lesandinn að hafa í huga, en ef út í þetta er á annað borð farið, þá er í raun skinsamlegast að spyrja sig þessara spurninga við lestur allra gagna sem við lesum um ævina.

Jafnt á vettvangi prentmiðla sem netmiðla, og síðast en ekki síst, að spyrja sig um sannleika námsbókana, og sannleikan sem þær eru byggðar á.

Lygin verður oft að "sannleik"  við endurtekningu og ritun, stundum fyrir tilstuðlan þekktra nafna.


Gott fordæmi

Alltaf trúverðugra ef forustumenn sýna gott fordæmi, þetta er góð byrjun og skynsöm.

 


mbl.is Þóknun til stjórnarmanna Glitnis lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband