Baráttan um Bloggið

 

Baráttan um Bloggið

Mikill ógnvaldur við hefðbundna blaðamennsku hefur öðlast sess og ógnar starfsöryggi blaðamanna, þessi sami ógnvaldur truflar stjórnmálamenn og gerir alla stýringu frétta erfiðari og mótun á skoðunum almennings verður erfiðari fyrir vikið.

Markvisst virðist unnið í því að gera þennan samskiptavettvang ótrúverðugan og jafnvel hlægilegan, verið er að skapa vantrú á vettvanginum og setja svokallaða Bloggara undir furðufugla merkinguna.

 

Þetta er svipað atferli og einkennir allar starfsstéttir sem finna að ímyndar stallurinn er að gefa sig og

Varnarmúrar einokunar eru að láta undan, prent og sjónmiðlarnir finna helst fyrir þessum nýja miðli sem flytur upplýsingar frá fleiri sjónarmiðum en hingað til hafa fengið að koma fram, ritskoðarar miðlana hafa getað valið og hafnað sjónarmið, eða bara þagað í hel það sem hefur hentað hingað til.

Svo opnaðist þessi flóðgátt tjáningar sem stundum er hægt að stýra en lætur oftast ekki að stjórn.

Miðlarnir eru komnir í þá aðstöðu að þurfa að fylgjast með aragrúa fólks, sem kemur skoðunum sýnum á framfæri og jafnvel fréttum, sem miðlarnir hafa ekki fengið fyrst til umfjöllunar.

Þetta skapar að vísu mikla hættu á misnotkun ,en með stýringu á aðgengi er hægt að efla ábyrgð bloggara og séu hinir nafnlausu í raun með skráða IP tölu og kennitölu, er hægt að sækja þá til saka ef þörf reynist, enginn á að komast upp með sakhæf skrif eða ærumeiðingar, undir yfirskyni nafnleyndar, hvorki í blöðum né á netmiðlum.

Fólk verður svo að lesa skrif nafnlausra bloggara með varúð, því eitthvað hefur viðkomandi að fela.

Í raun á það kannski við um allt sem skrifað er á vefnum og í blöðunum , tilgangur skrifarans getur verið að segja frá sannleik, frá sjónarhorni sinnar upplifunar á atburðinum, eða segja frá sannleik sem skrifarinn vill að sé til staðar, vegna hagsmuna, skoðana og eða trúar.

Þetta verður lesandinn að hafa í huga, en ef út í þetta er á annað borð farið, þá er í raun skinsamlegast að spyrja sig þessara spurninga við lestur allra gagna sem við lesum um ævina.

Jafnt á vettvangi prentmiðla sem netmiðla, og síðast en ekki síst, að spyrja sig um sannleika námsbókana, og sannleikan sem þær eru byggðar á.

Lygin verður oft að "sannleik"  við endurtekningu og ritun, stundum fyrir tilstuðlan þekktra nafna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég held nefnilega að það sé mergurinn málsins sé að taka allt skrifað mál, hvar sem er, með fyrirvara... hvort sem um nafnleysingja er að ræða eða ekki... ég geri sjálfur ekki greinarmun þar á... ég hef sé góð skrif hjá nafnleysingum sem og þeim sem birta mynd og nafn... og svo öfugt...

... mannkynsagan er t.d. oft sög frá einu sjónarhorni... allt öðruvísi sú sem þeir rússnesku læra en þeir bandarísku... og hver er þá sannleikurinn?

Brattur, 21.2.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nafnlausir bloggarar eru ekki beinlínis trúverðugir í mínum huga þannig að ég tek undir orð þín Þorsteinn. Þú bendir á viðkvæman punkt, þ.e. samkepnina á milli bloggara og fjölmiðlamanna. Hún er greinilega komin til að vera og ekki víst að öllum líki jafnvel

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Brattur. Þetta er nákvæmlega spurningin sem á að velta um á milli eyrnanna...... og hver er þá sannleikurinn?

Guðrún. Það verður reynt að tala þetta samskiptaform niður og gera það að markleysu, því lesendur og upplýsingastjórnun eru völdin sem blaða og stjórnmálamenn eru að sækjast eftir.

Er samt að velta fyrir mér hvað verður um þessar upplýsingar sem fólk er að skrifa niður, verður þetta varðveitt sem efni fyrir félagsfræðinga, ævisöguritara, mannfræðinga og eða verður bara ýtt á takkann, Delete.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.2.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og ef bloggið verður varðveitt.... hvernig líður manni, kannski 82 ára, að lesa þessa endemis dellu ? 

Anna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gaman fyrir barna börnin Anna, að lesa þetta

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.2.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband