Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Saklaus þar til sekt er sönnuð
Man engin eftir þessum grunni réttaríkisins, saklaus þar til sekt er sönnuð.
Getur einhver sagt mér hvað Jóhannes hefur gert og rökstutt eða sannað sekt hans.
Ég er ekki að óska eftir órökstuddum fullyrðingum og upphrópunum, heldur rökum, vísun í lagagreinar sem Jóhannes hefur brotið og vísun í skjalfestar sannanir eða trúverðug vitni til að staðfesta brot.
Ég þekki þennan einstakling ekkert en veit að eitt fyrirtækja hans Bónus, hefur verið okkur fyrir austan betri kjarabót en allir kjarasamningar undanfarin áratug og ef þessi lágvöruverslun hyrfi héðan væri illa komið.
Hverjir eru Jóhannesi reiðir, eru það heildsalarnir sem hann hefur pínt eða samkeppnisaðilarnir sem hann hefur sigrað, er það láglaunaður almúginn sem hann hefur styrkt með lágu vöruverði og árlegum miljónastyrkjum til mæðrastyrksnefndar árlega.
Ef Jóhannes hefur engin lög brotið, er þá ekki rétt að kalla þá sem lánuðu fé til fyrirtækja hans til ábyrgðar á gjörðum sínum.
Mér leiðist að horfa á nornaveiðar, er ekki stjórnendum sjóða vel greitt vegna þeirra miklu ábyrgðar.
Er ekki ráð að kalla þá til ábyrgðar og hætta að níða duglegan kaupmann.
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:56 | Facebook
Athugasemdir
Það er aldeilis óvíst að hann sé sekur um nokkurn skapaðan hlut annan en að hafa með öðrum komið efnahagslífi Íslenskrar þjóðar á hliðina og þar með fjárhag flestra heimila landsins. En burtséð frá sekt eða sýknu, hefur margsinnis heyrst að hann sé í persónulegum ábyrgðum fyrir tug milljarða skuldum. Því spyr ég, er ekki fyllilega eðlilegt að hann geri upp þær skuldir áður en hann fær fyrirtækið á silfurfati og þar með annað tækifæri til að eyðileggja fjárhag heimilinna í landinu?
Kjartan Sigurgeirsson, 24.2.2010 kl. 08:56
Kjartan við höfum heyrt fullyrðingar og lesið, en engar sannanir séð.
Er ekki verið að hengja kaupmann fyrir bankastjóra eða stjórn lífeyrissjóðs.
Eða er verið að hengja föður fyrir syndir sonar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 09:01
Ekki veit ég hvort verið er að hengja einhvern fyrir annars syndir, en er ekki rétt að láta það koma í ljós áður en hann fær fyrirtækið á silfurfati?
Ég get ekki séð að um slíkan snilling eða velgjörðarmann Íslenskrar alþýðu að ræða að hægt sé að horfa fram hjá þeim vanda sem hann ásamt nokkrum öðrum er búinn að koma okkur í.
Ég dreg það stórlega í efa að hann hafi horft aðgerðarlaus á drenginn sinn og bankastjórnana sína koma heimilum landsins í þá stöðu sem þau eru nú í. Hef frekar trú á að hann hafi verið virkur þátttakandi.
En eins og fram hefur komið tel ég að það eigi að fá uppgjör fyrst og ef þarna er um slíkan engil og snilling að ræða, hlýtur hann að fá fyrirtækið aftur. En það hlýtur almenningi að svíða, allavega þeim sem eru búin að missa heimili sín, jafnvel aleigu og mannorð.
Samt eru allnkkrir nógu grunnhyggnir til að fara dag eftir dag til að eiga viðskipti við fyrirtæki hans.
Væri hægt að treysta því að almenningur hefði skynsemi til að sniðganga verslanir Haga, væri mér alveg að meinalausu að hann eða hver víkinganna sem er keypti hlut í fyritækinu
Kjartan Sigurgeirsson, 24.2.2010 kl. 09:12
Þarf að sanna gjaldþrotaslóðina? Jafnvel þó allt hefði verið samkvæmt ströngustu lögum og reglum, hafa öll fyrirtæki feðganna orðið gjaldþrota, en Hagar alltaf verið millifærðir út úr þrotabúunum í tíma.
Eins og áður sagði, menn sem reka öll sín fyrirtæki í gjaldþrot, geta varla verið neinir sérstakir rekstrarsnillingar, sem eigi skilið sérstaka fyrirgreiðslu til að halda áfram rekstri.
Axel Jóhann Axelsson, 24.2.2010 kl. 09:21
Saklaus þar til sekt er sönnuð Kjartan, gleymum því ekki.
Er trygging fyrir því að eitthvað betra taki við.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 09:22
Það er allt annað mál. Réttast væri að skipta fyrirtækinu upp þannig að einokunaraðstaðan verði rofin.
Kjartan Sigurgeirsson, 24.2.2010 kl. 10:00
Axel: Ég hef hvergi séð upptalningu á því hvað var sett á hausi og hvergi gerði hvað, bara lesið fullyrðingar.
Ber sá sem lánar annarra manna fé enga ábyrgð?.
Kjartan: Tek undir með þér varðandi það að rjúfa einokun en erum við ekki með 63 þingmenn sem eru kosnir til að setja slíkar reglur, en ekki til að raða sér í verkefni framkvæmavaldsins.
Það hlýtur að þurfa að gera kröfur til alþingis um að vinna vinnuna sína og setja lög sem og reglur, það er ódýrt að varpa sök á aðra til að fela eigin skömm.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 11:40
Axel. Þarna átti að standa hver en ekki hvergi, hjá mér
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 11:42
Þorsteinn það er spurning hvort nokkur einstaklingur getur verið sekur þegar mál eru dæmd þar sem rekstur er annarsvegar.
Þegar verðsamráð olíufélagana var komið í gegnum dómskerfið voru einstaklingar ekki sakfelldir né sektaðir, það voru félögin sjálf. Samt vita allir hverjir stóðu að baki.
Spurningin því gæti því allt eins verið getur fyrirtæki framið morð?
Magnús Sigurðsson, 24.2.2010 kl. 13:01
Þorsteinn: Vissulega eigum við 63 þingmenn, en spurningin er hversu margir þeirra eiga Bónusfeðgm skuld að gjalda (styrki ) og hvenær verða þeir að fullu greiddir? Verður skuld samfylkingarinnar við Bónus að fullu greidd með því að gefa þeim fyrirtækið aftur og ljúga að þjóðinni að þeir hafi ekki fengið rönd við reist.
Kjartan Sigurgeirsson, 24.2.2010 kl. 13:24
Sæll Þorsteinn
Ég er sammála þér með nornaveiðarnar. Þær eru skammarlegar og leiðinlegt er að horfa upp á þennan fjölda mannorðsmorða upp á síðkastið í öllum fjölmiðlum.
Jóhannes hefur hlotið dóm fyrir skattalagabrot og Hagar dóm fyrir brot á samkeppnislögum (að ég held).
Það eru mörg mál sem eru í rannsókn í kjölfar kreppunnar, en ég er sammála því að engin er sekur uns sekt er sönnuð.
mbkv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 24.2.2010 kl. 17:04
Held að við getum öll verið sammála um að fara verður yfir þau lög og reglur sem eru í gildi og lagfæra það sem ekki hefur staðist græðgivæðinguna.
En við verðum að fara að lögum og getum ekki krafist einhverrar refsingar í reiði þó okkur sé siðferðislega misboðið.
Við getum hinsvegar kallað þingmennina sem setja áttu lög og banka eða sjóðstjórana sem eru að fara með annarra manna fé sem spilapeninga, til ábyrgðar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.