Mánudagur, 22. mars 2010
Eyðslugleði og sýndarmennska
Hin nýja flugvél landhelgisgæslunnar er víst mjög vel tækjum búin og því er alger óþarfi að hafa einhverja spekinga elítu fljúgandi um í vélinni yfir gosstöðvunum.
Fagfólkið sem þarf að fá gögn getur unnið úr þeim við skrifborð og fengið öll þau gögn sem landhelgisgæslan hefur, td myndir og mælingar sendar til sín.
Þá getur þetta fólk lesið af mælitækjum sem hinir ýmsu eru búnir að koma þarna fyrir, og eða óskað eftir því að fá frekari gögn.
Það er engin ástæða til að senda þetta fólk á staðinn nema í undantekningar tilfellum, því er verið að hætta óþjálfuðum háskólamenntuðum sérfræðing inn á svæði til að afla upplýsinga sem þjálfaður björgunarsveitamaður getur aflað.
Svona smá útgáfa af þættinum spekingar spjalla er eflaust góð skemmtun fyrir þetta fólk en alger óþarfi að gera það í rándýrri vél landhelgisgæslunnar.
Ráðherrar og aðrir slíkir geta bara fengið upplýsingar hjá stjórnsýslunni eða keypt sér útsýnisflug fyrir eigin peninga en ekki verið að misnota skattfé okkar, sjálfum sér til yndisauka en engum til gagns.
Það er verið að skera niður á sjúkrahúsum landsins og skerða þjónustu um allt samfélagið, því svíður manni þetta andskotans bull sem felst í að fljúga á þyrlum og flugvélum fyrir miljónatugi með yfirstéttar lið á kostnað skattborgara en vísa á sama tíma veiku fólki út á götu.
Þyrlur landhelgisgæslunnar hafa verið notaðar til hraðamælinga og eftirlits með rjúpnaveiði sem og í útsýnisflug með silkihúfur, þetta eru tæki sem kosta hundruð miljóna og kostar hundruð þúsunda að halda í rekstri hvern dag, því ofbýður manni þegar yfirvöld sem væla um fjárskort eru að nota þessi tæki svona eins og krakkar með leikföng.
Er ekki komin tími til að yfirstéttin í samfélaginu fari að halda aftur af sér í útgjaldagleði með okkar skattfé eins og spilapeninga í almannatengslaleik.
Það þarf að fæða, klæða og hjúkra fólki fyrir þessa peninga.
Ráðherra skoðaði gosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Löggæsla, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er svolítið í anda 2007 ekki nútíminn þegar allt er farið fjandans til hjá okkur!
Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 22:58
Þetta er bara enn ein birtingarmyndin á því hvað illa er farið með opinbert fé og sýnir hvað mikið er í raun hægt að skera niður í rekstrarkostnaði hjá ríkinu án þess að ráðast á heilbrigðisþjónustuna.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.3.2010 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.