Hugsum til framtíðar

Flutningur vélana er rökrétt ákvörðun, en að vera ekki búin eð byggja upp varanlega aðstöðu á Akureyri sýnir hina miklu þröng og skammsýni sem Landhelgisgæslan og fleiri hafa búið við í uppbyggingu aðstöðu.

Hér er ég að tala um þessa firru að halda að ekkert geti komið fyrir Reykjavíkursvæðið sem er á öflugu eldgosa og jarðskjálftasvæði.

Hvar er varastaðsetning fyrir Neyðarlínu, Samhæfingarmiðstöð Almannavarna, Landhelgisgæslu og svo ekki sé talað um það sem mestu skiptir, hvar verður hátæknisjúkrahúsið nýja byggt og hvert á að fara þegar það lokast.

Ég skrifa þegar vegna þess að það mun lokast einn daginn, ekki endilega vegna þess að eldgos eða jarðakjálfti verður heldur getur fjölmargt annað lokað Hátæknisjúkrahúsi eins og til dæmis veirusýking ofl slíkt.

Það er sorglegt að heyra aldrei af æfingu á virkjun stjórnstöðvar á Akureyri eða verða var við einhverja fyrirhyggju varðandi öryggi höfuðborgarsvæðis.

Ég legg til að stórslysaæfing verði sett upp fyrir rýmingu höfuðborgasvæðis og Reykjanesskaga, æfa hvernig bregðast eigi við framtíðar lokun á því svæði.

Sýnum fyrirhyggju og skiptum Hátæknisjúkrahúsi í tvennt svo öll eggin séu ekki í sömu körfu þegar illa fer.

Farþegaskipið Titanik gat ekki sokkið, sögðu sjálfumglaðir menn.


mbl.is Flugvél og þyrla Gæslunnar færðar á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband