Svikin við lýðræðið

Það er einmitt þarna sem svikin við lýðræðið opinberast og B.B sem aðrir flokksmenn sjá eflaust ekki hvað er rangt við orðavalið, Það er ekki formanna stjórnmálaflokka að stjórna atkvæðum samflokksmanna sem hafa svarið eið að stjórnarskránni um að vera samkvæmir sjálfum sér.

Engin furða þó illa sé komið þegar þingmenn sverja eið sem þeir brjóta að skipan formanna flokkana, hvaða tuskur hafa þá þingmenn Sjálfstæðisflokks verið í gegn um tíðina ef B.B þekkir ekki önnur vinnubrögð.


mbl.is Hafa ekki stjórn á þingflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Orðalagið um - - - pólitískan aga - - - er skaðlegt og lýsir flokksræðis- og foringjaræðis-hugsun.  Óþarfi að ýta undir flokksræði-, foringjaræði-, þingræði í lýðveldinu Íslandi þar sem ætti að vera lýðræði.  Skaðlegt foringjaræðið og ólýðræðið og yfirgangur stjórnmálamanna er löngu orðið óþolandi.

Elle_, 21.1.2012 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband